317. fundur 12. október 2023 kl. 12:00 - 13:08 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir aðalmaður
  • Árný Hrund Svavarsdóttir aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Christiane L. Bahner varamaður
    Aðalmaður: Tómas Birgir Magnússon
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
  • Árný Lára Karvelsdóttir yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Varaoddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð.
Varaoddviti óskar eftir því að bæta tveimur málum á dagksrá fundar. Mál nr. 1 minnislbað sveitarstjóra og mál nr. 29 fundargerð 32. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
Einnig óskar varaoddviti eftir að fella eitt mál af dagskrá, þar sem það er tvítekið í dagskrá fundarins, mál nr. 26, Umsókn um rekstrarleyfi - Studio list sf.
Borið upp til atkvæða og samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Í fundarsalnum sitja Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri, Árný Hrund Svavarsdóttir, Christiane L. Bahner í fjarveru Tómasar Birgis Magnússonar, Bjarki Oddsson, Guri Hilstad Ólason, Rafn Bergsson og varaoddviti Sigríður Karólína Viðarsdóttir. Margrét Jóna Ísólfsdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri sem ritar fundargerð og Árný Lára Karvelsdóttir sem sér um upptöku og útsendingarmál.

1.Minnisblað sveitarstjóra; 12. október 2023

2310031

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um helstu verkefni liðinna vikna.
Til máls tók: AKH.
Lagt fram til kynningar.

2.Tillaga um útsvarsprósentu 2024

2309085

Á 240. fundi byggðarrás var eftirfarandi bókun samþykkt:

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að útsvarspósenta ársins 2024 verði óbreytt eða 14,74%.
Sveitarstjórn samþykkir að útsvarspósenta ársins 2024 verði óbreytt eða 14,74%.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

3.Loftlagsstefna

2305064

Lögð fram drög að loftlagsstefnu Rangárþings eystra. Samkvæmt lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál ber öllum sveitarfélögum að marka sér stefnu



í loftslagsmálum. Árið 2023 ákvað sveitarstjórn Rangárþings eystra í samvinnu við Samtök Sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) að móta loftslagsstefnu fyrir rekstur Rangárþings eystra til ársins 2033. Unnið hefur verið að gerð stefnunnar undanfarna mánuði, m.a. með stefnumótunarfundi sem haldinn var í maí þar sem fulltrúm nefnda og stofnanna sveitarfélagsins var boðin þáttaka.
Til máls tóku: GHÓ, RB, AKH.
Sveitarstjórn fagnar því að nú liggi fyrir metnaðarfull loftlagsstefna fyrir sveitarfélagið.
Sveitarstjórn samþykkir stefnuna og leggur til að strax verði hafist handa við agðerðir sem stefnan leggur til.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

4.Bergrisinn; Aðalfundur 16.október 2023

2309092

Lagt fram fundarboð á aðalfund Bergrisans sem haldinn verður í félagsheimilinu Borg í Grímsesi 16. október næstkomandi kl 13.30
Til máls tók: AKH,
Sveitarstjórn tilnefnir Sigríði Karólínu Viðarsdóttur, Bjarka Oddsson, Guri Hilstad Ólason, Tómas Birgir Magnússon og Árný Hrund Svavarsdóttur sem fulltrúa á aðalfundi og aukaaðalfundi Bergrisans kjörtímabilið 2022-2026. Til vara tilnefnir sveitarstjórn Rafn Bergsson, Christiane L. Bahner, Anton Kára Halldórsson, Kolbrá Lóu Ágústsdóttur og Elvar Eyvindsson.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5.Afmælishátíð í tilefni af 90 ára afmælis Hvolsvallar

2310019

Á 13. fundi Markaðs- og menningarnefndar var eftirfarandi bókað:

Markaðs- og menningarnefnd leggur til að haldin verði afmælishátíð í tilefni af 90 ára þéttbýlisafmæli Hvolsvallar þann 5. nóvember nk. Umræða fór fram um útfærslur á dagskrá og kostnað við hátíðina.

Samþykkt samhljóða.



