239. fundur 07. september 2023 kl. 08:15 - 09:49 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Formaður byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð.

1.Miðbær Hvolsvallar

2308013

Lögð fram drög að uppbyggingaráætlun VHT vegna miðbæs Hvolsvallar. VHT hefur óskað eftir því við sveitarfélagið unnið verði að samningamálum varðandi svæðið.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna drög að samkomulagi við VHT og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

2.Viðauki 2 og 3 við fjárhagsáætlun 2023

2309020

Lagður fram til staðfestingar byggðarráðs viðauki 2 og 3 við fjárhagsáætlun Rangárþings eystra 2023. Viðauki 2 tekur til breytinga vegna reksturs deilda. Viðauki 3 tekur til hækkunar á fjárfestingum vegna gatnagerðar og framkvæmdum við Hvolsskóla og leikskólann Ölduna.
Byggðarráð samþykkir viðauka 2 og 3 við fjárhagsáætlun 2023. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

3.Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 26. og 27. október 2023; Kjörbréf

2308075

Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga verður haldið í Vík í Mýrdal dagana 26. og 27. október nk. Rangárþing eystra á 5 fulltrúa á þingingu. Kjörgengir eru framkvæmdastjórar sveitarfélaga, sveitarstjórnarmenn og varamenn þeirra.
Tillaga er um að aðalmenn ársþingsins verði: Tómas Birgir Magnússon, Árný Hrund Svavarsdóttir, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Rafn Bergsson og Bjarki Oddson.
Til vara: Guri Hilstad Ólason, Anton Kári Halldórsson, Christiane L. Bahner, Elvar Eyvindsson og Kolbrá Lóa Ágústdóttir.
Aðrir fulltrúar: Guri Hilstad Ólason
Anton Kári Halldórsson mun einnig taka sæti á fundinum sem formaður stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

4.Skipan í milliþinganefndir fyrir komandi ársþing SASS

2308073

Lagt fram til kynningar yfirlit um skipan í milliþingnefndir fyrir komandi ársþing SASS.
Lagt fram til kynningar.

5.Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands - endurnýjun samnings

2308074

Háskólafélag Suðurlands óskar eftir áframhaldandi stuðnings Rangárþings eystra við Vísinda- og rannsóknarsjóð Suðurlands.
Byggðarráð samþykkir að vera áfram styrktaraðili Vísindasjóðsins, með árlegu framlagi að upphæð 40.000 kr. Sveitarstjóra falið að undirrita samkomulagið fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

6.Skyttur; Ósk um styrk til æskulýðsstarfs

2209088

Skotíþróttafélagið Skyttur óska eftir styrk vegna æskulýðsstarfs á árinu 2023.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Skotíþróttafélagið Skyttur um 600.000 kr. á árinu 2023.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

7.Tillaga um að reisa Þórði Tómassyni minnisvarða við Byggðasafnið í Skógum

2308034

Vigfús Andrésson óskar eftir því að tekið verði til athugunar og umræðu að reisa Þórði Tómassyni í Skógum veglegan minnisvarða við Byggðasafnið í Skógum.
Byggðarráð þakkar Vigfúsi Andréssyni fyrir góða tillögu. Nú þegar vinnur stjórn Skógasafns að undirbúningi uppsetningar á svo kallaðri Þórðarstofu við safnið. Byggðarráð vísar erindinu til stjórnar Skógasafns.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

8.Sameiginlegur heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúi

2309012

Byggðarráð Rangárþings ytra óskar eftir afstöðu og áliti Rangárþings eystra á hugmynd um sameiginlegan heilsu-, íþrótta- og tómstundarfulltrúa fyrir Rangárvallasýlsu.
Byggðarráð tekur vel í hugmyndina og lýsir sig reiðubúið til frekari viðræðna um málið. Sveitarstjóra falið að vinna að málinu f.h. Rangárþings eystra.

9.Samningur við GHR 2023

2304107

Golfklúbbur Hellu óskar eftir styrk frá sveitarfélaginu til uppbyggingar æskulýðsstarfs.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Golfklúbb Hellu um 300.000 kr. fyrir árið 2023.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

10.Ósk um styrk vegna verknáms

2309009

Tveir starfsmenn Kirkjuhvols sem stunda nám á sjúkraliðabraut fjölbrautarskóla Vestmannaeyja óska eftir styrk frá sveitarfélaginu á meðan verknámstíma stendur.
Afgreiðslu erindis frestað, sveitastjóra falið að afla frekari gagna í málnu.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

11.Hvatning til sveitarstjórna um mótun málstefnu

2309019

Innviðaráðuneytið hvetur sveitarstjórnir til að ýta úr vör vinnu við málstefnu sveitarfélagsins sé slík stefna ekki fyrir hendi.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í fjölskyldunefnd Rangárþings eystra.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

12.Breytt skráning staðfanga - Vatnahjáleiga 0

2307015

Atlas Invest óskar eftir breytingu á staðfangi á landareigninni Vatnahjáleiga, L198192, í Álftavatn.

