241. fundur 19. október 2023 kl. 08:15 - 09:17 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Christiane L. Bahner varamaður
    Aðalmaður: Tómas Birgir Magnússon
  • Rafn Bergsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Formaður byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdir við fundarboð.

1.Umsókn um lóð - Höfðavegur 1-6

2211046

Festi hf óskar eftir 6 mánaða framlengingu á áðurveittu vilyrði fyrir úthlutun lóðanna Höfðavegur 1 til 6 á Hvolsvelli.
Byggðarráð samþykkir að veita 6 mánaða framlenginu á áður veittu vilyrði og gildir það nú til 30. apríl 2024. Á þeim tíma verði unnið að sameiningu hluta lóðanna, þannig að hægt verði að úthluta þeim lóðum sem ekki verði nýttar undir húsnæði Festis til annara.

Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

2.Hlíðarvegur 14; Kauptilboð

2307024

Fyrir liggur endurnýjað kauptilboð í eigninga Hlíðarveg 14.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera gagntilboð í eignina í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
Christiane L. Bahner víkur af fundi undir afgreiðslu málsins.

3.Tónsmiðja Suðurlands; Ósk um greiðslu námsgjalda vegna tónlistarnáms

2310005

Nemar við Tónsmiðju Suðurlands óska eftir styrk til greiðslu námsgjalda vegna tónlistarnáms.
Byggðarráð samþykkir umsókn um styrk til tónlistarnáms að þeirri fjárhæð sem Jöfnunarsjóður sveitarfélaga endurgreiði sveitarfélaginu vegna námsins.

Samþykkt með tveimur atkvæðum.
Christiane L. Bahner kemur aftur til fundar.

4.Ósk um styrk vegna verknáms

2309009

Málinu var frestað á 239. fundi byggðarráðs og sveitastjóra falið að afla frekari gagna í málnu.

Tveir starfsmenn Kirkjuhvols sem stunda nám á sjúkraliðabraut fjölbrautarskóla Vestmannaeyja óska eftir styrk frá sveitarfélaginu á meðan verknámstíma stendur.
Byggðarráð hafnar ósk um styrk.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

5.Beiðni um styrk til Æskulýðsnefndar kirkna í Rangárvallasýslu - 2023

2310022

Lagt fram erindi Æskulýðsnefndar kirkna í Rangárvallasýslu þar sem óskað er eftir styrk fyrir mótshald með væntanlegum fermingarbörnum í sýslunni sem haldið verður í Vatnaskógi.
Byggðarráð Rangárþings eystra samþykkir með þremur samhljóða atkvæðum styrk að upphæð kr. 165.000.- til stuðnings Æskulýðsnefndar kirkna í Rangárþingi.

6.Heilbrigðisnefnd Suðurlands; Aðalfundarboð

2310029

Boðað er til aðalfundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands 27. október.
Tillaga er um að aðalmenn aðalfundi HSL verði: Tómas Birgir Magnússon, Árný Hrund Svavarsdóttir, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Rafn Bergsson og Bjarki Oddson. Til vara: Guri Hilstad Ólason, Anton Kári Halldórsson, Christiane L. Bahner, Elvar Eyvindsson og Kolbrá Lóa Ágústdóttir.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

7.Umsókn um tækifærisleyfi; Októberfest KFR

2309090

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Rangárþings eystra, um tækifærisleyfi Októberfest KFR.
Viðburður hefur þegar farið fram og sveitarstjóri veitt jákvæða umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

8.Bergrisinn; 62. fundur stjórnar; 28.08.23

2310024

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 62. fundar stjórnar Bergrisans.
Fundargerð lögð fram.

9.Bergrisinn; 63. fundur stjórnar; 18.09.23.

2310025

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 63. fundar stjórnar Bergrisans.
Fundargerð lögð fram.

10.Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns ehf 2023; Fundargerð

2310053

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð aðalfundar Vottunarstofunnar Túns.
Fundargerð lögð fram.

11.320. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2.10.23

2310006

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 320. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð lögð fram.

12.Heilbrigðisnefnd Suðurlands; 231. fundargerð

2310028

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 231. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands
Fundargerð lögð fram.

13.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2023

14.Fyrirhuguð niðurfelling Torfastaðavegar af vegaskrá

2308022

Lagt fram bréf Vegagerðarinnar um fyrirhugaða niðurfellingu hluta Torfastaðavegar af vegaskrá.
Lagt fram til kynningar.

15.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfelling Seljavallavegar (2311-01)

2310054

Lagt fram bréf Vegagerðarinnar um fyrirhugaða niðurfellingu Seljavallavegar af vegaskrá.
Lagt fram til kynningar.
Skrifstofu- og fjármálastjóra falið að hafa samband við Vegagerðina vegna málsins.

16.EBÍ; Ágóðahlutagreiðsla 2023

2310051

Lagt fram til kynningar bréf EBÍ um ágóðahlutagreiðslu 2023.
Lagt fram til kynningar.

17.Beiðni um umsögn landshlutasamtaka sveitarfélaga um svæðisbundið samráð sveitarfélaga í þágu farsældar barna

2310002

Lagt fram til kynningar bréf Mennta- og barnamálaráðuneytisins þar sem ráðuneytið óskar eftir umsögn landshlutasamtaka sveitarfélaga um svæðisbundið samráð sveitarfélaga í þágu farsældar barna.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:17.