31. fundur 18. september 2023 kl. 19:30 - 21:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Ólafsson formaður
  • Sigurþór Árni Helgason
  • Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage
  • Heimir Árni Erlendsson
  • Ólafía Ragnheiður Þórðardóttir
  • Fannar Óli Ólafsson
  • Björk Friðriksdóttir
Starfsmenn
  • Ólafur Örn Oddsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ólafur Örn Oddsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Heimsókn starfsmanns svetiarfélagsins

2209122

Laufey Hanna Tómasdóttir kemur á fund og segir frá starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Tvisturinn og því sem framundan er.
Laufey sagði frá starfi félagsmiðstöðvarinnar og svaraði spurningum nefndarmanna. Mikill fjöldi barna er í dagstarfi og mikil aukning í kvöldstarfinu. Búið er að mynda Tvistráð og mun það fara á Landsmót Samfés sem verður á Akureyri síðar á þessu ári. Eins er Laufey að skoða Erasmus styrki og möguleika á samstarfi við aðrar félagasmiðstöðvar varðandi það.
Nefndarmenn þökkuðu Laufey fyrir komuna.

2.Umsóknir og val í ungmennaráð

2209056

Undirbúa þarf auglýsingu og val í ungmennaráð. Fara yfir hverjir eru að hætta og hverjir halda áfram samkvæmt erindisbréfi.
Tveir eru að hætta í ungmennaráði því þau hafa verið í tvö ár. Inn koma fulltrúar frá Tvistinum og nemendaráði Hvolsskóla. Erindisbréfið verður skoðað með tilliti fjölda fulltrúa á næsta fundi.

3.Ungmennaþing

2209051

Undirbúningur fyrir ungmennaþing 2023. Hvað gekk vel síðast og hvað þarf að gera betur.
Fyrir næsta þingi verður enginn eldri en 25 ára. Ungmennin sjá um spurningar og ritun.
Hafa þingið á laugardegi og hafa hópana tvískipta. Yngri og eldri.
Happadrætti.
Pizzur, nammi og gos.
Frekari umræða verður tekin með nýju ungmennaráði.

4.Samfellan 2023-2024

2308064

Ólafur Örn fer yfir íþrótta og tómstundastarfið í vetur.
Ólafur Örn yfir samfellustarfið. Nýjar greinar eru judo og fimleikar. Starfi fer vel af stað og er íþróttahúsið nánast fullnýtt alla daga og kvöld vikunnar.

Nefndarmenn ungmennaráðs lýstu vonbrigðum sínum á því að hafa ekki verið með í ráðum þegar ákveðið var að loka Skjólinu kl. 16:00 en skólabílar fara kl. 17:00.

Ungmennaráð óskar eftir svörum frá Fjölskyldunefnd:
Á fundi 9. fundi fjölskyldunefndar Rangárþings eystra þann 17. maí 2023 var samþykkt að loka skólaskjólinu klukkutíma fyrr en verið hefur, þe. kl 16:00 í stað 17:00. Þetta þýðir að þau börn sem eru að klára æfingu kl. 16:00 og eiga að fara í skólabíl heim þurfa að bíða í klukktutíma eftir bílnum annarsstaðar en í Skjólinu. Félagsmiðstöðin Tvisturinn er aðeins fyrir börn og unglinga í 5. bekk og eldri. Því eiga börnin í 1. - 4. bekk engan stað til að vera á eftir að æfingum lýkur.
Sveitarfélagið er einnig hluti af Barnvænu samfélagi þar sem hagsmunir barna og ungmenna eiga að vera hafðir að leiðarljósi.
Þess vegna óskar ungmennaráð eftir svörum frá Fjölskyldunefndinni við eftirfarandi spurningum:
1) Hvers vegna var tillagan ekki kynnt ungmennaráði áður en Fjölskyldunefnd samþykkti hana?
2) Hvar eiga börnin sem klára æfingu kl. 16:00 en ætla að taka skólabíl kl. 17:00 að vera?
3) Hvernig komst nefndin að þessari niðurstöðu úr frá Barnvænu samfélagi? Hver eru rökin?
4) Á hvers ábyrgð eru börnin þegar þau bíða fyrir framan tónlistarskólann, í íþróttahúsinu eða jafnvel úti?
5) Hversu mörg börn þurfa að bíða eftir skólabíl eftir að þau klára æfingu kl. 16:00?
6) Var starfshópurinn í Barnvænu samfélagi upplýst um þessa og leitað eftir hennar áliti áður en hún var samþykkt?

5.Ungmennaráð - Önnur mál.

2304007

Önnur mál.
1) Ungmennaráð skorar á nemendaráð að beita sér fyrir því unglingar sem eru í vali utan skóla fái að fara fyrr úr tímum til þess að ná skólabíl. Ef þau ná ekki skólabíl mega þau ekki vera í skólanum.

2) Ungmennaráð leggur til að það verði morgunmatur fyrir alla nemendur Hvolsskóla alla morgna. Nemendur í skólabílum koma mörg hver svöng og með tóman maga í skólann á morgnana. Góður morgunmatur er nauðsynlegur fyrir alla.

Fundi slitið - kl. 21:00.