238. fundur 17. ágúst 2023 kl. 08:15 - 09:38 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Árný Hrund Svavarsdóttir Formaður byggðarráðs
Dagskrá
Formaður byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð ef einhverjar eru.
Formaður óskar eftir að bæta einu máli á dagsskrá mál númer 17 fundargerð 27. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar. Aðrir liðir færast eftir því. Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

1.Umsókn um lóð - D gata 8a og 8b

2307036

Umsókn barst vegna úthlutun lóðanna D-gata 8a og 8b. Umsækjandi hefur verið metinn hæfur í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar D-gata 8a og 8b til Ástu Snorradóttur.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

2.Beiðni um skólavist í sveitarfélagi utan lögheimilis 2023-2024

2308018

Byggðarráð samþykkir með þremur samhljóða atkvæðum námsvist utan lögheimilis.

3.Endurskoðun - gatnagerðargjöld

2301080

Afgreiðslu málsin var frestað á 237. fundi byggðarráðs.

Lögð fram tillaga að breytingum á samþykkt um gatnagerðargjöld í Rangárþingi eystra.



Byggðarráð samþykkir uppfærða samþykkt um gatnagerðargjöld í Rangárþingi eystra.
Breytingin felur í sér eftirfarandi breytingu á gjöldunun:
Einbýlishús úr 8,50% í 9,0%, par-, rað- og tvíbýlis- og keðjuhús úr 7,50% í 8,5% og fjölbýlishús
úr 4% í
7,5%.
Breytingin er gerð til að mæta auknum kostnaði við gatnagerð, þannig að gatnagerðargjöld standi undir gatnagerð í nýjum götum.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

4.Fjárfestingaáætlun 2023, framvinda verkefna

2308025

Lögð fram til kynningar framvinda verkefna við nýjan leikskóla og viðgerðir á Hvolsslóla miðað við fjárfestingaáætlun 2023.

Skrifstofu og fjármálastjóri fer yfir framvindu og kostnað við verkefnin.
Lagt fram til kynningar.

5.Umferð við Öldubakka

2306077

Málið var tekið fyrir á 27. fundi Skipulags- og umhverfisnefndar. Nefndin bókaði eftirfarandi um málið:

Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fyrir ábendinguna. Nefndin leggur til að loka fyrir umferð vélknúinna ökutækja milli Öldubakka 31-33 og með því auka öryggi vegfarenda.
Byggðarráð þakkar fyrir innsenda ábendingu. Byggðarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram og koma með mögulegar útfærslur að hraðatakmarkandi aðgerðum.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

6.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Butra skógrækt

2304084

Ágúst Jensson óskar eftir framkvæmdarleyfi fyrir 25 ha. skógræktarsvæði í landi Butru, L163998 ásamt breytingu á aðalskipulagi.
Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar. Ennfremur samþykkir byggðarráð að gerð verði breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins í samræmi við 1.mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010.

7.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Mastur við Brúnir

2307008

Íslandsturnar sækja um heimild til þess að reisa 24. m fjarskiptamastur fyrir farsímaþjónustu við gatnamót Landeyjarhafnarvegar og Þjóðavegar 1, í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti unna af Íslandsturnum, dags. 04.07.2023.
Byggðarráð samþykkir með þremur samhljóða atkvæðum veitingu framkvæmdaleyfis.

8.Deiliskipulag - Miðkriki

2012010

Ari Steinn Hjaltested óskar eftir því að fá að gera deiliskipulag á Miðkrika L164183 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landhönnun slf, dags. 3.4.2023. Gert er ráð fyrir allt að 5 húsum s.s. íbúðar- eða frístundahús, bílskúr, gestahús, skemmu, gróðurhús eða gripahús. Mesta leyfilega mænishæð er 6 m m.v. aðliggjandi landhæð.
Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

9.Deiliskipulagsbreyting - Tjaldhólar

2307026

Ragnar Jóhannsson óskar eftir breytingu á gildandi deiliskipulagi að Tjaldhólum, L164199. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir nýjum byggingarreit fyrir 250 m2 íbúðarhús.
Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

10.Deiliskipulag - Háeyri

2307038

Jón Viktor Þórðarson óskar eftir heimild fyrir deiliskipulagi. Til stendur að koma fyrir íbúðarhúsi ásamt fjórum gestahúsum til útleigu.
Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykktir heimild til deiliskipulagsgerðar skv. meðfylgjandi tillögu.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

11.Deiliskipulag - Hlíðarendakot

2102081

F.h. landeigenda óskar Basalt arkitektar eftir því að deiliskipuleggja u.þ.b. 26,5 ha. svæði jarðarinnar Hlíðarendakots, L164020. Fyrirhugað er að heimila að byggja við núverandi mannvirki, fjölga byggingarreitum fyrir íbúðarhús. Heimilt verður að byggja 300 m2 íbúðarhús vestan við bæjarstæðið á 1.-2. hæðum með 7,5 m. hámarks mænishæð.



