237. fundur 03. ágúst 2023 kl. 08:15 - 10:15 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá

1.Hlíðarvegur 14; Kauptilboð

2307024

Lagt fram til staðfestingar kauptilboð í eignina Hlíðarvegur 14 sem sveitarstjóri hefur undirritað með fyrivara um samþykki byggðarráðs Rangárþings eystra.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð í eignina Hlíðarvegur 14.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

2.Hamragarðar; Landamerki; Álit lögfræðings

2307033

Lagt fram minnisblað Lögmanna Suðurlands varðandi landamerki milli Hamragarða og Seljalandsjarða.
Byggðarráð tekur undir það sem fram kemur í minnislbaðinu og óskar eftir því að gengið verði á merki jarðanna til að geta skorið úr um þau með afdráttarlausum hætti. Sveitarstjóra falið að boða lögmenn og landeigendur til slíks fundar.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

3.ADHD samtökin; styrkbeiðni 2023

2307053

Lagt fram til umræðu erindi ADHD samtakana þar sem óskað er eftir styrk til samtakanna.
Byggðarráð hafnar beiðni um styrkveitingu.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

4.Málefni félagsheimila 2023

2301066

Á vormánuðum 2023 hélt sveitarstjórn hélt íbúafundi í öllum félagsheimilum sveitarfélagsins. Lagðir fram til umræðu minnispunktar af íbúafundum.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að boða meðeigendur félagsheimila í sveitarfélaginu til fundar þar sem framtíð félagsheimilanna verði rædd.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

5.Endurskoðun - gatnagerðargjöld

2301080

Lögð fram tillaga að breytingum á samþykkt um gatnagerðargjödl í Rangárþingi eystra.
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins.

6.Beiðni um umsögn sveitarfélags er varðar Hvolsskóla

2306038

Mennta- og barnamálaráðuneytið óskar eftir upplýsingum frá Rangárþingi eystra um tilhögun á skipulagi næstkomandi skólaárs hjá grunnskóla sveitarfélagsins. Þá er sérstaklega óskað eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess hvernig fyrirkomulagið samræmist 28. gr. laga um grunnskóla, þ.m.t. með staðfestingu á samráði við skólaráð skólans og staðfestingu skólanefndar.
Skólastjóra og sveitarstjóra falið svara erindi ráðuneytis og veita umbeðnar upplýsingar.
Anton Kári Halldórssson víkur af fundi undir afgreiðslu málsins.

7.Styrkumsókn v. þátttöku á heimsmeistaramóti

2307058

Elvar Þormarsson óskar eftir styrk úr íþrótta- og afrekssjóði Rangárþings eystra vegna þátttöku hans og hryssunnar Fjalladísar frá Fornusöndum á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi 6.-14. ágúst 2023.
Byggðarráð óskar Elvari og Fjalladís velfarnaðar á heimsmeistaramótinu og vísar erindinu til afgreiðslu í heilsu, íþrótta- og æskulýðsnefnd.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
Anton Kári Halldórsson kemur aftur til fundar.

8.Kirkjuhvoll; Ársreikningur 2022

2308001

Ársreikningur hjúkrunar- og dvalarheimilisins Kirkjuhvols fyrir árið 2022 lagður fram til staðfestsingar.
Byggðarráð staðfestir ársreikning hjúkrunar- og dvalarheimilisins Kirkjuhvols fyrir árið 2022.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

9.Samráðsgátt; Grænbók um skipulagsmál

2307055

Lögð fram til kynningar Grænbók stjórnvalda um skipulagsmál.
Lagt fram til kynningar. Byggðarráð vísar Grænbók um skipulagsmál til kynningar fyrir skipulags- og umhverfisnefnd sveitarfélagsins.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

10.Aukafundarseta sveitarstjórnarmanna 2023

2304104

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.