Eins og undanfarin ár verður sveitarfélagið Rangárþing eystra með leikjanámskeið fyrir yngstu börn grunnskóla. Að þessu sinni er námskeiðið fyrir börn fædd 2015-2018. Boðið verður upp á fjögur námskeið og stendur hver þeirra yfir í eina viku. Námskeiðið er frá kl. 09:00 – 12:00 alla morgna en boðið verður upp á gæslu frá kl. 08:00. Verð er 5000 krónur fyrir hvert námskeið nema dagana 16. – 20. júní en þá er það 4000 kr. vegna 17. júní.

Reynt verður að hafa námskeiðið fjölbreytt, leikir bæði inni í íþróttahúsi og úti, sund og gönguferðir.

Umsjón hafa sömu aðilar og í fyrra þeir Aron Lilja og Óðinn Magnússon ásamt starfsmönnum úr vinnuskóla Rangárþings eystra.

Skráning fer fram á abler.io

 

Frekari upplýsingar veitir Ólafur Örn Oddsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi í netfanginu olafurorn@hvolsvollur.is