Kjötsúpuhátíð - Fimmtudagur
Nú má segja að Kjötsúpuhátíðin sé farin af stað því í gærkvöldi buðu þau Eyvindur og Aðalheiður á Stóru-Mörk 1 heim í súpu sem var virkilega vel sótt.
Næst á dagskránni eru viðburðir fimmtudagsins en þá eru flestir íbúar langt komnir með að skreyta og gera umhverfið okkar skemmtilegt.
Á hátíðardagskránni á laugardag verða svo veitt verðlaun fyrir skemmtilegasta garðinn og best skreyttu götuna.
28.08.2024
Fréttir