Þann 1. Maí síðastliðinn bauð Southcoast Adventure heimilisfólki á Kirkjuhvoli og Lundi í ferð í Þórsmörk. Þetta er í fjórða sinn sem Southcoast býður heimilisfólki í þessa skemmtilegu ferð. 
Síðastliðinn laugardag, þann 10. maí, fór fram Fjölmenningarhátíð Rangárþings í íþróttahúsinu á Hvolsvelli.
Vegna rafmagnsleysis sem Rarik hefur boðað miðvikudaginn 14. maí frá kl. 00:30 til kl. 04:30, verða allar dælustöðvar á svæði Rangárveitna rafmagnslausar um stund. Þetta mun valda tímabundnu vatnsleysi eða lækkandi vatnsþrýstingi hjá flestum notendum á svæðinu.
Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu auglýsir eftir starfsmanni í félagslega heimaþjónustu í Rangárþingi, og sumarafleysingar í Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi.
Hér að neðan má sjá skemmtilega grein um Fjölmenningarhátíðina sem haldin verður á morgun í íþróttahúsinu á Hvolsvelli á morgun laugardaginn 10.maí.