Nú styttist í aðventuna og einn af föstum liðum í undirbúningi okkar er leit að hinu fullkomna jólatré til að lýsa upp miðbæjartúnið.
291. fundur Byggðarráðs verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, fimmtudaginn 6. nóvember 2025 og hefst kl. 08:15
Sögulegur áfangi náðist á ársþingi samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi (SASS) en öll 15 sveitarfélögin í landshlutanum ásamt öllum þjónustuveitendum sem vinna að málefnum barna á Suðurlandi undirrituðu samstarfsyfirlýsingu um stofnun Farsældarráðs Suðurlands. Þetta er í fyrsta sinn sem öll sveitarfélögin sameinast með þessum hætti um að setja velferð barna í forgang.
Íbúum og sveitungum í Ásahrepp, Rangárþingi ytra og Rangárþingi eystra er boðið á íbúafund á vegum HSU og sveitarfélagana miðvikudaginn 5.nóvember milli 18 og 19 í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli.
Fjöldi kvenna í Rangárþingi safnaðist saman á Hvolsvelli miðvikudaginn 23. október til að taka þátt í kvennaverkfallinu 2025. Þátttakendur héldu kröfugöngu um bæinn og sýndu þannig samstöðu með konum um allt land sem lögðu niður vinnu þennan dag undir slagorðinu „Jafnrétti er ekki sjálfgefið“.