315. fundur 08. júní 2023 kl. 12:00 - 13:07 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir aðalmaður
  • Árný Hrund Svavarsdóttir aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Sigurður Þór Þórhallsson varamaður
    Aðalmaður: Guri Hilstad Ólason
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
  • Árný Lára Karvelsdóttir yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Tómas Birgir Magnússon oddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð.
Í fundarsalnum sitja Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri, Árný Hrund Svavarsdóttir, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Rafn Bergsson, Bjarki Oddsson, Sigurður Þór Þórhallsson í fjarveru Guri Hilstad Ólason og oddviti Tómas Birgir Magnússon. Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi sem sér um útsendinguna og Margrét Jóna Ísólfsdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri sem ritar fundargerð.

1.Minnisblað sveitarstjóra; 8. júní 2023

2306021

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um helstu verkefni liðinna vikna.
Til máls tók: AKH.
Lagt fram til kynningar.

2.Kosning oddvita og varaoddvita 2023-2024

2305065

Tillaga er um að Tómas Birgir Magnússon verði kjörinn oddviti Rangárþings eystra og varaoddviti verði Sigríður Karólína Viðarsdóttir.
Tómas Birgir Magnússon var kosin oddviti og Sigríður Karólína Viðarsdóttir var kosin varaoddviti samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

3.Kosning í byggðarráð 2023-2024

2306020

Tillaga um skipan í Byggðarráð, sbr 1. mgr 49. gr samþykktar um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra 138/2011.
Byggðarráð, kosið til eins árs í senn, 3 aðalmenn og 3 til vara.
Aðalmenn:
Árný Hrund Svavarsdóttir
Rafn Bergsson
Tómas Birgir Magnússon
Varamenn:
Sigríður Karólína Viðarsdóttir
Bjarki Oddsson
Christiane L. Bahner

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

4.Sumarleyfi sveitarstjórnar 2023

2306017

Sveitarstjórn Rangárþings eystra gerir tillögu að sumarleyfi sveitarstjórnar skv. 8. gr. 3 kafla um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra. Í sumarleyfi sveitarstjórnar fer byggðarráð með störf og ákvarðanir sem sveitarstjórn hefur ella skv. 32. gr. 5. kafla um stjórn Rangárþings eystra. Sumarleyfi er frá 13. júlí til 7. september 2023 og falla því sveitarstjórnarfundir í júlí og ágúst niður. Þess má geta að byggðarráð fundar að jafnaði fyrsta og þriðja fimmtudag í mánuði.
Sumarleyfi sveitarstjórnar samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

5.Samþykktir Öldungaráðs Rangárvallasýslu

2305063

Lagðar fram til fyrri umræðu samþykktir Öldungaráðs Rangárvallasýslu.
Til máls tóku: BO og AKH.
Sveitarstjórn vísar samþykktum Öldungaráðs Rangárvallasýslu til seinni umræðu.

6.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2023

2305116

Á 233. fundi byggðarráðs var viðauki 1 samþykktur með þremur samhjóða atkvæðum og leggur byggðarráð til við sveitarstjórn að hann verði samþykktur.
Viðaukinn er til hækkunar á fjárfestingum um alls 27 milljónir vegna kaupa á traktór fyrir áhaldahús, breytingum í miðbæ vegna komu Afrekshugs og innkaupum á innanstokksmunum og leikföngum í nýjan leikskóla.
Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða viðauka 1 við fjárhagsáæltun.

7.Tillaga um nýtingu húsnæðis við Hvolsveg 35

2305054

Lögð fram tillaga Stefáns Friðriks Friðrikssonar um nýtingu húsnæðis leikskólans Arkar við Hvolsveg 35.
Tillagan er um að nýta húsið sem miðstöð frístundastarfs í sveitarfélaginu að fyrirmynd frá Húsi frítímans í Skagafirði.
Hús frítímans er miðstöð frístundastarfs allra íbúa sveitarfélagsins, óháð aldri. Auk starfsemi í þágu eldri borgara , ugmenna og grunnskólabarna er húsið opið fyrir hverskonar félags- og menningarstarfsemi.
Til máls tóku: AKH, BO og TBM.
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið. Tillögunni vísað til þarfagreiningar sem nú þegar hefur verið samþykkt að fari fram.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Hlé gert á fundi kl 12:28 fundur hefst aftur 12:34.

