Ert þú með góðar myndir úr Rangárþingi eystra?
Við höfum sett upp nýjan vef til að safna saman myndum úr fallega sveitarfélaginu okkar. Okkur vantar fjölbreytt myndefni, hvort sem það eru landslagsmyndir, myndir af byggingum eða bara myndir sem fanga mannlífið hér í héraðinu.
Myndirnar sem safnast gætu verið notaðar við birtingar á heimasíðu , útgefnu efni á netinu eins og minnisblaði sveitarstjóra og samfélagsmiðlum sveitarfélagsins. Þetta er góð leið til að hjálpa okkur að sýna það sem Rangárþing eystra hefur upp á að bjóða.
Vefurinn er nýr og því gætu leynst á honum einhverjir hnökrar fyrst um sinn. Ef þið rekist á vandamál við notkun hans þætti okkur vænt um að fá ábendingu á netfangið simmi@hvolsvollur.is svo við getum lagað það sem fyrst.