316. fundur 14. september 2023 kl. 12:00 - 13:15 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson aðalmaður
  • Kolbrá Lóa Ágústsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Rafn Bergsson
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir aðalmaður
  • Árný Hrund Svavarsdóttir aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Oddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundargerð.
Oddviti óskar eftir að bæta einu máli á dagskrá fundar. Mál númer 26 fundargerð 30. fundar skipulags og umhverfisnefndar. Einnig óskar oddviti eftir að fella tvö mál af dagsskrá, sem þegar hafa þegar hlotið afgreiðslu, mál nr 5 Umsón um framkvæmdaleyfi - Fagrafell og mál nr 6 Landskipti - Óskipt land Skarðshlíðarbæjanna. Aðrir liðir færast eftir því. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Í fundarsalnum sitja Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri, Árný Hrund Svavarsdóttir, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Bjarki Oddsson, Guri Hilstad Ólason, Kolabrá Lóa Ágústsdóttir í fjarveru Rafns Bergssonar og oddviti Tómas Birgir Magnússon. Margrét Jóna Ísólfsdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri sem ritar fundargerð og sér um útsendingu.

1.Minnisblað sveitarstjóra; 14. september 2023

2309035

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um helstu verkefni liðinna vikna.
Til máls tóku: AKH og GHÓ
Lagt fram til kynningar.

2.Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2024

2309017

Lagt fram bréf Stígamóta frá 30. ágúst 2023, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi Rangárþings eystra til Stígamóta.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að verða ekki við stykbeiðni frá Stígamótum, enda hefur Rangárþing eystra verið að styrkja Sigurhæðir sem er þjónusta af svipuðum toga á Suðurlandi og því nær þjónustuþegum okkar byggðalags.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

3.Vistgata - Vallarbraut

2309014

Ósk barst til sveitarfélagsins að breyta hluta af Vallarbraut, við íþrótta, leik- og grunnskóla í vistgötu.

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið: Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna tillögu að bættu umferðaröryggi við skóla- og íþróttasvæði.
Til máls tóku: BO og TBM.
Sveitarstjórn þakkar fyrir góða tillögu og staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

4.Fyrirspurn - Hleðslustöðvar ON í Rangárþingi eystra

2308076

Sveitarstjóri og skipulags- og byggingarfulltrúi sátu fund með Orku Náttúrunnar um framtíðarsýn sveitarfélagsins á hleðslustöðum í Rangárþingi eystra.

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið: Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í málið og óskar eftir kynningu frá ON.
Til máls tóku: TBM og BO.
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið og tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

5.Deiliskipulag - Rauðsbakki 2

2308077

Hrísey ehf. óskar eftir breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins, að þremur hlutum úr landi Rauðafells 2, L163707 verði breytt úr landbúnaðarlandi (L) í verslun og þjónustu (VÞ), alls 36,1 ha. af um 75,4 ha. svæði.

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tók: BO.
Sveitarstjórn samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og að hún verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

6.Deiliskipulag - Miðeyjarhólmur

2202040

Deiliskipulagið tekur til jarðarinnar Miðeyjarhólma L163884. Fyrirhugað er að stofna lögbýli á jörðinni og stunda þar landbúnað. Innan byggingarreits B1 er gert ráð fyrir 2 íbúðarhúsum, hvort um sig allt að 600 m2 að stærð, 3 frístundahúsum hvert um sig allt að 250 m2 að stærð og landbúnaðarbyggingum sem eru að heildarstærð allt að 5800 m2.

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði: Tillagan var auglýst frá 14.júní 2023 með athugasemdafrest til og með 26.júlí 2023. Athugasemdir bárust frá Minjastofnun Íslands, samið hefur verið um að hafa skuli samband við minjavörð Suðurlands áður en frekari afmörkun framkvæmdarsvæða innan skipulagssvæðisins. Ábendingar Veðurstofunnar hafa einnig verið teknar til skoðunar. Engar aðrar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunar. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir einnig á kafla 2.4.2 í aðalskipulagi sveitarfélagsins, fari skógrækt yfir 3. samfellda hektara skuli fara fram breyting á aðalskipulagi. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við Sveitarstjórn að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

7.Landskipti - Stóra-Mörk 3B

2309023

Ásgeir Árnason óskar eftir að stofna nýja landeign, Stóra-Mörk 3d úr upprunalandinu Stóra-Mörk 3 skv. meðfylgjandi lóðarblaði. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi: Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

8.Deiliskipulag - Ytra Seljaland

2205094

Hnaukar ehf óska eftir heimild til deiliskipulagsgerðar á svæði undir 39 frístundahúsalóðir. Á hverri lóð verður heimilt að byggja allt að 130 m2 hús ásamt 25 m2 geymslu/gestahúsi. Mesta mænishæð er 6,0 m frá gólfkóta.
Afgreiðslu málsins frestað.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

9.Deiliskipulag - Bólstaður

2309030

Með deiliskipulaginu er verið að staðfesta landnotkun svæðisins. Skipulagssvæðið er 3,1 ha. að stærð. Heimilt verður að byggja 100 m2 fjallaskála með gistileyfi fyrir 20 manns ásamt skaálvarðarhúsi.

