29. fundur 29. ágúst 2023 kl. 12:30 - 13:10 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Baldur Ólafsson aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Ágúst Leó Sigurðsson varamaður
    Aðalmaður: Elvar Eyvindsson
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þóra Björk Ragnarsdóttir Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Tumastaðir skógrækt

2304085

Skógrækt ríkisins óskar eftir framkvæmdarleyfi fyrir skógrækt á 3 ha. svæði í landi Tumastaða.
Framkvæmdin er á landbúnaðarsvæði (L1) og kemur til með að breyta ásýnd svæðisins, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að framkvæmdin verði grenndarkynnt, með vísan í 4. gr 772/2012 um framkvæmdarleyfi.
Grenndarkynnt verður fyrir Glámu(L193942), Ormskoti (L164056), Stóra-Kollabæ (L226433), Litla-Kollabæ (L200612) og Torfastaða lóð (L172695). Afgreiðslu málsins er frestað á meðan að grenndarkynning stendur yfir.

2.Deiliskipulag - Snotruholt

2304086

Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi á ca 3,3 ha svæði úr landi Snotru L163897. Gert er ráð fyrir allt að fimm gestahúsum til útleigu fyrir ferðamenn. Hvert hús er allt að 70 m2 að stærð með mænishæð allt að 6,0m frá botnplötu.
Tillagan var auglýst frá 14.júní 2023 með athugasemdafrest til og með 26.júlí 2023 sl. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunar. Heilbrigðiseftirlit suðurlands bendir á ósamræmi í greinargerð og vísar í reglugerð 798/1999 um að sameina skólp og fráveitur.
Nefndin samþykkir uppsetta tillögu að viðbrögðum við athugasemdum í meðfylgjandi skjali. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við Sveitarstjórn að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.

3.Breytt skráning landeignar - Króktún 20

2205120

Lóðarhafar að Króktúni 20 og 22 óska eftir stækkun lóð. Fyrirhuguð stækkun var grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum að norðan verðu Króktúni.
Afgreiðslu málsins er frestað. Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma með tillögu að lóðarblöðum fyrir Króktún í heild sinni.

4.Breytt skráning staðfanga - Vatnahjáleiga 0

2307015

Atlas Invest óskar eftir breytingu á staðfangi á landareigninni Vatnahjáleiga, L198192, í Álftavatn.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við hið nýja staðfang.

Fundi slitið - kl. 13:10.