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði: Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við hið nýja staðfang.
Byggðarráð gerir ekki athuagsemd við hið nýja staðfang. Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

13.Landskipti - Núpur 1

2308030

Guðmundur Ragnarsson óskar ef að stofna 273 m2 lóð úr upprunalandi Núpur 1, L163789 með staðfanginu Nýinúpur.

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stofnun hinnar nýju lóðar en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja samræður við landeigendur að Núpi um endurskoðun staðfanga í heild sinni.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við landskiptin en tekur undir með skipulags- og umhverfisnefnd að staðföngin að Núpi verði endurskoðuð í heild sinni.
Fylgiskjöl:

14.Aðalskipulagsbreyting - Eystra-Seljaland

2308020

Suðurhús ehf. óskar eftir breytingu á landnotkun á jörðinni Eystra-Seljaland, L163760 þar sem 26 ha. verður breytt úr Landbúnaðarland (L) í verslun- og þjónustu (VÞ).

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Byggðarráð samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og að hún verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

15.Aðalskipulag - Brúnir 1, breyting

2302074

Svarið ehf. óskar eftir breytingu á skilmálum á verslunar- og þjónustusvæðinu (VÞ 17) á lóðinni Brúnir 1 L227590. Heildar byggingarmagn eykst úr 340 m2 í 700 m2.

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið: Skipulagsstofnun hefur yfirfarið tillöguna og bendir á að matsspurningu um verndarsvæði hefur ekki verið svarað og óskar eftir upplýsingum með hvaða hætti tillagan var kynnt á vinnslustigi sbr. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga. Búið er að bregðast við ofan greindum athugasemdum en tillagan var auglýst frá 14.apríl 2023 og með athugasemdarfresti til 26.maí 2023. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send aftur til Skipulagsstofnunar til staðfestingar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Byggðarráð staðfestir bókun skipulagsnefndar, samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.

16.Deiliskipulag - Brúnir 1 breyting

2206060

Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi þar sem byggingarreitur er stækkaður og hámarks byggingarmagn verður 700 m2. Markmið með breytingunni er að fjölga bílastæðum og auka þjónustu með hleðslustöðvum.

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi: Skipulags- og umhverfisnenfd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða.

17.Deiliskipulagsbreyting - Hallgerðartún

2306001

Verið er að samræma nýtingarhlutfall í greinargerð og á uppdrætti, hámarksnýtingarhlutfall var 0,32 en breytist í 0,35. Einnig er verið að leiðrétta að hámarks hæð mænis sem verður 5,5 m á reitum PL, R3, R4 og R5.

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi: Skipulags- og umhverfisnefnd telur að ekki þurfi að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulaginu með vísan í 5.9.3. gr skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Breyting á deiliskipulaginu varðar ekki hagsmuni annara en sveitarfélagsins og eða umsækjandans sjálfs.
Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

18.Deiliskipulag - Bakkafit

2303090

Haukur Garðarsson óskar eftir því að fá að deiliskipuleggja lóðina Bakkafit (Fagrahlíð lóð L179457) sem er um 17 ha að stærð. Í meðfylgjandi skipulagslýsingu kemur fram að markmið með deiliskipulagsgerð sé að gera ráð fyrir afmörkun lóðar, aðkomu og byggingarreit.

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi: Lýsingin var auglýst skv. 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 24.apríl með frest til 10.maí 2023. Engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við Sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða.

19.Deiliskipulag - Bergþórugerði

2304018

Lagt er til að gerð verði breyting á deiliskipulagi í Bergþórugerði á Hvolsvelli. Breytingin felst í því að íbúðum í götunni er fjölgað úr 40 í 84. Gert er ráð fyrir 46 íbúðum í 2ja hæða fjölbýlishúsum með risi, 6 íbúðum í þremur parhúsum með risi og 22 íbúðum í einbýlishúsum, þar af 3 á tveimur hæðum með risi og 10 íbúðum í 2ja hæða raðhúsum með risi. Hámarks mænishæð er 7,5m.