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi og að það verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

10.Deiliskipulag - Mosar

2309028

Með deiliskipulaginu er verið að staðfesta landnotkun svæðisins. Stofnaðar verða tvær lóðir, annarsvegar verður heimilt að byggja 100 m2 fjallaskála ásamt 25 m2 geymslu og hins vegar verður heimilt að halda við eða byggja nýtt hestahús, 80 m2 að stærð.

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi og að það verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

11.Deiliskipulag - Þórólfsfell

2309024

Með deiliskipulaginu er verið að staðfesta landnotkun svæðisins. Skipulagssvæðið er 2 ha. að stærð. Heimilt verður að byggja 120 m2 fjallaskála með gistileyfi fyrir 20 manns, 80 m2 gestahúsi og allt að 40 m2 geymslu.

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi og að það verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

12.

2309038

Veiðifélag Eystri bakka Hólsár óskar eftir landskiptum. Hin nýja lóð verður hektari að stærð og fær staðfangið Ytri-Hóll 2.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

13.Deiliskipulag - Snotruholt

2304086

Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi á ca 3,3 ha svæði úr landi Snotru L163897. Gert er ráð fyrir allt að fimm gestahúsum til útleigu fyrir ferðamenn. Hvert hús er allt að 70 m2 að stærð með mænishæð allt að 6,0m frá botnplötu.

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði: Tillagan var auglýst frá 14.júní 2023 með athugasemdafrest til og með 26.júlí 2023 sl. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunar. Heilbrigðiseftirlit suðurlands bendir á ósamræmi í greinargerð og vísar í reglugerð 798/1999 um að sameina skólp og fráveitur.

Nefndin samþykkir uppsetta tillögu að viðbrögðum við athugasemdum í meðfylgjandi skjali. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

14.Hula bs; Úrsögn úr byggðasamlagi

2309039

Lögð er fram tillaga um að Rangárþing eystra segi sig úr byggðasamlaginu Hulu bs.
Til máls tóku: AKH, GHÓ
Sveitarstjórn samþykkir að lögð verði fram tillaga, fyrir næsta aðalfund Hulu BS, um úrsögn Rangárþings eystra úr byggðasamlaginu.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

15.Umsögn vegna rekstrarleyfis - Langidalur, Ferðafélag Íslands

2309034

Sýslumaður Suðurlands óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir fjallaskálanum í Langadal skv. meðfylgjandi gögnum.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsöng.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

16.Umsögn vegna rekstrarleyfis - Réttarmói 8

2308063

Sýslumaður Suðurlands óskar eftir umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs í flokki II-G að Réttarmóa 8, 861 Hvolsvelli. kipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina fyrir íbúðabyggðinni við Réttarmóa og Gimbratún. Afgreiðslu málsins er frestað á meðan að grenndarkynning stendur yfir.
Afgreiðslu málsins er frestað á meðan grenndarkynning stendur yfir.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

17.Byggðarráð - 234

2306005F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 234. fundar byggðarráðs.
Til máls tóku: GHÓ, BO, AKH og TBM.
Fundargerð staðfest í heild.

