240. fundur 28. september 2023 kl. 08:15 - 10:15 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Bjarki Oddsson varamaður
    Aðalmaður: Rafn Bergsson
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá

1.Dagur sauðkindarnnar 2023; beiðni um styrk

2309059

Tekið fyrir erindi félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu, þar sem óskað er eftir styrk fyrir hátíðina "Dag sauðkindarinnar". Í ár fer dagurinn fram 14. október og verður á Hvolsvelli.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að styrkja félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu um 70.000 kr. vegna hátíðarinnar "Dagur sauðkindarinnar" sem haldin verður í Skeiðvangi, Hvolsvelli þann 14. október 2023. Byggðarráð bendir á að framvegis er farvegur fyrir umsóknir um menningartengda styrki í gegnum menningarnefnd sem auglýsir styrki til úthlutunar tvisar sinnum á ári.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

2.Glamping ehf; fyrirspurn um leigu sumar 2024

2309070

Glamping ehf. óskar eftir leigu á félagsheimilinu Goðalandi með sambærilegum hætti og um var að ræða sumarið 2023.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið. Að mati byggðarráðs gekk sú útfærsla sem viðhöfð var á leigu á Goðalandi sl. sumar vel. Hins vegar sér byggðarráð sér ekki fært að gera samning um útleigu nema til eins sumars í senn og þá með engum skuldbindingum er varðar forleigu eða forkaupsrétt. Sveitarstjóra falið að vinna að samkomulagi milli aðila og leggja fyrir byggðarráð til staðfestingar.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

3.Djúpidalur; Ósk um að Rangárþing eystra falli frá forkaupsrétti

2309082

Tekið fyrir erindi Benedikts Valbers þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið falli frá forkaupsrétti á landi Djúpadals.
Byggðarráð tekur ekki afstöðu til þess hvort fallið verði frá forkaupsrétti fyrr en kaupsamningur milli aðila liggur fyrir líkt og gert er við alla forkaupsréttarsamninga sveitarfélagsins.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

4.Djúpidalur; Ósk um kaup á lóð Rangárþings eystra

2309084

Tekið fyrir erindi Benedikts Valbers þar sem óskað er eftir því við sveitarfélagið að ábúendur í Djúpadal fái að kaupa lóð í eigu sveitarfélagsins sem er undir húsum að Djúpadal.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að selja ábúendum í Djúpadal lóðina. Sveitarstjóra falið að vinna að kaupsamningi milli aðila og leggja fyrir byggðarráð til staðfestingar.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

5.Tillaga um útsvarsprósentu 2024

2309085

Tillaga að útvarpsprósentu fyrir árið 2024 tekin til umræðu.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að útsvarspósenta ársins 2024 verði óbreytt eða 14,74%.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

6.Áætluð álagning fasteignagjalda 2024

2306033

Tekin til umræðu áætlun vegna fasteignagjalda 2024.
Lagt fram til kynningar.

7.Loftlagsstefna

2305064

Lögð fram drög að loftlagsstefnu Rangárþings eystra. Samkvæmt lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál ber öllum sveitarfélögum að marka sér stefnu

í loftslagsmálum. Árið 2023 ákvað sveitarstjórn Rangárþings eystra í samvinnu við Samtök Sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) að móta loftslagsstefnu fyrir rekstur Rangárþings eystra til ársins 2033. Unnið hefur verið að gerð stefnunnar undanfarna mánuði, m.a. með stefnumótunarfundi sem haldinn var í maí þar sem fulltrúm nefnda og stofnanna sveitarfélagsins var boðin þáttaka.
Byggðarráð fagnar því að vinna við loftlagsstefnu Rangárþings eystra sé á lokametrunum.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

8.Katla Jarðvangur; 72. fundur stjórnar 5.9.23

2309073

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 72. fundar stjórnar Kötlu jarðvangs.
Fundargerð lögð fram.

9.Katla Jarðvangur; 70. fundur stjórnar 27.06.23

2309071

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 73. fundar stjórnar Kötlu jarðvangs.
Fundargerð lögð fram.

10.Katla Jarðvangur; 71. fundur stjórnar 5.7.23

2309072

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 71. fundar stjórnar Kötlu jarðvangs.
Fundargerð lögð fram.

11.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs; 231. fundur stjórnar

2309088

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 231. fundar stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.
Fundargerð lögð fram.

12.Samband íslenskra sveitarfélaga; 932. fundur stjórnar

2309047

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 932. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram.

13.Samband íslenskra sveitarfélaga; 933. fundur stjórnar

2309067

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 932. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram.

14.SASS; 598. fundur stjórnar

2309069

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 598. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram.

15.SASS; 599. fundur stjórnar

2309068

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 599. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram.

16.SASS; 600. fundur stjórnar

2309083

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 600. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram.

17.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2023

2304004

Lagt fram til umræðu og kynningar tillaga til þingsályktunar um réttlát græn umskipti, 3. mál.



Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.