Minnisblað um dagskrá og kostnað lagt fram.
Til máls tók: GHÓ.
Sveitarstjórn samþykkir drög að dagskrá og að afmælishátíðin verði haldin þann 5. nóvember 2023. Sveitarstjórn felur markaðs- og kynningarfulltrúa að undirbúa og sjá um framkvæmd hátíðarinnar.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

6.Breyting á nefndarskipan

2310030

Tillaga er um breytingu á nefndarskipan D-lista í fjölskyldunenfd Rangárþings eystra.

Angelia Fjóla Vilhjálmsdótttir hefur óskað eftir því að vikja úr fjölskyldunefnd vegna búferlaflutninga.

Tillaga er um að aðalmaður í fjölskyldunefnd í hennar stað verður Sandra Sif Úlfarsdóttir.

Tillaga er um að varamaður í fjölskyldunefnd verður Árný Hrund Svavarsdóttir.

Til máls tóku: AKH.
Sveitarstjórn samþykkir að aðalmaður í fjölskyldunefnd verður Sandra Sif Úlfarsdótti og varamaður í fjölskyldunefnd verður Árný Hrund Svavarsdóttir.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

7.Deiliskipulag - Bakkafit

2303090

Deiliskipulagstillagan að Bakkafit, áður Fögruhlíð lóð, L179457 gerir ráð fyrir byggingarreit, aðkomu og afmörkun lóðar á 16.3 ha landi. Núverandi byggingar á skipulagssvæðinu eru sumarbústaður 109 m2, 42. m2 vélageymsla og 37,3 m2 gesahús. Heimilt verður að breyta sumarbústað í íbúðarhús eða byggja allt að 250 m2 nýtt íbúðarhús. Einnig verður heimilt að byggja 50 m2 gestahús og stækka vélageymslu í allt að 400 m2. Hámarksmænishæð getur verið allt a 6,0 m.

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi: Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 19.apríl með athugasemdarfrest til 31.maí 2023. Tillagan var send til lögbundinna umsagnaraðila. Ein athugasemd barst frá Minjastofnun en það er mat nefndarinnar að þeim athugasemdum sé svarað í greinargerð. Engar aðrar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna og hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

8.Deiliskipulag - Litla-Dímon

2303097

Southcoast Adventure ehf. óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar í samræmi við meðfylgjandi skipulagsgögn. Um er að ræða ca 3,5 ha spildu úr Litla-Dímon L230219. Tillagan gerir ráð fyrir uppbyggingu tjaldsvæðis og tengdrar þjónustu. Innan byggingarreits B1 er gert ráð fyrir allt að 200 m2 aðstöðuhúsi með allt að 6,0m mænishæð mv. gólfplötu.

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi:

Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 19.apríl með athugasemdarfrest til 31.maí 2023. Tillagan var send til lögbundinna umsagnaraðila. Athugasemdir bárust frá Eldvarnareftirlitinu, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni ásamt ábendingum Veðurstofu Íslands. Brugðist hefur verið við athugasemdum frá umsagnaraðilum með óverulegri breytingu á skipulagsgögnum. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna og hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

9.Deiliskipulag - Hattfellsgil

2309029

Með deiliskipulaginu er verið að staðfesta landnotkun svæðisins. Skipulagssvæðið er 5.333 m2. að stærð. Heildar byggingarmagn verður alls 100 m2 við fjallaskálann ásamt 50 m2 hesthúsi eða geymslu. Gistileyfi verður fyrir 20 manns.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti tillöguna á fundi sínum þann 26.september sl. og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

10.Deiliskipulagsbreyting - Torfastaðir

2309049

Í deiliskipulags breytingunni er verið að heimila að hámarks mænishæð fari úr 4,7 m í 5,5 m.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti framkomna tillögu sem óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi og að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með grenndarkynningu. Grenndarkynnt verði fyrir Bjössabæ (L222408), Jónsbæ (L22407) og Torfastöðum 4 lóð 1 (203592).
Sveitarstjórn samþykkir framkomna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi og að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

11.Aðalskipulag - Eystra-Seljaland F7, breyting

2302072

Um er að ræða breytingu á landnotkun á spildunni Eystra-Seljaland F7 L231719 úr Landbúnaðarland (L) í verslun- og þjónustu (VÞ).