18.Byggðarráð - 235

2306009F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 235. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Byggðarráð - 235 Byggðarráð samþykkir með þremur samhljóða atkvæðum samþykktir Öldunarráðs Rangárvallasýslu.
  • Byggðarráð - 235 Byggðarráð samþykkir með þremur samhljóða atkvæðum samþykktir um staðvísa og önnur skilti í Rangárþingi eystra.
  • Byggðarráð - 235 Byggðarráð samþykkir endurskoðaðan samning um refaveiðar í Rangárþingi eystra. Byggðarráð ítrekar þó fyrri bókanir byggðarráðs og sveitarstjórnar um sama mál, þar sem löggð er áhersla á að framlag Umhverfisstofnunar í þátttöku á kostnaði vegna minka- og refaveiða dugi skammt miðað við þann kostnað sem sveitarfélagið leggi í málaflokkinn á hverju ári.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 235 Byggðarráð hafnar ósk um leigu á félagsheimilinu Fossbúð.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 235 Byggðarráð veitir VHT ehf vilyrði fyrir lóðum í miðbæ Hvolsvallar. Vilirðið gildir til 30. september 2023.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 235 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 235 Byggðarráð samþykkir með þremur samhljóða atkvæðum að tjaldið verði reist á lóð sveitarfélagsins, við Hlíðarveg 14.
  • Byggðarráð - 235 Byggðarráð gerir ekki athugasemd við landskiptin og við hið nýja staðfang.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 235 Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykktir heimild til deiliskipulagsgerðar skv. meðfylgjandi tillögu. Ennfremur samþykkir sveitarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins í samræmi við 1.mgr. 36. gr skipulagslaga 123/2010.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 235 Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • 18.11 2303040 Deiliskipulag - Laxhof
    Byggðarráð - 235 Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 235 Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykktir heimild til deiliskipulagsgerðar skv. meðfylgjandi tillögu.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 235 Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 235 Byggðarráð samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 235 Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykktir heimild til deiliskipulagsgerðar skv. meðfylgjandi tillögu. Ennfremur samþykkir sveitarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins í samræmi við 1.mgr. 36. gr skipulagslaga 123/2010.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 235 Byggðarráð samþykkir að vinna við breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2020-2032 skv. meðfylgjandi beiðni.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 235 Fundargerð staðfest í heild sinni.
  • 18.18 2306007F Fjölskyldunefnd - 10
    Byggðarráð - 235 Fundargerð staðfest í heild sinni.
  • Byggðarráð - 235 Fundargerð staðfest í heild sinni.
  • Byggðarráð - 235 Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 235 Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 235 Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 235 Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 235 Fundargerð lögð fram til kynningar.

19.Byggðarráð - 236

2307001F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 236. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild.

20.Byggðarráð - 237

2307002F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 237. fundar byggðarráðs.
Til máls tóku: GHÓ og AKH.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Byggðarráð - 237 Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð í eignina Hlíðarvegur 14.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 237 Byggðarráð tekur undir það sem fram kemur í minnislbaðinu og óskar eftir því að gengið verði á merki jarðanna til að geta skorið úr um þau með afdráttarlausum hætti. Sveitarstjóra falið að boða lögmenn og landeigendur til slíks fundar.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • Byggðarráð - 237 Byggðarráð hafnar beiðni um styrkveitingu.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 237 Byggðarráð felur sveitarstjóra að boða meðeigendur félagsheimila í sveitarfélaginu til fundar þar sem framtíð félagsheimilanna verði rædd.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 237 Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð - 237 Skólastjóra og sveitarstjóra falið svara erindi ráðuneytis og veita umbeðnar upplýsingar.
  • Byggðarráð - 237 Byggðarráð óskar Elvari og Fjalladís velfarnaðar á heimsmeistaramótinu og vísar erindinu til afgreiðslu í heilsu, íþrótta- og æskulýðsnefnd.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 237 Byggðarráð staðfestir ársreikning hjúkrunar- og dvalarheimilisins Kirkjuhvols fyrir árið 2022.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • Byggðarráð - 237 Lagt fram til kynningar. Byggðarráð vísar Grænbók um skipulagsmál til kynningar fyrir skipulags- og umhverfisnefnd sveitarfélagsins.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 237 Lagt fram til kynningar.

21.Byggðarráð - 238

2308004F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 238. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Byggðarráð - 238 Byggðarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar D-gata 8a og 8b til Ástu Snorradóttur.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 238 Byggðarráð samþykkir með þremur samhljóða atkvæðum námsvist utan lögheimilis.
  • Byggðarráð - 238 Byggðarráð samþykkir uppfærða samþykkt um gatnagerðargjöld í Rangárþingi eystra.
    Breytingin felur í sér eftirfarandi breytingu á gjöldunun:
    Einbýlishús úr 8,50% í 9,0%, par-, rað- og tvíbýlis- og keðjuhús úr 7,50% í 8,5% og fjölbýlishús
    úr 4% í
    7,5%.
    Breytingin er gerð til að mæta auknum kostnaði við gatnagerð, þannig að gatnagerðargjöld standi undir gatnagerð í nýjum götum.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

