31. fundur 26. september 2023 kl. 12:30 - 14:10 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Heiðbrá Ólafsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Anna Runólfsdóttir
  • Baldur Ólafsson aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Elvar Eyvindsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
  • Lea Birna Lárusdóttir varamaður
    Aðalmaður: Guri Hilstad Ólason
  • Sigurður Þór Þórhallsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Ósk um umsögn - tenging við vatn í Eystri Rangá

2309015

Rangárþing Ytra óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðra vermitjarna í landi Keldna.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drög að umsögn er varðar fyrirhugaðar vermitjarnir og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

2.Grenndarkynning - Langanes 20 og 22

2308014

Birnuból ehf. óskar eftir rekstrarleyfi að Langanesi 20, L193239 og Langanesi 22, L193241. Samkvæmt aðalskipulagi sveitarfélagsins þarf að grenndarkynna rekstur í frístundabyggðum og meta aðstæður hverju sinni.
Í ljósi umsagna er bárust við grenndarkynningu veitir skipulags- og umhverfisnefnd neikvæða umsögn er varðar umsókn um rekstrarleyfi að Langanesi 20 og 22. Umrætt svæði er skv. gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra frístundahúsasvæði.

3.Deiliskipulag - Bakkafit

2303090

Haukur Garðarsson óskar eftir því að fá að deiliskipuleggja lóðina Bakkafit (Fagrahlíð lóð L179457) sem er um 17 ha að stærð. Í meðfylgjandi skipulagslýsingu kemur fram að markmið með deiliskipulagsgerð sé að gera ráð fyrir afmörkun lóðar, aðkomu og byggingarreit.
Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 19.apríl með athugasemdarfrest til 31.maí 2023. Tillagan var send til lögbundinna umsagnaraðila. Ein athugasemd barst frá Minjoastofnun en það er mat nefndarinnar að þeim athugasemdum sé svarað í greinargerð. Engar aðrar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.

4.Deiliskipulag - Litla-Dímon

2303097

Southcoast Adventure ehf. óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar í samræmi við meðfylgjandi skipulagsgögn. Um er að ræða ca 3,5 ha spildu úr Litla-Dímon L230219. Tillagan gerir ráð fyrir uppbyggingu tjaldsvæðis og tengdrar þjónustu. Innan byggingarreits B1 er gert ráð fyrir allt að 200 m2 aðstöðuhúsi með allt að 6,0m mænishæð mv. gólfplötu.
Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 19.apríl með athugasemdarfrest til 31.maí 2023. Tillagan var send til lögbundinna umsagnaraðila. Athugasemdir bárust frá Eldvarnareftirlitinu, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni ásamt ábendingum Veðurstofu Íslands. Brugðist hefur verið við athugasemdum frá umsagnaraðilum með óverulegri breytingu á skipulagsgögnum.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.

5.Deiliskipulag - Hattafellsgil

2309029

Með deiliskipulaginu er verið að staðfesta landnotkun svæðisins. Skipulagssvæðið er 5.333 m2. að stærð. Heildar byggingarmagn verður alls 100 m2 við fjallaskálann ásamt 50 m2 hesthúsi eða geymslu. Gistileyfi verður fyrir 20 manns.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi og að það verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Deiliskipulagsbreyting - Torfastaðir

2309049

Í deiliskipulags breytingunni er verið að heimila að hámarks mænishæð fari úr 4,7 m í 5,5 m.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna tillögu sem óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi við Torfastaði. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að breytingin verði afgreidd skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með grenndarkynningu. Grenndarkynnt verði fyrir Bjössabæ (L222408), Jónsbæ (L22407) og Torfastöðum 4 lóð 1 (203592).