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi:

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að ekki sé ástæða að hafa hótelið á einni hæð enda sé það óhagkvæmara rekstrarlega séð og muni taka stærra land undir sig. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkomna breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins, að breytingin verði send til yfirferðar Skipulagsstofnunnar fyrir gildistöku í B-deild stjórnartíðinda í samræmi við 32.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd í samæmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

12.Aðalskipulag - Barkastaðir

2309076

Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að breyta 15 ha. landi úr Barkastöðum sem er landbúnaðarland (L2) í verslunar- og þjónustusvæði (VÞ) undir hótel sem rúmar 90 gesti.

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi:

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Sveitarstjórn samþykkir að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

13.Aðalskipulag - Brú

2309074

Með aðalskipulagsbreytingunni er gert ráð fyrir frístundarbyggð með allt að 50 frístundarlóðum, verslun- og þjónustsvæðið fer úr 3 ha. í allt að 42,7 ha. að stærð fyrir veitingarekstur, gestahús og hótel fyrir allt að 85 gesti.

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi:

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Sveitarstjórn samþykkir að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

14.Aðalskipulags breyting - Strengur milli Rimakots og Vestmannaeyja

2306050

Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að heimila að leggja tvo jarðstrengi að Vestmannaeyjum, Vestmannaeyjarlínu 4 og Vestmananeyjarlínu 5. Megin markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að koma upp fullnægjandi tvítengingu Vestmannaeyja við flutningskerfi raforku á Suðurlandi.

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Sveitarstjórn samþykkir að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynn hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

15.Aðalskipulag - Stóra-Mörk 1, breyting

2301088

Um er að ræða breytingu á landnotkun á jörðunum Stóra-Mörk 1 L163808, Stóra-Mörk 3 L163810 og Stóra-Mörk 3B L224421 úr landbúnaðarlandi (L) í ca 3,4 ha svæði undir verslun- og þjónustu (VÞ), ca 23 ha svæði undir afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF) og ca 27 ha svæði undir skógræktar- og landgræðslusvæði (SL).

Aðalskipulagsbreytingin var auglýst frá 25.júlí 2023 með athugasemdarfrest til 31.ágúst.

Athugasemd frá barst frá Umhverfisstofnun varðandi Nauthúsagil sem skipulags- og umhverfisnefnd metur að hafi verið brugðist við. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkomna breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins, að breytingin verði send til yfirferðar Skipulagsstofnunnar fyrir gildistöku í B-deild stjórnartíðinda við 32.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd í samæmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

16.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Tumastaðir skógrækt

2304085

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti þann 29.ágúst að grenndarkynna framkvæmdina fyrir Glámu, Ormskoti, Stóra-Kollabæ, Litla-Kollabæ og Torfastaða lóð en engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

17.Deiliskipulag - Eyvindarholt

2310016

TG-Travel óskar eftirheimild til deiliskipulagsgerðar að Eyvindarholti, L163761. Deiliskipulagstillgan gerir ráð fyrir tveimur byggingarreitum fyrir ferðaþjónustu á 3. ha. svæði. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinna við breytingu á deiliskipulagi verði heimiluð.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og heimilar deiliskipulagsgerð.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

18.Deiliskipulag - Miðey spilda 1

2310013

Deiliskipulagstillagan að Miðey, spilda 1, L222933 gerir ráð fyrir þremur byggingarreitum. Annarsvegar verður heimilt að byggja allt að 250 m2 íbúðarhús, 50 m2 gestahús og 200 m2 bílskúr á einum byggingarreitnum. Hinsvegar verður heimilt að byggja sjö 80 m2 gestahús á hinum tveimur byggingareitunum. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytta tillögu og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