  • Byggðarráð - 238 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 238 Byggðarráð þakkar fyrir innsenda ábendingu. Byggðarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram og koma með mögulegar útfærslur að hraðatakmarkandi aðgerðum.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 238 Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar. Ennfremur samþykkir byggðarráð að gerð verði breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins í samræmi við 1.mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010.
  • Byggðarráð - 238 Byggðarráð samþykkir með þremur samhljóða atkvæðum veitingu framkvæmdaleyfis.
  • Byggðarráð - 238 Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 238 Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 238 Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykktir heimild til deiliskipulagsgerðar skv. meðfylgjandi tillögu.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 238 Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 238 Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 238 Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 238 Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 238 Byggðarráð gerir ekki athugasemd við landskiptin og við hið nýja staðfang.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 238 Byggðarráð gerir ekki athugasemd við landskiptin og við hin nýju staðföng.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 238 Fundargerð staðfest í heild.
  • Byggðarráð - 238 Fundargerð lögð fram.
  • Byggðarráð - 238 Fundargerð staðfest í heild.
  • Byggðarráð - 238 Fundargerð staðfest í heild.
  • Byggðarráð - 238 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 238 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 238 Lagt fram til kynningar.
    Skrifstofu- og fjármálastjóra falið að hafa samband við Vegagerðina vegna málsins.

22.Byggðarráð - 239

2309002F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 239. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild.
  • 22.1 2308013 Miðbær Hvolsvallar
    Byggðarráð - 239 Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna drög að samkomulagi við VHT og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 239 Byggðarráð samþykkir viðauka 2 og 3 við fjárhagsáætlun 2023. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • Byggðarráð - 239 Tillaga er um að aðalmenn ársþingsins verði: Tómas Birgir Magnússon, Árný Hrund Svavarsdóttir, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Rafn Bergsson og Bjarki Oddson.
    Til vara: Guri Hilstad Ólason, Anton Kári Halldórsson, Christiane L. Bahner, Elvar Eyvindsson og Kolbrá Lóa Ágústdóttir.
    Aðrir fulltrúar: Guri Hilstad Ólason
    Anton Kári Halldórsson mun einnig taka sæti á fundinum sem formaður stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • Byggðarráð - 239 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 239 Byggðarráð samþykkir að vera áfram styrktaraðili Vísindasjóðsins, með árlegu framlagi að upphæð 40.000 kr. Sveitarstjóra falið að undirrita samkomulagið fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • Byggðarráð - 239 Byggðarráð samþykkir að styrkja Skotíþróttafélagið Skyttur um 600.000 kr. á árinu 2023.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • Byggðarráð - 239 Byggðarráð þakkar Vigfúsi Andréssyni fyrir góða tillögu. Nú þegar vinnur stjórn Skógasafns að undirbúningi uppsetningar á svo kallaðri Þórðarstofu við safnið. Byggðarráð vísar erindinu til stjórnar Skógasafns.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 239 Byggðarráð tekur vel í hugmyndina og lýsir sig reiðubúið til frekari viðræðna um málið. Sveitarstjóra falið að vinna að málinu f.h. Rangárþings eystra.
  • Byggðarráð - 239 Byggðarráð samþykkir að styrkja Golfklúbb Hellu um 300.000 kr. fyrir árið 2023.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 239 Afgreiðslu erindis frestað, sveitastjóra falið að afla frekari gagna í málnu.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • Byggðarráð - 239 Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í fjölskyldunefnd Rangárþings eystra.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • Byggðarráð - 239 Byggðarráð gerir ekki athuagsemd við hið nýja staðfang. Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • 22.13 2308030 Landskipti - Núpur 1
    Byggðarráð - 239 Byggðarráð gerir ekki athugasemd við landskiptin en tekur undir með skipulags- og umhverfisnefnd að staðföngin að Núpi verði endurskoðuð í heild sinni.
  • Byggðarráð - 239 Byggðarráð samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og að hún verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 239 Byggðarráð staðfestir bókun skipulagsnefndar, samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 239 Byggðarráð samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 239 Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 239 Byggðarráð samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 239 Byggðarráð samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 239 Byggðarráð samþykkir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og að breytingin verði afgreidd skv. 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga br, 123/2010.
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 239 Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykktir heimild til deiliskipulagsgerðar skv. meðfylgjandi tillögu. Ennfremur samþykkir sveitarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins í samræmi við 1.mgr. 36. gr skipulagslaga 123/2010. Samþykkt samhljóða
  • Byggðarráð - 239 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 239 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 239 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 239 Viðburður hefur þegar farið fram og sveitarstjóri veitt umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 239 Viðburður hefur þegar farið fram og sveitarstjóri veitt umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 239 Viðburður hefur þegar farið fram og sveitarstjóri veitt umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 239 Fundargerð staðfest í heild sinni.
  • Byggðarráð - 239 Fundargerð staðfest í heild sinni.
  • Byggðarráð - 239 Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 239 Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 239 Aðalfundargerð lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 239 Byggðarráð staðfestir eftirfarandi liði í fundargerð sérstaklega:
    2. Reglur um fjárhagsaðstoð
    Byggðarráð staðfestir reglurnar.
    3. Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning.
    Byggðarráð staðfestir reglurnar.
    4. Stuðningsþjónusta 18 ára og eldri.
    Byggðarráð staðfestir reglurnar.
    5. Reglur fyrir starfsmenn í stoð- og stuðningsþjónustu
    Byggðarráð staðfestir reglurnar.
    6. Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
    Byggðarráð staðfestir reglurnar.

