Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auglýsir laust til umsóknar starf teymisstjóra í barnavernd og farsældarþjónustu. Um er að ræða 100 % starfshlutfall. Næsti yfirmaður er framkvæmdarstjóri félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.
Katla jarðvangur hefur hlotið Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 2025. Verðlaunin eru veitt fyrir vel heppnaða hönnun og bætt öryggi við nýjan útsýnisstíg og myndatökustað við Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Verkefnið er samstarfsverkefni Kötlu jarðvangs, Rangárþings eystra og landeigenda.
Eftir síðasta rok hefur töluvert magn af léttu rusli fokið til í nærumhverfi okkar. Mikið af rusli hefur staðnæmst í beðum garða og við trjágróður. Þetta er bæði sjónmengun og getur haft neikvæð áhrif á dýralíf og náttúru.
Starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins hefur skilað skýrslu um fýsileika þess að stofna þjóðgarð í Þórsmörk. Meginniðurstaða hópsins, sem skipaður var í framhaldi af beiðni frá sveitarfélaginu Rangárþingi eystra, er sú að ekki sé tímabært að leggja til stofnun þjóðgarðs að svo komnu máli.
Vissir þú að á grenndarstöðvunum okkar hér í Rangárþingi safnast að jafnaði um 1.200 kíló af textíl í hverjum einasta mánuði? Þetta er talsvert magn þegar horft er til íbúafjölda og sýnir svart á hvítu hversu mikið af fatnaði og öðrum textíl við látum frá okkur.