19.Deiliskipulagsbreyting - Miðbær Hvolsvallar

2308027

Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæ Hvolsvallar. Breytingin gerir ráð fyrir kjallara fyrir byggingar sem standa við Vallarbraut 1-3 og Bæjarbraut 2-8. Um leið eykst nýtingarhlutfall á lóðunum úr 0,7 í 1,56. Bílastæði verður fækkað úr tveimur í eitt miðað við hvert íbúðarrými. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti þann 22.ágúst sl. að deiliskipulagsbreyting væri afgreidd svk. 2.gr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með grenndarkynningu. Grenndarkynnt var fyrir Vallarbraut 2, Vallarbraut 4, Vallarbraut 6 og Vallarbraut 8. Engar athugasemdir bárust til sveitarfélagsins Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: RB og AKH.
Sveitarstjórn samþykkir framkomna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

20.Deiliskipulag - Dílaflöt

2301085

Um er að ræða skipulagslýsingu vegna uppbyggingar í ferðaþjónustu á ca. 15 ha. svæði úr spildunni Dílaflöt, L234644. Fyrirhugað er að byggja upp lítil gestahús til útleigu til ferðamanna. Deiliskipulagstillagan var auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu frá 25.júlí sl. til 31.ágúst 2023. Athugasemdir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, þar sem bent var á orðalag og fráveitulögnum sem brugðist hefur verið við og rökstutt. Einnig bárust ábendingar frá Náttúrurstofnun Íslands um fuglavernd og Veðurstofa Íslands bendir á hættu vegna flóða og leggur til að ekki verði heimilt að vera með kjallara ásamt því að byggð verði lyfft allt að 1. m. yfir jarðvegsyfirborð. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið veðri afgreidd skv. 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna og hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

21.Aðalskipulag - Dílaflöt, breyting

2301089

Um er að ræða breytingu á landnotkun á ca 15 ha svæði úr spildunni Dílaflöt L234644 úr Landbúnaðarland (L) í verslun- og þjónustu (VÞ). Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkomna breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins, að breytingin verði send til yfirferðar Skipulagsstofnunnar fyrir gildistöku í B-deild stjórnartíðinda í samræmi við 32.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

22.Aðalskipulag - Steinar 1, breyting

2304022

Um er að ræða breytingu á landnotkun á hluta jarðarinnar Steinar 1 L163721 og lóðarinnar Hvassafell 2, samtals að stærð 107,6 ha, L219654 úr Landbúnaðarland (L) í verslun- og þjónustu (VÞ). Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna aðalskipulagsbreytingu og mælist til þess að breytingin verði auglýst og kynnt fyrir almenningi svk. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagna verði auglýst og kynnt fyrir almenningi skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

23.Aðalskipulagsbreyting - Dímonarflöt 1-7

2307052

Aðalskipulagsbreytingin gerir ráð fyrir að 51,6 ha. landbúnaðarlandi (L2) verði breytt í frístundarbyggð (F). Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar með fyrirvara um að leiðrétta stærð landeignar. Mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykki framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og að hún verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

24.Umsögn vegna rekstrarleyfis - Réttarmói 8

2308063

Sýslumaður Suðurlands óskar eftir umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs í flokki II-G að Réttarmóa 8, 861 Hvolsvelli.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

25.Umsögn vegna rekstrarleyfi - Hamar

2310017

Sýslumaðurinn á suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar um rekstrarleyfi að Hamri, Rangárþingi eystra fyrir gistiheimili í flokki II-C, minna gistiheimili.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

26.Byggðarráð - 240

2309010F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 240. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðfesti í heild.

