289. fundur Byggðarráðs  verður haldinn í fjarfundi, fimmtudaginn 2. október 2025 og hefst kl. 08:15
Spáð er mikilli rigningu á Suðurlandi, Suðausturlandi, Austfjörðum og Miðhálendinu í kvöld, nótt og framan af morgundegi. Hvassviðri nokkuð víða á landinu á morgun, hyggilegt að ganga frá lausamunum svo þeir fjúki ekki.
Foreldrafélag Holsskóla býður til fyrirlesturs um mikilvægi heimalesturs, miðvikudaginn 8. október kl. 17:00 í litla salnum í Hvolnum. Hlín Magnúsdóttir mun koma og fræða okkur um mikilvægi heimalesturs barna. Hlín starfar sem deildarstjóri stoðþjónustu í Helgafellsskóla og hefur víðtæka þekkingu og reynslu á kennsluaðferðum, málþroska og læsi. Fyrirlesturinn er öllum opinn.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í haustúthlutun Uppbyggingarsjóð Suðurlands 2025. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileika atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið að verkefni efli menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi.
Rangárþing eystra og tengdir aðilar óska eftir tilboðum í vátryggingar fyrir tímabilið 2026-2028