32. fundur 10. október 2023 kl. 12:30 - 14:10 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Baldur Ólafsson aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Elvar Eyvindsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Sigurður Þór Þórhallsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulagsfulltrúi
  • Arnar Jónsson Köhler embættismaður
Fundargerð ritaði: Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá
SFF byggðarþróunnarfulltrúi kemur inn á fund

1.Austurvegur 18 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

2308032

Knattspyrnufélag Rangæinga óskar eftir byggingarheimild fyrir auglýsingarskilti við Þjóðveg 1 skv. meðfylgjandi gögnum. Umsókninni er vísað til skipulags- og umhverfisnefdar.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur byggðarþróunnarfulltrúa að vinna málið áfram.
SFF byggðarþróunnarfulltrúi yfirgefur fund. AKH yfirgefur fund.

2.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Tumastaðir skógrækt

2304085

Skógrækt ríkisins óskar eftir framkvæmdarleyfi fyrir skógrækt á 3 ha. svæði í landi Tumastaða.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti þann 29.ágúst að grenndarkynna framkvæmdina fyrir Glámu, Ormskoti, Stóra-Kollabæ, Litla-Kollabæ og Torfastaða lóð en engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmarleyfi verði veitt.

3.Umsögn vegna rekstrarleyfis - Réttarmói 8

2308063

Sýslumaður Suðurlands óskar eftir umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs í flokki II-G að Réttarmóa 8, 861 Hvolsvelli.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti þann 12.september 2023 að grenndarkynna rekstrarleyfis umsóknina. Athugasemdir bárust en skipulags- og umhverfisnefnd gefur jákvæða umsögn vegna rekstrarleyfis að Réttarmóa 8. Samþykkt með fjórum atkvæðum, BÓ, SÞÞ, EE og GÓ. BO og GHÓ sitja hjá.

4.Deiliskipulag - Eyvindarholt

2310016

TG-Travel óskar eftirheimild til deiliskipulagsgerðar að Eyvindarholti, L163761. Deiliskipulagstillgan gerir ráð fyrir tveimur byggingarreitum fyrir ferðaþjónustu á 3. ha. svæði.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinna að breytingu á deiliskipulagi verði heimiluð.

5.Deiliskipulag - Miðey spilda 1

2310013

Deiliskipulagstillagan að Miðey, spilda 1, L222933 gerir ráð fyrir þremur byggingarreitum. Annarsvegar verður heimilt að byggja allt að 250 m2 íbúðarhús, 50 m2 gestahús og 200 m2 bílskúr á einum byggingarreitnum. Hinsvegar verður heimilt að byggja sjö 80 m2 gestahús á hinum tveimur byggingareitunum.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytta tillögu og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Deiliskipulagsbreyting - Miðbær Hvolsvallar

2308027

Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæ Hvolsvallar. Breytingin gerir ráð fyrir kjallara fyrir byggingar sem standa við Vallarbraut 1-3 og Bæjarbraut 2-8. Um leið eykst nýtingarhlutfall á lóðunum úr 0,7 í 1,56. Bílastæði verður fækkað úr tveimur í eitt miðað við hvert íbúðarrými.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti þann 22.ágúst sl. að deiliskipulagsbreyting væri afgreidd svk. 2.gr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með grenndarkynningu. Grenndarkynnt var fyrir Vallarbraut 2, Vallarbraut 4, Vallarbraut 6 og Vallarbraut 8. Engar athugasemdir bárust til sveitarfélagsinsÞ Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Deiliskipulag - Dílaflöt

2301085

Um er að ræða skipulagslýsingu vegna uppbyggingar í ferðaþjónustu á ca. 15 ha. svæði úr spildunni Dílaflöt, L234644. Fyrirhugað er að byggja upp lítil gestahús til útleigu til ferðamanna.
Deiliskipulagstillagan var auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu frá 25.júlí sl. til 31.ágúst 2023. Athugasemdir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, þar sem bent var á orðalag og fráveitulögnum sem brugðist hefur verið við og rökstutt. Einnig bárust ábendingar frá Náttúrurstofnun Íslands um fuglavernd og Veðurstofa Íslands bendir á hættu vegna flóða og leggur til að ekki verði heimilt að vera með kjallara ásamt því að byggð verði lyfft allt að 1. m. yfir jarðvegsyfirborð.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið veðri afgreidd skv. 42.gr. skipulagslaga nr. 213/2010.

8.Aðalskipulag - Dílaflöt, breyting

2301089

Um er að ræða breytingu á landnotkun á ca 15 ha svæði úr spildunni Dílaflöt L234644 úr Landbúnaðarland (L) í verslun- og þjónustu (VÞ).
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkomna breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins, að breytingin verði send til yfirferðar Skipulagsstofnunnar fyrir gildistöku í B-deild stjórnartíðinda í samræmi við 32.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Aðalskipulag - Steinar 1, breyting

2304022

Um er að ræða breytingu á landnotkun á hluta jarðarinnar Steinar 1 L163721 og lóðarinnar Hvassafell 2, samtals að stærð 107,6 ha, L219654 úr Landbúnaðarland (L) í verslun- og þjónustu (VÞ).
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að breytingin verði auglýst og kynnt fyrir almenningi svk. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Aðalskipulagsbreyting - Dímonarflöt 1-7

2307052

Aðalskipulagsbreytingin gerir ráð fyrir að 51,6 ha. landbúnaðarlandi (L2) verði breytt í frístundarbyggð (F).
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar með fyrirvara um að leiðrétta stærð landeignar. Mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti

2309091

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og stefnir á áframhaldandi vinnu varðandi orkuskipti í sveitarfélaginu.

12.Suðurlandsvegur í gegnum Hvolsvöll; Frumhönnun

2307032

Lagt er fram til kynningar umferðaröryggismat á hönnun Suðurlandsvegar í gegnum Hvolsvöll.

Fundi slitið - kl. 14:10.