7.Aðalskipulag - Eystra-Seljaland F7, breyting

2302072

Um er að ræða breytingu á landnotkun á spildunni Eystra-Seljaland F7 L231719 úr Landbúnaðarland (L) í verslun- og þjónustu (VÞ).
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að ekki sé ástæða að hafa hótelið á einni hæð enda sé það óhagkvæmara rekstrarlega séð og muni taka stærra land undir sig.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkomna breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins, að breytingin verði send til yfirferðar Skipulagsstofnunnar fyrir gildistöku í B-deild stjórnartíðinda í samræmi við 32.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Aðalskipulag - Barkastaðir

2309076

Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að breyta 15 ha. landi úr Barkastöðum sem er landbúnaðarland (L2) í verslunar- og þjónustusvæði (VÞ) undir hótel sem rúmar 90 gesti.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Aðalskipulag - Brú

2309074

Með aðalskipulagsbreytingunni er gert ráð fyrir frístundarbyggð með allt að 50 frístundarlóðum, verslun- og þjónustsvæðið fer úr 3 ha. í allt að 42,7 ha. að stærð fyrir veitingarekstur, gestahús og hótel fyrir allt að 85 gesti.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Aðalskipulags breyting - Strengur milli Rimakots og Vestmannaeyja

2306050

Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að heimila að leggja tvo jarðstrengi að Vestmannaeyjum, Vestmannaeyjarlínu 4 og Vestmananeyjarlínu 5. Megin markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að koma upp fullnægjandi tvítengingu Vestmannaeyja við flutningskerfi raforku á Suðurlandi.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Aðalskipulag - Stóra-Mörk 1, breyting

2301088

Um er að ræða breytingu á landnotkun á jörðunum Stóra-Mörk 1 L163808, Stóra-Mörk 3 L163810 og Stóra-Mörk 3B L224421 úr landbúnaðarlandi (L) í ca 3,4 ha svæði undir verslun- og þjónustu (VÞ), ca 23 ha svæði undir afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF) og ca 27 ha svæði undir skógræktar- og landgræðslusvæði (SL).
Athugasemd frá barst frá Umhverfisstofnun varðandi Nauthúsagil sem skipulags- og umhverfisnefnd metur að hafi verið brugðist við.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkomna breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins, að breytingin verði send til yfirferðar Skipulagsstofnunnar fyrir gildistöku í B-deild stjórnartíðinda við 32.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Fyrirspurn - Hleðslustöðvar ON í Rangárþingi eystra

2308076

Orka Náttúrunnar kynnir fyrir skipulags- og umhverfisnefnd hugmyndir þeirra um uppbyggingu hleðsluvinnviða í Rangárþingi eystra.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Jóhanni Inga Magnússyni fyrir kynninguna.

13.Loftlagsstefna

2305064

Samkvæmt lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál ber öllum sveitarfélögum að marka sér stefnu í loftslagsmálum. Árið 2023 ákvað sveitarstjórn Rangárþings eystra í samvinnu við Samtök Sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) að móta loftslagsstefnu fyrir rekstur Rangárþings eystra til ársins 2033.

14.Samráðsgátt; Hvítbók um skipulagsmál

2309075

Hvítbók um skipulagsmál er í kynningu í samráðsgátt stjórnvalda. Hvítbókin er annar liður í endurskoðun á landsskipulagsstefnu 2015-2026. Óskað er eftir umsögn hagaðila og senda í samráðsgáttina.

15.Ályktun - Skógarreitir og græn svæði innan byggðar

16.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 99

2309008F

  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 99 Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd og samþykkir að fjölga fasteignarnúmerum að Hallgerðartúni 69-75.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 99 Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 99 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athguasemd við veitingu rekstrarleyfis.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 99 Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 99 Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 99 Byggingarheimild til niðurrifs verður gefin út að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
    - Vottorð um að eignin sé veðbandalaus verði lagt fram.
    - Áætlun um meðhöndlun byggingar- og niðurrifsúrgangs verði lögð fram.
    - Byggingarstjóri verði skráður á framkvæmdina.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 99 Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Fundi slitið - kl. 14:10.