27.Skipulags- og umhverfisnefnd - 31

2309009F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 31. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð staðfest í heild sinni.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 31 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drög að umsögn er varðar fyrirhugaðar vermitjarnir og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 31 Í ljósi umsagna er bárust við grenndarkynningu veitir skipulags- og umhverfisnefnd neikvæða umsögn er varðar umsókn um rekstrarleyfi að Langanesi 20 og 22. Umrætt svæði er skv. gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra frístundahúsasvæði.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 31 Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 19.apríl með athugasemdarfrest til 31.maí 2023. Tillagan var send til lögbundinna umsagnaraðila. Ein athugasemd barst frá Minjoastofnun en það er mat nefndarinnar að þeim athugasemdum sé svarað í greinargerð. Engar aðrar athugasemdir bárust.
    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 31 Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 19.apríl með athugasemdarfrest til 31.maí 2023. Tillagan var send til lögbundinna umsagnaraðila. Athugasemdir bárust frá Eldvarnareftirlitinu, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni ásamt ábendingum Veðurstofu Íslands. Brugðist hefur verið við athugasemdum frá umsagnaraðilum með óverulegri breytingu á skipulagsgögnum.
    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 31 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi og að það verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 31 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna tillögu sem óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi við Torfastaði. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að breytingin verði afgreidd skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með grenndarkynningu. Grenndarkynnt verði fyrir Bjössabæ (L222408), Jónsbæ (L22407) og Torfastöðum 4 lóð 1 (203592).
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 31 Skipulags- og umhverfisnefnd telur að ekki sé ástæða að hafa hótelið á einni hæð enda sé það óhagkvæmara rekstrarlega séð og muni taka stærra land undir sig.
    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkomna breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins, að breytingin verði send til yfirferðar Skipulagsstofnunnar fyrir gildistöku í B-deild stjórnartíðinda í samræmi við 32.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 31 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 27.9 2309074 Aðalskipulag - Brú
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 31 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 31 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 31 Athugasemd frá barst frá Umhverfisstofnun varðandi Nauthúsagil sem skipulags- og umhverfisnefnd metur að hafi verið brugðist við.
    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkomna breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins, að breytingin verði send til yfirferðar Skipulagsstofnunnar fyrir gildistöku í B-deild stjórnartíðinda við 32.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 31 Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Jóhanni Inga Magnússyni fyrir kynninguna.
  • 27.13 2305064 Loftlagsstefna
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 31
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 31
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 31
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 31

28.Skipulags- og umhverfisnefnd - 32

2310004F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 32. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð staðfest í heild sinni.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 32 Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur byggðarþróunnarfulltrúa að vinna málið áfram.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 32 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti þann 29.ágúst að grenndarkynna framkvæmdina fyrir Glámu, Ormskoti, Stóra-Kollabæ, Litla-Kollabæ og Torfastaða lóð en engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmarleyfi verði veitt.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 32 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti þann 12.september 2023 að grenndarkynna rekstrarleyfis umsóknina. Athugasemdir bárust en skipulags- og umhverfisnefnd gefur jákvæða umsögn vegna rekstrarleyfis að Réttarmóa 8. Samþykkt með fjórum atkvæðum, BÓ, SÞÞ, EE og GÓ. BO og GHÓ sitja hjá.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 32 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinna að breytingu á deiliskipulagi verði heimiluð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 32 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytta tillögu og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 32 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti þann 22.ágúst sl. að deiliskipulagsbreyting væri afgreidd svk. 2.gr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með grenndarkynningu. Grenndarkynnt var fyrir Vallarbraut 2, Vallarbraut 4, Vallarbraut 6 og Vallarbraut 8. Engar athugasemdir bárust til sveitarfélagsinsÞ Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 32 Deiliskipulagstillagan var auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu frá 25.júlí sl. til 31.ágúst 2023. Athugasemdir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, þar sem bent var á orðalag og fráveitulögnum sem brugðist hefur verið við og rökstutt. Einnig bárust ábendingar frá Náttúrurstofnun Íslands um fuglavernd og Veðurstofa Íslands bendir á hættu vegna flóða og leggur til að ekki verði heimilt að vera með kjallara ásamt því að byggð verði lyfft allt að 1. m. yfir jarðvegsyfirborð.
    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið veðri afgreidd skv. 42.gr. skipulagslaga nr. 213/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 32 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkomna breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins, að breytingin verði send til yfirferðar Skipulagsstofnunnar fyrir gildistöku í B-deild stjórnartíðinda í samræmi við 32.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 32 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að breytingin verði auglýst og kynnt fyrir almenningi svk. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 32 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar með fyrirvara um að leiðrétta stærð landeignar. Mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 32 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og stefnir á áframhaldandi vinnu varðandi orkuskipti í sveitarfélaginu.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 32

29.Markaðs- og menningarnefnd - 12

2309004F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 12. fundar Markaðs- og menningarnefndar.
Fundargerð staðfest í heild sinni.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 12 Markaðs- og menningarnefnd þakkar Stefáni kærlega fyrir greinargóða kynningu á starfi Byggðarþróunarfulltrúa.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 12 Nefndin tekur vel í hugmyndina og felur starfsmanni nefndarinnar að halda áfram með verkefnið samkvæmt umræðum á fundinum.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 12 Nefndin tekur fyrir gjaldskrá félagsheimilana og ræðir ýmsar hugmyndir um hvernig hægt er að auka tekjur af húsunum.

