Íbúum og sveitungum í Ásahrepp, Rangárþingi ytra og Rangárþingi eystra er boðið á íbúafund á vegum HSU og sveitarfélagana miðvikudaginn 5.nóvember milli 18 og 19 í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli.
Fjöldi kvenna í Rangárþingi safnaðist saman á Hvolsvelli miðvikudaginn 23. október til að taka þátt í kvennaverkfallinu 2025. Þátttakendur héldu kröfugöngu um bæinn og sýndu þannig samstöðu með konum um allt land sem lögðu niður vinnu þennan dag undir slagorðinu „Jafnrétti er ekki sjálfgefið“.
Eins og sjá má í þessari frétt á skak.is er skákdeild Dímonar að gera góða hluti í Evrópumeistaramóti taflfélaga (European Chess Club Cup) sem fram fer í Ródos á Grikklandi með metþátttöku.
Rangárþing eystra auglýsir eftir tilboðum í umsjón með bílastæðum og salernum við Skógafoss.
Þann 14.október s.l. fóru nemendur í 7.bekk Hvolsskóla að Sólheimajökli til að mæla hversu mikið jökullinn hafði breyst frá árinu 2024, en 7.bekkur hefur gert þessar mælingar frá árinu 2010. Mælingin fer þannig fram að búið er að setja skilti við fyrsta gps punktinn og síðan er næsti puntur í 100 metra fjalægð og síðan er þriðji punkturinn við jökulsporðinn.