338. fundur sveitarstjórnar verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, fimmtudaginn 15. maí 2025 og hefst kl. 12:00
Vorhreinsun er í fullum gangi í þessari viku á götum bæjarins. Götusópari frá Hreinsitækni vinnur nú hörðum höndum að því að sópa götur.
Þann 1. Maí síðastliðinn bauð Southcoast Adventure heimilisfólki á Kirkjuhvoli og Lundi í ferð í Þórsmörk. Þetta er í fjórða sinn sem Southcoast býður heimilisfólki í þessa skemmtilegu ferð. 
Síðastliðinn laugardag, þann 10. maí, fór fram Fjölmenningarhátíð Rangárþings í íþróttahúsinu á Hvolsvelli.
Rangárþing eystra auglýsir eftir leigutökum til að nýta lóðir innan þjóðlendumarka í Þórsmörk, Goðalandi og við Emstrur(Botnar). Leyfi Rangárþings eystra þarf til að nýta land og landsréttindi á svæðinu, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlenda og afrétta. Jafnframt þarf samþykki forsætisráðuneytisins þar sem umrædd nýting á að vara lengur en til eins árs, sbr. 2. mgr. 3. Gr. sömu laga.