Um helgina fer fram Landsmót íslenskra barnakóra á Hvolvelli og er þetta í 22.sinn sem tónmenntakennarafélag Íslands heldur mótið eða frá árinu 1977. Um 200 börn víðsvegar af suðvesturhorni landsins koma saman og bæði syngja og skemmta sér um helgina.
Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er niðurstaða sveitarstjórnar kynnt vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi Rangárþings eystra
Rangárþing eystra óskar eftir að ráða jákvæðan og drífandi einstakling í starf umhverfis- og garðyrkjustjóra sveitarfélagsins. Um fjölbreytt framtíðarstarf er að ræða sem krefst góðrar færni og útsjónarsemi við að viðhalda fögru umhverfi í sveitarfélaginu.
Fimm sveitarfélög sameina krafta sína með nýrri vefsíðu. Íbúar í Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Ásahreppi, Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi geta nú fagnað tilkomu nýrrar sameiginlegrar frístunda- og viðburðasíðu sem ber nafnið Suðurlíf. Síðunni er ætlað að sameina alla viðburði og frístundir í sveitarfélögunum á einn stað til að einfalda íbúum að finna viðburði, íþróttastarf og aðrar frístundir sem standa til boða.
Það var mikið um að vera í morgun á skrifstofunni okkar þegar Guðlaugur Þór, umhverfis- orku og loftlagsráðherra kom ásamt gestum til að kynna nýja stofnun sem staðsett verður á Hvolsvelli. Náttúruverndarstofnun verður með höfuðstöðvar í ráðhúsi Rangárþings eystra og munu alls 75 starfsmenn vinna hjá stofnuninni víðsvegar um landið. Þá var líka sagt frá því að Gestur Pétursson yrði nýr forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar.