11. fundur 20. september 2023 kl. 13:00 - 15:00 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Sandra Sif Úlfarsdóttir
    Aðalmaður: Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir formaður
  • Ingibjörg Marmundsdóttir
    Aðalmaður: Rafn Bergsson
  • Lea Birna Lárusdóttir
  • Ásta Brynjólfsdóttir
  • Ólafur Þórisson
    Aðalmaður: Ágúst Leó Sigurðsson
  • Unnur Óskarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Sigurmundur Páll Jónsson áheyrnarfulltrúi foreldra
Starfsmenn
  • Birna Sigurðardóttir skólastjóri
  • Sólbjört Sigríður Gestsdóttir leikskólastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Guðrún Lárusdóttir
Dagskrá
Fulltrúi L- lista boðaði forföll og ekki tókst að boða varamann í hennar stað.

1.Hvolsskóli; Greining á húsnæðisþörf

2307029

Fjölskyldunefnd óskar eftir nánari upplýsingum frá KPMG um hvað fellst í greiningunni, ítarlega verkáætlun ásamt tímaramma.

2.Erindi starfsmanna yngsta stigs Hvolsskóla

2306064

Fjölskyldunefnd fagnar því að aðgerðir við bætingu hljóðvistar séu komnar á dagskrá.

3.Endurskoðun gjaldskrár um mötuneyti Hvolsskóla

2309042

Fjölskyldunefnd þykir eðlilegt að gjaldskrár fylgi vísitölu en hækki ekki að öðru leiti.

4.Endurskoðun gjaldskrár um Skólaskjól

2309043

Fjölskyldunefnd þykir eðlilegt að gjaldskrár fylgi vísitölu en hækki ekki að öðru leyti.

5.Leikskólinn Aldan; Ársskýrsla 2022-2023

2309057

Fjölskyldunefnd staðfestir Ársskýrslu leikskólans Arkar skólaárið 2022-2023.

6.Leikskólinn Aldan; Beiðni um skráningardagar

2309058

Nefndin samþykkir erindið samhljóða og óskar eftir því við sveitarstjórn að erindið verði tekið fyrir og samþykkt.

7.Endurskoðun gjaldskrár um leikskóla

2309044

Fjölskyldunefnd þykir eðlilegt að gjaldskrár fylgi vísitölu en hækki ekki að öðru leyti.

8.Móttökuáætlun fyrir nýja íbúa

2308045

Farið yfir hugmyndir um móttöku nýrra íbúa í sveitarfélaginu.

9.Stofnun Fjölmenningarráð

2309055

Fjölskyldunefnd leggur til við sveitarstjórn að stofnað verði Fjölmenningarráð í Rangárþingi eystra sem myndi heyra undir Fjölskyldunefnd.

10.ADHD samtökin; styrkbeiðni 2023

2307053

Fjölskyldunefnd leggur til að styrkumsóknin verði samþykkt og að fræðslan verði nýtt til fræðslu fyrir íbúa í sveitarfélaginu.

Fundi slitið - kl. 15:00.