30.Markaðs- og menningarnefnd - 13

2310005F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 13. fundar Markaðs- og menningarnefndar.
Fundargerð staðfest í heild sinni.

31.Ungmennaráð - 31

2309006F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 31. fundar Ungmennaráðs.
Til máls tóku: BO, GHÓ og SKV.
Fundargerð staðfest í heild sinni.
Sveitarstjóra falið að boða ungmennaráð til fundar við sveitarstjórn.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
  • Ungmennaráð - 31 Laufey sagði frá starfi félagsmiðstöðvarinnar og svaraði spurningum nefndarmanna. Mikill fjöldi barna er í dagstarfi og mikil aukning í kvöldstarfinu. Búið er að mynda Tvistráð og mun það fara á Landsmót Samfés sem verður á Akureyri síðar á þessu ári. Eins er Laufey að skoða Erasmus styrki og möguleika á samstarfi við aðrar félagasmiðstöðvar varðandi það.
    Nefndarmenn þökkuðu Laufey fyrir komuna.
  • Ungmennaráð - 31 Tveir eru að hætta í ungmennaráði því þau hafa verið í tvö ár. Inn koma fulltrúar frá Tvistinum og nemendaráði Hvolsskóla. Erindisbréfið verður skoðað með tilliti fjölda fulltrúa á næsta fundi.
  • 31.3 2209051 Ungmennaþing
    Ungmennaráð - 31 Fyrir næsta þingi verður enginn eldri en 25 ára. Ungmennin sjá um spurningar og ritun.
    Hafa þingið á laugardegi og hafa hópana tvískipta. Yngri og eldri.
    Happadrætti.
    Pizzur, nammi og gos.
    Frekari umræða verður tekin með nýju ungmennaráði.
  • 31.4 2308064 Samfellan 2023-2024
    Ungmennaráð - 31 Ólafur Örn yfir samfellustarfið. Nýjar greinar eru judo og fimleikar. Starfi fer vel af stað og er íþróttahúsið nánast fullnýtt alla daga og kvöld vikunnar.

    Nefndarmenn ungmennaráðs lýstu vonbrigðum sínum á því að hafa ekki verið með í ráðum þegar ákveðið var að loka Skjólinu kl. 16:00 en skólabílar fara kl. 17:00.

    Ungmennaráð óskar eftir svörum frá Fjölskyldunefnd:
    Á fundi 9. fundi fjölskyldunefndar Rangárþings eystra þann 17. maí 2023 var samþykkt að loka skólaskjólinu klukkutíma fyrr en verið hefur, þe. kl 16:00 í stað 17:00. Þetta þýðir að þau börn sem eru að klára æfingu kl. 16:00 og eiga að fara í skólabíl heim þurfa að bíða í klukktutíma eftir bílnum annarsstaðar en í Skjólinu. Félagsmiðstöðin Tvisturinn er aðeins fyrir börn og unglinga í 5. bekk og eldri. Því eiga börnin í 1. - 4. bekk engan stað til að vera á eftir að æfingum lýkur.
    Sveitarfélagið er einnig hluti af Barnvænu samfélagi þar sem hagsmunir barna og ungmenna eiga að vera hafðir að leiðarljósi.
    Þess vegna óskar ungmennaráð eftir svörum frá Fjölskyldunefndinni við eftirfarandi spurningum:
    1) Hvers vegna var tillagan ekki kynnt ungmennaráði áður en Fjölskyldunefnd samþykkti hana?
    2) Hvar eiga börnin sem klára æfingu kl. 16:00 en ætla að taka skólabíl kl. 17:00 að vera?
    3) Hvernig komst nefndin að þessari niðurstöðu úr frá Barnvænu samfélagi? Hver eru rökin?
    4) Á hvers ábyrgð eru börnin þegar þau bíða fyrir framan tónlistarskólann, í íþróttahúsinu eða jafnvel úti?
    5) Hversu mörg börn þurfa að bíða eftir skólabíl eftir að þau klára æfingu kl. 16:00?
    6) Var starfshópurinn í Barnvænu samfélagi upplýst um þessa og leitað eftir hennar áliti áður en hún var samþykkt?
  • Ungmennaráð - 31 1) Ungmennaráð skorar á nemendaráð að beita sér fyrir því unglingar sem eru í vali utan skóla fái að fara fyrr úr tímum til þess að ná skólabíl. Ef þau ná ekki skólabíl mega þau ekki vera í skólanum.

