Kvenkyns starfsmaður óskast í vaktavinnu við íþróttamiðstöðina á Hvolsvelli. Starfið felst í því að vakta útisvæði sundlaugarinnar, klefagæslu, þrifum og afgreiðslu. Um er að ræða 100% starf morgun-, kvöld og helgarvaktir.
Smalanir og réttir í Rangárþingi eystra, haustið 2024
10. bekkur í Hvolsskóla verður með sjoppu á Kjötsúpuhátíðinni. En þetta er hluti af fjaröflun þeirra fyrir útskriftarferðinni sem verður farinn í vor. Sjoppan verður opin í tjaldinu á meðan dagskrá er þar. Athugið að á sunnudeginum verður hún í íþróttahúsinu.
Nú má segja að Kjötsúpuhátíðin sé farin af stað því í gærkvöldi buðu þau Eyvindur og Aðalheiður á Stóru-Mörk 1 heim í súpu sem var virkilega vel sótt. Næst á dagskránni eru viðburðir fimmtudagsins en þá eru flestir íbúar langt komnir með að skreyta og gera umhverfið okkar skemmtilegt. Á hátíðardagskránni á laugardag verða svo veitt verðlaun fyrir skemmtilegasta garðinn og best skreyttu götuna.
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.