    Fundargerð 74. fundar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu staðfest í heild sinni.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • Byggðarráð - 239 Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 239 Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 239 Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 239 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 239 Lagt fram til kynningar.

23.Skipulags- og umhverfisnefnd - 29

2308009F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 29. Skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 29 Framkvæmdin er á landbúnaðarsvæði (L1) og kemur til með að breyta ásýnd svæðisins, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að framkvæmdin verði grenndarkynnt, með vísan í 4. gr 772/2012 um framkvæmdarleyfi.
    Grenndarkynnt verður fyrir Glámu(L193942), Ormskoti (L164056), Stóra-Kollabæ (L226433), Litla-Kollabæ (L200612) og Torfastaða lóð (L172695). Afgreiðslu málsins er frestað á meðan að grenndarkynning stendur yfir.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 29 Tillagan var auglýst frá 14.júní 2023 með athugasemdafrest til og með 26.júlí 2023 sl. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunar. Heilbrigðiseftirlit suðurlands bendir á ósamræmi í greinargerð og vísar í reglugerð 798/1999 um að sameina skólp og fráveitur.
    Nefndin samþykkir uppsetta tillögu að viðbrögðum við athugasemdum í meðfylgjandi skjali. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við Sveitarstjórn að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 29 Afgreiðslu málsins er frestað. Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma með tillögu að lóðarblöðum fyrir Króktún í heild sinni.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 29 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við hið nýja staðfang.

24.Skipulags- og umhverfisnefnd - 30

2309001F

Fundargerð staðfest í heild.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 30 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina fyrir íbúðabyggðinni við Réttarmóa og Gimbratún. Afgreiðslu málsins er frestað á meðan að grenndarkynning stendur yfir.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 30 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 30 Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna að umsögn fyrir næsta fund nefndarinnar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 30 Tillagan var auglýst frá 14.júní 2023 með athugasemdafrest til og með 26.júlí 2023.
    Athugasemdir bárust frá Minjastofnun Íslands, samið hefur verið um að hafa skuli samband við minjavörð Suðurlands áður en frekari afmörkun framkvæmdarsvæða innan skipulagssvæðisins. Ábendingar Veðurstofunnar hafa einnig verið teknar til skoðunar. Engar aðrar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunar.
    Skipulags- og umhverfisnefnd bendir einnig á kafla 2.4.2 í aðalskipulagi sveitarfélagsins, fari skógrækt yfir 3. samfellda hektara skuli fara fram breyting á aðalskipulagi.
    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við Sveitarstjórn að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 30 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 30 Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna tillögu að bættu umferðaröryggi við skóla- og íþróttasvæði.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 30
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 30 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi og að það verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 24.9 2309028 Deiliskipulag - Mosar
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 30 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi og að það verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 30 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi og að það verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 30 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í málið og óskar eftir kynningu frá ON.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 30 Fundargerð til kynningar
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 30 Fundargerð til kynningar
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 30
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 30 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang.

25.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs; 230 fundur stjórnar

2309037

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 230. fundar stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslsu bs.
Til máls tók: TBM.
Fundargerð staðfest í heild.

26.Almannavarnarnefnd Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu; Fundargerð 3

2309021

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 3. fundar almannavarnarnefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Liður 4.1 í fundargerð nefndarinnar þarfnast staðfestingu sveitarstjórnar þar sem lagt er til óbreytt framlag aðildasveitarfélaga til almannavarna á árinu 2024
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti lið 4.1 í fundargerð, er varðar óbreytt framlag aðildarsveitarfélaga til almannavarna á árinu 2024.

27.319. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 7.9.23

2309036

Lögð fram til kynningar 319. fundargerð Sorpstöðvar Suðurland.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

28.Orlof húsmæðra; Skýrsla og ársreikningur 2022

2305103

Skýrsla stjórnar og ársreikningur lagður fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:15.