    2) Ungmennaráð leggur til að það verði morgunmatur fyrir alla nemendur Hvolsskóla alla morgna. Nemendur í skólabílum koma mörg hver svöng og með tóman maga í skólann á morgnana. Góður morgunmatur er nauðsynlegur fyrir alla.

32.Fjölskyldunefnd - 11

2309007F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 11. fundar Fjölskyldunefndar.
Fundargerð staðfest í heild sinni.
  • Fjölskyldunefnd - 11 Fjölskyldunefnd óskar eftir nánari upplýsingum frá KPMG um hvað fellst í greiningunni, ítarlega verkáætlun ásamt tímaramma.
  • Fjölskyldunefnd - 11 Fjölskyldunefnd fagnar því að aðgerðir við bætingu hljóðvistar séu komnar á dagskrá.
  • Fjölskyldunefnd - 11 Fjölskyldunefnd þykir eðlilegt að gjaldskrár fylgi vísitölu en hækki ekki að öðru leiti.
  • Fjölskyldunefnd - 11 Fjölskyldunefnd þykir eðlilegt að gjaldskrár fylgi vísitölu en hækki ekki að öðru leyti.
  • Fjölskyldunefnd - 11 Fjölskyldunefnd staðfestir Ársskýrslu leikskólans Arkar skólaárið 2022-2023.
  • Fjölskyldunefnd - 11 Nefndin samþykkir erindið samhljóða og óskar eftir því við sveitarstjórn að erindið verði tekið fyrir og samþykkt. Bókun fundar Til máls tók: BO.
    Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.
    Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
  • Fjölskyldunefnd - 11 Fjölskyldunefnd þykir eðlilegt að gjaldskrár fylgi vísitölu en hækki ekki að öðru leyti.
  • Fjölskyldunefnd - 11 Farið yfir hugmyndir um móttöku nýrra íbúa í sveitarfélaginu.
  • Fjölskyldunefnd - 11 Fjölskyldunefnd leggur til við sveitarstjórn að stofnað verði Fjölmenningarráð í Rangárþingi eystra sem myndi heyra undir Fjölskyldunefnd. Bókun fundar Til máls tók: AKH.
    Sveitarstjórn samþykkir að stofnað verði fjölmenningarráð í Rangárþingi eystra skv. meðfylgjandi tillögu fulltrúa Rangárþings eystra í fjölmenningarverkefni SASS.
    Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
  • Fjölskyldunefnd - 11 Fjölskyldunefnd leggur til að styrkumsóknin verði samþykkt og að fræðslan verði nýtt til fræðslu fyrir íbúa í sveitarfélaginu.

33.Gjöf til Rangárþings eystra; Ung móðir; Nína Sæmundsson

2309063

Ættingjar Nínu Sæmundsson færðu sveitarfélaginu númeraða afsteypu af styttunni Ung móðir eftir Nínu í tilefni af afhhjúpun Afrekshugs í miðbæ sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn þakkar gefendum hjartanlega fyrir rausnarlega gjöf.

34.Ráðstefna um fíknistefnu

2310020

Vakin er athygli kjörinna fulltrúa í Rangárþingi eystra á þverfaglegri ráðstefnu um mannréttindamiðaða nálgun í mótun fíknistefnu í velferðarríkjum. Ráðstefnan er skipulögð af Rótinni og RIKK Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands og fer fram þann 17. og 18. október á Hótel Reykjavík Grand.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:08.