Opið er fyrir unglinga fædda 2009 - 2012 til skráningar í vinnuskóla Rangárþings eystra fyrir sumarið 2025 til 23. maí.
Í ár er starfstími vinnuskólans tvískiptur, annars vegar verður vinnuskólinn starfræktur á tímabilinu 2. júní til 18. júlí fyrir öll ungmenni. Síðustu tvær vikurnar í júlí verður vinnuskólinn í fríi fyrir öll ungmenni. Á móti verður boðið upp á vinnu fyrir ungmenni í 8., 9. og 10. bekk á tímabilinu 6. ágúst til 15. ágúst, á því tímabili verður sérstök áhersla lögð á að gera sveitarfélagið snyrtilegt fyrir Kjötsúpuhátíðina sem haldin verður síðar í mánuðinum.
Vinnutími vinnuskólans er á mánudögum til fimmtudaga frá klukkan 9:00 til 16:00 og á föstudögum milli 9:00 og 12:00. Börn fædd 2012 geta ýmist valið að vinna fyrir eða eftir hádegi á mánudögum til fimmtidaga.
Nánari upplýsingar um vinnuskólan er hægt að nálgast í Handbók vinnuskólans 2025.
Umsóknareyðublöð eru hèr á heimasíðu Rangárþings eystra
Fundur með umsækjendum og forráðamönnum þeirra verður auglýstur þegar nær dregur.