Á byggingarreit Í2 verður heimilt að byggja 110 m2 mannvirki, SÍ verður heimilt að byggja allt að 600 m2 og Ú1 verður heimilt að byggja 500 m2. Á byggingarreit Í3 verður heimilt að byggja allt að 750 m2 íbúðarhús auk 100 m2 geymslu með 8,5 m. hámarks mænishæð.
Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

12.Deiliskipulag - Eystra Seljaland

2205068

Deiliskipulagið tekur til uppbyggingar á 150 herbergja hóteli og starfsmannahúsnæði á sitt hvorum byggingarreitum. Heimilt verður að byggja 6.000 m2 hótel á 1-2. hæðum fyrir allt að 300 gesti og hámarkshæð byggingar er allt að 11 metrum frá gólfkóta. Á B2 verður hámarksbyggingarmagn 900 m2 á einni hæð.
Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

13.Deiliskipulag - Stóri-Hóll

2308007

Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi á 10,3 ha. svæði úr landi Skíðbakka 1, L163892. Gert er ráð fyrir allt að 250 m2 íbúðarhúsi, 50 m2 gestahús og 200 m2 skemmu. Hámarks mænishæð er 8,0 á íbúðarhúsi og skemmu en 5,0 m á gestahúsi.
Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

14.Deiliskipulag - Skeggjastaðir land 18

2210107

Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi á lóðinni Skeggjastaðir land 18 L199781. Gert er ráð fyrir að núverandi frístundahúsi, sem er ca 60 m2 að stærð, verði breytt í íbúðarhús. Á lóðinni er auk þess 21 m2 geymsluskúr. Gert ráð fyrir mögulegri stækkun á núverandi húsum, um allt að 60 m2. Heildarstærð lóðarinnar er 1803 m2.
Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

15.Landskipti - Sunnuhvoll 2

2307039

Bjarni Böðvarsson óskar eftir að stofna lóðina Sunnuhvoll 2 skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við landskiptin og við hið nýja staðfang.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

16.Landskipti - Tjaldhólar

2307040

Guðjón Steinarsson óskar eftir heimild til að stofna tvær nýjar lóðir úr landi Tjaldhóla, L164199. Lóðirnar eru tæpir 2 ha. og fá staðfangið Tjaldhólar 1 og Tjaldhólar 2.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við landskiptin og við hin nýju staðföng.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

17.Skipulags- og umhverfisnefnd - 27

2308002F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 27. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 27 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir verðlaunahafa í öllum flokkum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 27 Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fyrir ábendinguna. Nefndin leggur til að loka fyrir umferð vélknúinna ökutækja milli Öldubakka 31-33 og með því auka öryggi vegfarenda.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 27 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu á staðfangi.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 27 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila breytingu á aðalskipulagi og að framkvæmdarleyfi verði veitt í kjölfarið.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 27 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfi verði veitt.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 27 Tillagan var auglýst frá 19.apríl 2023 með athugarsemdafrest til 31.maí 2023. Athugasemd barst frá Veitum sem brugðist hefur verið við. Nefndin samþykkir uppsetta tillögu að viðbrögðum við athugasemdum í meðfylgjandi skjali. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við Sveitarstjórn að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 27 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 27 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila deiliskipulagsgerð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 27 Í bréfi Skipulagsstofnunar dags. 9.febrúar 2023, kom fram athugasemdir varðandi staðsetningu íbúðarhúsa, uppfæra þurfti aðalskipulagsuppdrátt, bæta við skilmálum um byggingarmagn á byggingarreitum, sýna hættumatslínu og bregðast við umsögn Minjastofnunnar dags. 23.september 2022. Búið er að bregðast við upptöldum athugasemdum. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 27 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 27 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 27 Í erindi Skipulagsstofnunar dags. 28.apríl 2023, kom fram athugasemd varðandi framsetningu uppdráttar og að fjalla þurfi um allar athugasemdir sem hafi komið á auglýsingartíma. Í umsögn Vegagerðarinnar dags. 13.desember 2022 segir að sýna þurfi tengingu inn á deiliskipulags reitinn en brugðist hefur verið við þeirri athugasemd. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 27 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina fyrir frístundabyggðinni í Langanesi í heild sinni. Afgreiðslu málsins er frestað á meðan að grenndarkynning stendur yfir.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 27 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 27 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hin nýju staðföng.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 27

18.Fjallskilanefnd Vestur-Eyjafjalla; Fundargerð 01.ágúst 2023

2308006

Lögð fram til staðfestingar fundargerð Fjallskilanefndar Vestur Eyjafalla frá 1. ágúst 2023.
Fundargerð lögð fram.

19.Fjallskilanefnd Fljótshlíðar; 57. fundur 10.03.23

2308010

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 57. fundar Fjallskilanefndar Fljótshlíðar.
Fundargerð staðfest í heild.

20.Fjallskilanefnd Fljótshlíðar; 58. fundur 01.08.23

2308011

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 58. fundar Fjallskilanefndar Fljótshlíðar.
Fundargerð staðfest í heild.

21.Umsögn SASS; Drög að samgönguáætlun

2308002

Lögð fram umsöng SASS um drög að samgönguáætlun 2024-2028.
Lagt fram til kynningar.

22.Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns ehf 2023; Fundarboð

2308019

Lagt fram aðalfundarboð Vottunarstofunnar Túns ehf.
Lagt fram til kynningar.

23.Fyrirhuguð niðurfelling Torfastaðavegar af vegaskrá

2308022

Lagt fram bréf Vegagerðarinnar um fyrirhugaða niðurfellingu Torfastaðavegar af vegaskrá.
Lagt fram til kynningar.
Skrifstofu- og fjármálastjóra falið að hafa samband við Vegagerðina vegna málsins.

Fundi slitið - kl. 09:38.