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi: Skipulags- og umhverfisnenfd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða.

20.Deiliskipulagsbreyting - Miðbær Hvolsvallar

2308027

Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæ Hvolsvallar. Breytingin gerir ráð fyrir kjallara fyrir byggingar sem standa við Vallarbraut 1-3 og Bæjarbraut 2-8.Um leið eykst nýtingarhlutfall á lóðunum úr 0,7 í 1,56. Bílastæði verður fækkað úr tveimur í eitt miðað við hvert íbúðarrými.

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi: Skipulagsnefnd samþykkir framkomna óverulega breytingu á deiliskipulagi við Miðbæ Hvolsvallar. Skipulagsnefnd leggur til að breytingin verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með grenndarkynningu. Grenndarkynnt verði fyrir Vallarbraut 2, Vallarbraut 4, Vallarbraut 6 og Vallarbraut 8.
Byggðarráð samþykkir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og að breytingin verði afgreidd skv. 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga br, 123/2010.
Samþykkt samhljóða.

21.Deiliskipulag - Brekkur

2305081

Skúli Guðbjörn Jóhannesson óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar ásamt aðalskipulagsbreytingu að Brekkum, L164160 skv. meðfylgjandi tillögu. Deiliskipulagið nær til 20 landbúnaðarlóða og um 9 ha. undir verslun og þjónustu.

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi: Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi og heimila deiliskipulagsgerð.
Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykktir heimild til deiliskipulagsgerðar skv. meðfylgjandi tillögu. Ennfremur samþykkir sveitarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins í samræmi við 1.mgr. 36. gr skipulagslaga 123/2010. Samþykkt samhljóða

22.Umsögn vegna rekstrarleyfis - Sveitabær ehf.

2308062

Sveitabær ehf. óskar eftir rekstrarleyfi til gististaðar í flokki II-B, stærra gistiheimili að Syðri-Kvíhólma, 861 Hvolsvelli.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

23.Umsögn; Búðarhóll gistileyfi

1809044

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

24.Umsögn; Kotvöllur 13 Gistileyfi

2111074

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

25.Umsögn um tækifærisleyfi - Kjötsúpuhátíð Rangárþing eystra

2308051

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Rangárþings eystra, um tækifærisleyfi Kjötsúpuhátíðar á Hvolsvelli.
Viðburður hefur þegar farið fram og sveitarstjóri veitt umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

26.Umsókn um tækifærisleyfi; Viðburðarstofa Suðurlands

2308050

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Viðburðarstofu Suðurlands, um tækifærisleyfi Kjötsúpuhátíðar á Hvolsvelli.
Viðburður hefur þegar farið fram og sveitarstjóri veitt umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

27.Umsögn um tækifærisleyfi - Kjötsúpuhátíð KFR

2308049

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Knattspyrnufélags Rangæinga, um tækifærisleyfi Kjötsúpuhátíðar á Hvolsvelli.
Viðburður hefur þegar farið fram og sveitarstjóri veitt umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

28.Skipulags- og umhverfisnefnd - 28

2308003F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 28. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð staðfest í heild sinni.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 28 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 28 Skipulagsstofnun hefur yfirfarið tillöguna og bendir á að matsspurningu um verndarsvæði hefur ekki verið svarað og óskar eftir upplýsingum með hvaða hætti tillagan var kynnt á vinnslustigi sbr. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga. Búið er að bregðast við ofan greindum athugasemdum en tillagan var auglýst frá 14.apríl 2023 og með athugasemdarfresti til 26.maí 2023.
    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send aftur til Skipulagsstofnunar til staðfestingar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 28 Skipulags- og umhverfisnenfd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 28 Skipulags- og umhverfisnefnd telur að ekki þurfi að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulaginu með vísan í 5.9.3. gr skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Breyting á deiliskipulaginu varðar ekki hagsmuni annara en sveitarfélagsins og eða umsækjandans sjálfs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 28
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 28 Lýsingin var auglýst skv. 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 24.apríl með frest til 10.maí 2023. Engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við Sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 28 Skipulags- og umhverfisnenfd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 28 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna óverulega breytingu á deiliskipulagi við Miðbæ Hvolsvallar. Skipulagsnefnd leggur til að breytingin verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með grenndarkynningu. Grenndarkynnt verði fyrir Vallarbraut 2, Vallarbraut 4, Vallarbraut 6 og Vallarbraut 8.
  • 28.9 2308030 Landskipti - Núpur 1
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 28 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stofnun hinnar nýju lóðar en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja samræður við landeigendur að Núpi um endurskoðun staðfanga í heild sinni.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 28 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi og heimila deiliskipulagsgerð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 28
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 28 Fundargerð til kynningar
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 28 Fundargerð til kynningar
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 28 Fundargerð til kynningar
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 28 Fundargerð til kynningar

29.Markaðs- og menningarnefnd - 11

2308007F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 11. fundar Markaðs- og menningarnefndar
Fundargerð staðfest í heild sinni.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 11 Markaðs- og menningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með þann fjölda tilnefninga sem barst vegna Samfélagsviðurkenningar Rangárþings eystra.

