234. fundur 15. júní 2023 kl. 08:15 - 09:31 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Formaður byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð.

1.Golfklúbburinn Hella; Eignarhald á rekstrarfélaginu Strandarvöllur ehf.

2306032

Lagt fram erindi Gólfklúbbs Hellu þar sem óskað er eftir því að eignarhlutur Rangárþins eystra í rekstrarfélaginu Strandarvöllur ehf renni til Golfklúbbs Hellu. Samhljóðandi erindi hefur verið sent til Ásahrepps og Rangárþings ytra.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og felur sveitarstjóra að ræða mögulegar útfærslur við önnur sveitarfélög í Rangárvallasýslu.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

2.Beiðnu um umsögn sveitarfélags er varðar Hvolsskóla

2306038

Lagt fram erindi Mennta- og barnamálaráðuneytisins þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna 170 daga skólaárs Hvolsskóla.
Byggðarráð fer yfir drög að svari til ráðuneytisins og felur sveitarstjóra að senda svar við beiðninni.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

3.Gunnarshólmi; Fyrirspurn um leigu

2306043

Lagt fram minnisblað Harðar Bender og Ásu Steinarsdóttur þar sem óskað er eftir að hefja viðræður við sveitarfélagið um langtímaleigu á félagsheimilinu Gunnarshólma.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og óskar eftir að eiga samtal við málsaðila. Í gildi er leigusamningur um hluta húsnæðis Gunnarshólma. Þegar leigusamningi líkur verður tekin ákvörðun um áframhaldandi leigu á hluta húsnæðis eða í heild.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

4.Auglýsing um laust starf skipulags- og byggingarfulltrúa

2305052

Starf skipulags- og byggingarfulltrúa var auglýst laust til umsóknar í maí síðastliðnum. Umsóknarfrestur var til og með 5. júní sl. Alls bárust tvær umsóknir um starfið. Fulltrúar Rangárþings eystra nutu ráðgjafar Intellecta við úrvinnslu umsókna, sem og í ferlinu öllu. Að úrvinnslu lokinni var einn umsækjandi boðaður í viðtal sem fram fór hjá Intellecta þann 12. júní. Eftir viðtal var það mat ráðgjafa að sá umsækjandi væri hæfastur til verksins.
Lagt fram til kynningar.

5.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2023

2306046

Margrét Jóna Ísólfsdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri fer yfir rekstur sveitarfélagsins janúar-apríl.
Lagt fram til kynningar.

6.Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands 2023

2306044

Boðað er til aðalfundar Eignarhaldsfélags Suðurlands hf. mánudaginn 26. júní n.k. kl. 12:00 að Árnesi.
Tómasi Birgi Magnússyni, oddvita, er veitt umboð til að sækja aðalfund eignarhaldsfálags Suðurlands 2023.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

7.Fossbúð; Auglýsing um útleigu

2305051

Á 232. fundi Rangárþings eystra var ákveðið að auglýsa Félagsheimilið Fossbúð til leigu. Umsóknarfrestur var til hádegis þann 6. júní sl. og bárust 4 tilboð í leiguna.
Byggðarráð fer yfir innkomin tilboð í leigu á húsnæðinu Fossbúð. Byggðarráð hafnar öllum tilboðum í leigu hússins.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

8.Lóðaúthlutanir í miðbæ Hvolsvallar

2304075

Á 225. fundi byggðarráðs var ákveðið að auglýsa lausar lóðir í miðbæ Hvolsvallar sem eina heild. Umsóknafrestur var til 31. mars 2022 og bárust 3 umsóknir í lóðirnar.
Á 231. fundi byggðarráðs var sveitarstjóra falið að boða til funda með umsækjendum um lóðir í miðbæ Hvolsvallar til að fara yfir áform um uppbyggingu. Þeir fundir hafa nú þegar farið fram og umsækjendur lagt fram frekari útlistanir á sínum hugmyndum.
Byggðarráð vísar umræðu um lóðaúthlutun til vinnufundar sveitarstjórnar sem fram fer mánudaginn 19. júní.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

9.Bergrisinn; 58. fundur stjórnar; 23.05.23

2306035

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 58. fundar stjórnar Bergrisans.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

10.5. fundur stjórnar Arnardrangs hses; 18.04.2023

2306036

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 5. fundar stjórnar Arnardrangs.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.6. fundur stjórnar Arnardrangs hses; 15.05.23

2306037

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 6. fundar stjórnar Arnardrangs.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.SASS; 596. fundur stjórnar

2306045

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 596. fundur stjórnar SASS.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

13.Áætluð álagning fasteignagjalda 2024

2306033

Fasteignamat vegna 2024 liggur nú fyrir. Fasteignamat 2024 miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2023 og tekur gildi 31. desember 2023. Lagt fram til kynningar áætluð álagning fasteignagjalda 2024.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:31.