Tilkynning frá Kirkjuhvoli
Frá og með deginum í dag og út næstu viku er lokað fyrir heimsóknir til íbúa. Staðan verður endurmetin eftir næstu helgi eða 12. október n.k. Er þetta gert með hagsmuni íbúa að leiðarljósi í kjölfar fjölgunar smita á Suðurlandi en nauðsynlegt er að fá tíma til að sjá hvernig málin munu þróast.
Skrifstofan að Austurvegi 4 lokar tímabundið fyrir gestakomur
Ákveðið hefur verið að loka skrifstofu sveitarfélagsins og þeirra fyrirtækja sem eru með aðstöðu að Austurvegi 4 fyrir gestakomum um óákveðinn tíma.
Umhverfisverðlaun Landgræðslunnar 2020
Í ár hlaut Rangárþing eystra verðlaunin fyrir friðun og uppgræðslu á Emstrum.
Rafmagnslaust verður í Fljótshlíð ásamt Þórsmörk aðfaranótt 02.10.2020
Rafmagnið verður tekið af frá kl. 00:00 til 04:00 vegna tengivinnu.
1. október breytist opnunartíminn á Strönd
opið mán-fim 13:30-17:00, fös 13:30-16:00 og laug 11:00-15:00