Hér í Rangárþingi eystra og í allri Rangárvallasýslu er mikið úrval af allskonar verslun og þjónustu. Nú fyrir jólahátíðina er rétt að huga að því að það þarf ekki alltaf að leita langt yfir skammt og flest sem vantar má finna hér í heimabyggð, sérstaklega þegar veður og færð geta spillst fljótt.
Kór Hvolsskóla undir stjórn Ingibjargar Erlingsdóttur syngur inn jólin ásamt gestum í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli. Miðaverð er 4500 krónur en 1500 krónur fyrir börn á grunnskólaaldri. Frítt fyrir leikskólabörn. Forsöluverð: 4000 krónur yfir fullorðna og 1000 krónur fyrir grunnskólabörn. Vinsamlegast sendið póst á steina@hvolsskoli.is til að panta miða í forsölu.
Sveitarfélögin Rangárþing ytra og Rangárþing eystra í samstarfi við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga auglýsa laust til umsóknar starf byggðaþróunarfulltrúa.
Boðað er til árlegra aðventutónleika í Menningarsal Oddasóknar 20. nóvember kl. 20:00
293. fundur Byggðarráðs verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, fimmtudaginn 20. nóvember 2025 og hefst kl. 08:15