Kór Hvolsskóla undir stjórn Ingibjargar Erlingsdóttur syngur inn jólin ásamt gestum í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli. Miðaverð er 4500 krónur en 1500 krónur fyrir börn á grunnskólaaldri. Frítt fyrir leikskólabörn. Forsöluverð: 4000 krónur yfir fullorðna og 1000 krónur fyrir grunnskólabörn. Vinsamlegast sendið póst á steina@hvolsskoli.is til að panta miða í forsölu.
Sveitarfélögin Rangárþing ytra og Rangárþing eystra í samstarfi við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga auglýsa laust til umsóknar starf byggðaþróunarfulltrúa.
Boðað er til árlegra aðventutónleika í Menningarsal Oddasóknar 20. nóvember kl. 20:00
293. fundur Byggðarráðs verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, fimmtudaginn 20. nóvember 2025 og hefst kl. 08:15
Framkvæmdum við nýtt bílastæði sveitarfélagsins Rangárþings eystra á Skógum er nú lokið og gjaldtaka hafin. Ný salerni hafa jafnframt verið opnuð við nýju bílastæðin. Í samræmi við gildandi deiliskipulag sveitarfélagsins og stjórnunar- og verndaráætlun fyrir svæðið, skulu bílastæðin færð út fyrir hið friðlýsta svæði og náttúrulegt ástand þess endurheimt. Á grundvelli þessara áætlana verður lokað fyrir umferð ökutækja inn á friðlýsta svæðið á Skógum frá og með 1. janúar 2026.