59. fundur 13. september 2023 kl. 16:30 - 18:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Sandra Sif Úlfarsdóttir
  • Bjarki Oddsson
  • Kolbrá Lóa Ágústsdóttir
  • Ástvaldur Helgi Gylfason
  • Bjarni Daníelsson
  • Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
Starfsmenn
  • Ólafur Örn Oddsson embættismaður
  • Anton Kári Halldórsson
Fundargerð ritaði: Ólafur Örn Oddsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Skýrsla um íþróttasvæði - drög

2209127

HÍÆ nefnd felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að boða til fundar með HíÆ nefnd og sveitarstjórn til þess að taka næsta skref.

2.Íþrótta- og afrekssjóður Rangþings eystra

2210063

Fara þarf yfir reglur sjóðsins.
Nefndarmenn fóru yfir reglur sjóðsins og lögðu til breytingu á grein 4.2 þess efnis að aðeins sé veitt sé úr sjóðnum um mitt ár og svo í lok árs. Einnig tökum við út liðir 4. a og b þar sem en í staðin verði talið upp það sem hefur verið gert. Þannig er það verði styrkt sem hefur verið gert en ekki það sem framundan er.
Ólafur Örn var beðinn um að gera drög að breittum reglum sem hægt er að samþykkja á næsta fundi.
Auk þess leggur HíÆ nefnd til að framlag sveitarfélagsins í sjóðinn verði hækkað.
Búið er að setja inn tengil á heimasíðu sveitarfélagsins svo að hægt sé að sækja um rafrænt.

3.Styrkumsókn v. þátttöku á heimsmeistaramóti

2307058

Fara yfir mál sem barst frá sveitarstjórn
HÍÆ nefnd leggur til að veita Elvari Þormarssyni styrk að upphæð 150.000 krónur vegna kostnaðar og frábærs árangurs á Heimsmeistaramóti hestamanna sem fram fór í Hollandi fyrr í sumar.

4.Samfellan 2023-2024

2308064

Íþrótta og æskulýðsfulltrúi fer yfir iþrótta og æskulýðsstarfið í vetur.
Ólafur Örn fór yfir samfellu og íþróttaskipulag fyrir veturinn 2023-2024. Nýjar greinar sem koma inn í íþróttastarfið eru fimleikar og judo. Íþróttahúsið er nú nánast fullbókað alla daga og öll kvöld.

5.Folfvöllur

2309001

Hugmyndir um breytingu á Folf velli.
Nefndarmenn fóru fyrir hugmyndir að nýjum velli. Ólafi Erni falið að kostnaðarmeta framkvæmdir.

6.Endurskoðun gjaldskrár Íþróttamiðstöðvar

2309016

Híæ nefnd fór yfir gjaldskrána og afgreiðslu hennar frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 18:00.