30. fundur 12. september 2023 kl. 12:30 - 13:30 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Heiðbrá Ólafsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Anna Runólfsdóttir
  • Baldur Ólafsson aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Elvar Eyvindsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Konráð Helgi Haraldsson varamaður
    Aðalmaður: Sigurður Þór Þórhallsson
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að bæta máli nr. 2011011 og 2309038 á dagskrá fundarins.

1.Umsögn vegna rekstrarleyfis - Réttarmói 8

2308063

Sýslumaður Suðurlands óskar eftir umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs í flokki II-G að Réttarmóa 8, 861 Hvolsvelli.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina fyrir íbúðabyggðinni við Réttarmóa og Gimbratún. Afgreiðslu málsins er frestað á meðan að grenndarkynning stendur yfir.

2.Landskipti - Stóra-Mörk 3B

2309023

Ásgeir Árnason óskar eftir að stofna nýja landeign, Stóra-Mörk 3d úr upprunalandinu Stóra-Mörk 3 skv. meðfylgjandi lóðarblaði.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang.

3.Ósk um umsögn - tenging við vatn í Eystri Rangá

2309015

Rangárþing Ytra óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðra vermitjarna í landi Keldna.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna að umsögn fyrir næsta fund nefndarinnar.

4.Deiliskipulag - Miðeyjarhólmur

2202040

Deiliskipulagið tekur til jarðarinnar Miðeyjarhólms L163884. Fyrirhugað er að stofna lögbýli á jörðinni og stunda þar landbúnað. Innan byggingarreits B1 er gert ráð fyrir 2 íbúðarhúsum, hvort um sig allt að 600 m2 að stærð, 3 frístundahúsum hvert um sig allt að 250 m2 að stærð og lanbúnaðarbyggingum sem eru að heildarstærð allt að 5800 m2.
Tillagan var auglýst frá 14.júní 2023 með athugasemdafrest til og með 26.júlí 2023.
Athugasemdir bárust frá Minjastofnun Íslands, samið hefur verið um að hafa skuli samband við minjavörð Suðurlands áður en frekari afmörkun framkvæmdarsvæða innan skipulagssvæðisins. Ábendingar Veðurstofunnar hafa einnig verið teknar til skoðunar. Engar aðrar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunar.
Skipulags- og umhverfisnefnd bendir einnig á kafla 2.4.2 í aðalskipulagi sveitarfélagsins, fari skógrækt yfir 3. samfellda hektara skuli fara fram breyting á aðalskipulagi.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við Sveitarstjórn að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.

5.Aðalskipulags breyting - Rauðafell 2

2308077

Hrísey ehf. óskar eftir breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins, að þremur hlutum úr landi Rauðafells 2, L163707 verði breytt úr landbúnaðarlandi (L) í verslun og þjónustu (VÞ), alls 36,1 ha. af um 75,4 ha. svæði.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Vistgata - Vallarbraut

2309014

Ósk barst til sveitarfélagsins að breyta hluta af Vallarbraut, við íþrótta, leik- og grunnskóla í vistgötu.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna tillögu að bættu umferðaröryggi við skóla- og íþróttasvæði.

7.Deiliskipulag - Ytra Seljaland

2205094

Hnaukar ehf óska eftir heimild til deiliskipulagsgerðar á svæði undir 39 frístundahúsalóðir. Á hverri lóð verður heimilt að byggja allt að 130 m2 hús ásamt 25 m2 geymslu/gestahúsi. Mesta mænishæð er 6,0 m frá gólfkóta.

8.Deiliskipulag - Bólstaður

2309030

Með deiliskipulaginu er verið að staðfesta landnotkun svæðisins. Skipulagssvæðið er 3,1 ha. að stærð. Heimilt verður að byggja 100 m2 fjallaskála með gistileyfi fyrir 20 manns ásamt skaálvarðarhúsi.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi og að það verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Deiliskipulag - Mosar

2309028

Með deiliskipulaginu er verið að staðfesta landnotkun svæðisins.

Stofnaðar verða tvær lóðir, annarsvegar verður heimilt að byggja 100 m2 fjallaskála ásamt 25 m2 geymslu og hinsvegar verður heimilt að halda við eða byggja nýtt hestahús, 80 m2 að stærð.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi og að það verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Deiliskipulag - Þórólfsfell

2309024

Með deiliskipulaginu er verið að staðfesta landnotkun svæðisins. Skipulagssvæðið er 2 ha. að stærð. Heimilt verður að byggja 120 m2 fjallaskála með gistileyfi fyrir 20 manns, 80 m2 gestahúsi og allt að 40 m2 geymslu.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi og að það verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Fyrirspurn - Hleðslustöðvar ON í Rangárþingi eystra

2308076

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í málið og óskar eftir kynningu frá ON.

12.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 97

2308005F

Fundargerð til kynningar
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 97 Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 97 Stöðuleyfi er veitt til 12 mánaða frá 17.ágúst 2023.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 97 Stöðuleyfi er veitt til 12 mánaða frá 17.ágúst 2023.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 97 Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
    Veitt er undanþága að staðsetja mannvirki utan byggingarreits, þar sem um tímabundnar vinnubúðir er að ræða.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 97
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 97
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 97
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 97

13.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 98

2308010F

Fundargerð til kynningar

14.Framkvæmdir og viðhald - Nýr leikskóli Vallarbraut

2011011

Framkvæmdir við lóð leikskólans, fundargerðir verkfunda.

15.Landskipti - Ytri-Hóll 2

2309038

Veiðifélag Eystri bakka Hólsár óskar eftir landskiptum. Hin nýja lóð verður hektari að stærð og fær staðfangið Ytri-Hóll 2.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang.

Fundi slitið - kl. 13:30.