Fjárhagsáætlun 2026 samþykkt: Lækkun fasteignagjalda og nýr frístundastyrkur
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 við síðari umræðu á fundi sínum í síðustu viku. Áætlunin ber með sér að rekstur sveitarfélagsins er í góðu jafnvægi og gert er ráð fyrir jákvæðri rekstarniðurstöðu sem nemur 107 milljónum króna í A-hluta.
Við gerð áætlunarinnar var lögð áhersla á að styrkja þjónustu við íbúa og mæta hækkunum á fasteignamati með lækkun álagningarprósenta, auk þess að halda áfram uppbyggingu innviða.
19.12.2025
Fréttir