236. fundur 20. júlí 2023 kl. 08:15 - 09:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Árný Hrund Svavarsdóttir
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson Sveitarstjóri
Dagskrá
Tómas Birgir Magnússon varaformaður byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð. Engar athugasemdir gerðar.

1.Umsögn um tækifærisleyfi - Kotmót; Útihátið

2307012

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar, Skálinn-Miðstöð hvítasunnumanna um tækifærisleyfi vegna árlegrar hátíðar Hvítasunnukirkjunnar (Kotmót) um verslunarmannahelgina.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

2.Erindi vegna fyrirspurnar samgöngunefndar SASS.

2306026

Skipulags- og umhverfisnefnd skilar inn minnisblaði til sveitarstjórnar vegna erindis samgöngunefndar SASS.
Byggðarráð tekur undir þær áherslur sem fram koma í minnisblaði skipulags- og umhverfisnefndar og felur sveitarstjóra að koma þeim til Samgöngunefndar SASS.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

3.Hlíðarvegur 14; Kauptilboð

2307024

Rangárþing eystra hefur auglýst fasteignina Hlíðarvegur 14 til sölu. Óskað er eftir tilboðum í eignina.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að hefja viðræður um mögulega sölu við tilboðsgeranda.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

4.Samþykkt um umhverfisverðlaun Rangárþings eystra

2208028

Skipulags- og byggingarfulltrúi, í samstarfi við Skipulags- og umhverfisnefnd, hefur unnið að samþykkt um umhverfisverðlaun í Rangárþingi eystra. Á 5 fundi Skipulags- og umhverfisnefndar samþykkti nefndin að samþykkt um umhverfisverðlaun í Rangárþingi eystra yrði tekin til umræðu í sveitarstjórn með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. Lögð fram til umræðu og samþykktar samþykkt um umhverfisverðlaun Rangárþings eystra.
Byggðarráð samþykkir samþykkt um umhverfisverðlaun í Rangárþingi eystra. Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

5.Hvolsskóli; Greining á húsnæðisþörf

2307029

Fyrir liggur tilboð frá KPMG um greiningu á húsnæðisþörf fyrir Hvolsskóla til næstu ára.
Byggðarráð telur nauðsynlegt til þess að skipuleggja framkvæmdir við Hvolsskóla til næstu ára liggi fyrir greining á húsnæðisþörf. Byggðarráð óskar eftir áliti fjölskyldunefndar og skólastjóra á tilboði KPMG um greininguna.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

6.Hallgerðartún; Yfirborðsfrágangur

2307031

Fyrir liggur kostnaðaráætlun vegna yfirborðsfrágangs fyrsta áfanga Hallgerðartúns.
Byggðarráð samþykkir að ráðist verði í framkvæmd við yfirborðsfrágang á fyrsta áfanga Hallgerðartúns. Byggðarráð felur fjármálastjóra að vinna viðauka vegna framkvæmdarinnar og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

7.Suðurlandsvegur í gegnum Hvolsvöll; Frumhönnun

2307032

Lögð fram til kynningar frumhönnunargögn Suðurlandsvegar í gegnum Hvolsvöll.
Lagt fram til kynningar. Byggðarráð beinir því til Vegagerðarinnar að ráðist verði í framkvæmdir við Suðurlandsveg um Hvolsvöll sem fyrst.
Byggðarráð vísar erindinu til kynningar í skipulags- og umhverfisnefnd.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

8.SASS; 597. fundur stjórnar

2307006

Fundargerð 597. fundar stjórn SASS lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

9.Greiðsla Úrvinnslusjóðs v. sérstakrar söfnunar

2307023

Með breytingu á lögum um úrgangsmál sl. áramót var sveitarfélaginu gert kleift að gerast aðili að úrvinnslusjóði. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir greiðslur til sveitarfélagsins vegna sérstakrar söfnunar úrgangsflokka.
Lagt fram til kynningar.

10.Aðalskipulagsbreyting - Ráðagerði

2103119

Lagður fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna kæru á ákvörðun sveitarstjórnar Rangárþings eystra um að falla frá fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna efnistöku í landi Ráðagerðis.
Lagt fram til kynningar.

11.Fjölmiðlaskýrsla jan-júní 2023

2307027

Lögð fram til kynningar fjölmiðlaskýrsa fyrir Rangárþing eystra fyrir fyrstu 6 mánuði ársins unnin af Credit info.
Lagt fram til kynningar.

12.Bændasamtök íslands; erindi vegna lausagöngu búfjár

2307004

Lagt fram til kynningar minnisblað Bændasamtaka Íslands frá 6. júlí 2023 um lausagöngu og ágang búfjár.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:10.