Framkvæmdum við nýtt bílastæði sveitarfélagsins Rangárþings eystra á Skógum er nú lokið og gjaldtaka hafin. Ný salerni hafa jafnframt verið opnuð við nýju bílastæðin. Í samræmi við gildandi deiliskipulag sveitarfélagsins og stjórnunar- og verndaráætlun fyrir svæðið, skulu bílastæðin færð út fyrir hið friðlýsta svæði og náttúrulegt ástand þess endurheimt. Á grundvelli þessara áætlana verður lokað fyrir umferð ökutækja inn á friðlýsta svæðið á Skógum frá og með 1. janúar 2026.
Vikuna 17. – 21. nóvember stendur yfir jafnréttisvika í Hvolsskóla. Ár hvert er haldin jafnréttisvika í skólanum þar sem nemendur taka þátt í viðburðum og fræðslu frá mismunandi samtökum um ýmislegt er viðkemur jafnrétti. Jafnréttiskennsla er í dag hluti af námsskrá fyrir mið- og elsta stig í grunnskólum og er virkilega vel staðið að þeirri kennslu í Hvolsskóla.
Það var gleðilegur dagur fyrir sveitarfélagið okkar miðvikudaginn 12. nóvember þegar Leikskólinn Aldan á Hvolsvelli hlaut Íslensku hljóðvistarverðlaunin 2025. Dómnefnd veitti leikskólanum viðurkenninguna fyrir framúrskarandi hljóðvist, en verðlaunin eru samstarfsverkefni Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) og ÍSHLJÓÐS.
Er geymslan orðin full? Fataskápurinn að springa? Börnin hætt að leika með dótið?
Sveitungar okkar þær Hulda, Sigríður og María Sigurjónsdætur frá Mið-Mörk undir Eyjafjöllum náðu frábærum árangri á Special Olypics í Cluj í Rúmeníu um helgina.