    Markaðs- og menningarnefnd samþykkir samhljóða val á þeim aðila sem hlýtur Samfélagsviðurkenningu Rangárþings eystra 2023. Viðurkenningin er nú veitt í fyrsta sinn og verður afhent á Kjötsúpuhátíðinni þann 26. ágúst nk.

    Samþykkt samhljóða.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 11 Markaðs- og menningarnefnd samþykkir samhljóða val á Sveitarlistamanni Rangárþings eystra 2023. Viðurkenningin verður afhent á Kjötsúpuhátíðinni þann 26. ágúst nk.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 11 Markaðs- og kynningarfulltrúi fer yfir stöðu mála í undirbúningi fyrir Kjötsúpuhátiðina.

30.Stjórn Njálurefils SES - 12

2308008F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 12. fundar stjórnar Njálurefils SES.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • 30.1 2308039 Njálurefill ses; Ársreikningur 2022
    Stjórn Njálurefils SES - 12 Lagður fram til staðfestingar ársreikningur Njálurefils ses fyrir árið 2022.
    Ársreikningur samþykktur samhljóða.
  • 30.2 2308040 Njálurefill ses; Breytingar á stjórn
    Stjórn Njálurefils SES - 12 Þær breytingar urðu á stjórn Njálurefils ses. í upphafi kjörtímabils 2022 að Tómas Birgir Magnússon og Guri Hilstad Ólason tóku sæti fyrir Anton Kára Halldórsson og Lilju Einarsdóttur. Varamenn í stjórn voru kjörnir Bjarki Oddsson og Anton Kári Halldórsson.
  • 30.3 2308041 Njálurefill ses; Áreiðanleikakönnun
    Stjórn Njálurefils SES - 12 Beiðni hefur borist frá Schwab Chaeritable um að Njálurefill ses. láti vinna áreiðanleikakönnun til að geta hlotið styrki frá Bandaríkjunum og Kanada. Formanni falið að vinna að áreiðanleikakönnun í samvinnu við PWC.
    Samþykkt samhljóða.

31.3. fundur stjórnar Skógasafns 1. febrúar 2023

2308069

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 3. fundar stjórnar Skógasafns.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

32.Aðalfundur 2023 stjórnar Skógasafns 30. júní 2023

2308070

Lögð fram til staðfestingar fundargerð aðalfundar stjórnar Skógasafns.
Aðalfundargerð lögð fram til kynningar.

33.74. fundur Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 30.júní 2023

2308071

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 74. fundar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.
Byggðarráð staðfestir eftirfarandi liði í fundargerð sérstaklega:
2. Reglur um fjárhagsaðstoð
Byggðarráð staðfestir reglurnar.
3. Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning.
Byggðarráð staðfestir reglurnar.
4. Stuðningsþjónusta 18 ára og eldri.
Byggðarráð staðfestir reglurnar.
5. Reglur fyrir starfsmenn í stoð- og stuðningsþjónustu
Byggðarráð staðfestir reglurnar.
6. Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
Byggðarráð staðfestir reglurnar.

Fundargerð 74. fundar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu staðfest í heild sinni.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

34.Bergrisinn; 59. fundur stjórnar 09.06.23

2308057

Lögð fram til umræðu fundargerð 59. fundur stjórnar Bergrisans.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

35.Bergrisinn; 60. fundur stjórnar; 12.06.23

2308058

Lögð fram til umræðu fundargerð 60. fundur stjórnar Bergrisans.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

36.Bergrisinn; 61. fundur stjórnar; 12.07.23

2308059

Lögð fram til umræðu fundargerð 61. fundur stjórnar Bergrisans.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

37.Forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2024-2027

2308056

Lagt fram til kynningar minnisblað Sambans íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlana 2024-2027.
Lagt fram til kynningar.

38.EBÍ; aðalfundarboð fulltrúaráðs 6. október 2023

2309003

Lagt fram til kynningar aðalfundarboð fulltrúaráðs Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:49.