8.Tillaga D og N lista um þakklætisvott til leikskólastarfsmanna við opnun nýs leikskóla

2305062

Á 9. fundi Fjölskyldunefndar var erindið tekið fyrir og eftirfarandi bókun samþykkt: Fjölskyldunefnd vísar tillögunni til sveitarstjórnar.
Til máls tóku: RB, BO, AKH og TBM.
Sveitarstjórn tekur undir þakkir til starfsmanna leikskólans, sem unnið hafa ötult starf á krefjandi tímum en hafnar tillögunni í samræmi við umræður á fundi.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

9.Leikskólinn Örk; skóladagatal 2023-2024

2305053

Á 9. fundi Fjölskyldunefndar var erindið tekið fyrir og eftirfarandi bókun samþykkt: Fjölskyldunefnd samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti leikskóladagatal 2023-2024.
Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum leikskóladagatal 2023-2024.

10.Skóladagatal Hvolsskóla 2023-2024

2305048

Á 9. fundi Fjölskyldunefndar var erindið tekið fyrir og eftirfarandi bókun samþykkt: Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm greiddum atkvæðum ÁB, AFV, HGK, RB og LBL á móti 2 atkvæðum HÓ og ÁLS framlagt 170 daga skóladagatal veturinn 2023-2024

Bókun Heiðbrár Ólafsdóttur, fulltrúa N-lista.
Í sívaxandi fjölskyldusamfélagi er mikilvægt að sveitarfélagið leggi metnað í að mæta þörfum fjölskyldunnar með tilliti til betri áherslu á menntun barna og foreldra á vinnumarkaði. Stytting skólaársins ýtir undir svokallaða sumargleymsku þar sem löng frí eru talin hafa slæm áhrif á námsárangur barna. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar er Hvolsskóli eini grunnskólinn á landsvísu með 170 daga skólaár. Í ljósi þess að þær krefjandi aðstæður til hagræðingar í sveitarfélaginu sem voru forsendur þess að tekin var sú ákvörðun að stytta skólaárið 2011/2012 eru ekki lengur til staðar hvet ég sveitarstjórn eindregið til þess að gefa menntun ekki neinn afslátt heldur þess í stað gera henni hærra undir höfði með hagsmuni barnanna að leiðarljósi.
Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum skóladagatal 2023-2024.

11.Tillaga B-lista um afmælishátíð

2306022

Lögð fram tillaga fulltrúa B-lista um að haldin verði afmælishátíð síðsumars í tilefni af 90 ára byggðarafmæli þéttbýlisins Hvolsvallar.

Þéttbýli fór að myndast út frá Stórólfshvoli upp úr 1930. Þá fóru samgöngur að breytast og kaupfélagið opnaði útibú frá Hallgeirsey á Hvolsvelli, ntt. að Hvolvegi 32. Tveimur árum eftir að útibú Kaupfélagsins var opnað á Hvolsvelli var fyrsta íbúðarhúsið risið. Það var kaupfélagsstjórahúsið Arnarhvoll. Arnarhvoll er staðsettur að Hvolsvegi 30. Sama ár byggði bifreiðarstjóri kaupfélagsins lítið íbúðarhús og nefndi Litla-Hvol. Það hús var síðar flutt í Þórsmörk. Sama ár voru byggðar brýr á Þverá, Affall og Ála. Þannig urðu allir flutningar um Rangárvallasýslu auðveldari og var ákveðið að flytja höfuðstöðvar Kaupfélagsins frá Hallgeirsey að Hvolsvelli. Í gegnum tíðina hefur verið miðað við byggð hafi stofnast í Hvolsvelli 1933.
Í því augnarmiði teljum við fullt erindi til þess að halda upp á þessi merku tímamót með afmælishátíð.
Til máls tóku: BO, AKH og TBM.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa tilögunni til meðferðar hjá markaðs- og menningarnefnd.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

12.Tillaga B-lista um söfnun dýrahræja

2306024

Lögð fram tillaga fulltrúa B-lista þar sem lagt er til að hafin verði söfnun dýrahræja á vegum Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.
Fulltrúar B-lista telja þetta bestu leiðina til að tryggja að þessi úrgangsflokkur skili sér í viðurkenndan farveg. Þó urðun á Strönd sé ekki framtíðar lausn þá er fer urðunin fram undir eftirliti og því mikilvægt að tryggja að úrgangurinn berist þangað. Þegar betri lausn verður komin er þá söfnunarferlið klárt.
Það eru þó nokkur sveitarfélög sem bjóða uppá þessa þjónustu sem væri hægt að horfa til við útfærslu söfnunarinnar.
Til máls tóku: RB og TBM.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og vísar tillögunni til afgreiðslu hjá Stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

13.Samþykkt um staðvísa og önnur skilti í Rangárþingi eystra

2210012

Á 25. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar var málið tekið fyrir og eftirfarandi bókun samþykkt:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drög að samþykkt um staðvísa og önnu skilti í Rangárþingi eystra.
Til máls tók: TBM.
Sveitarstjórn vísar samþykktum til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

14.Aðalskipulags breyting - Rauðuskriður L164057

2305076

Hallshólmi ehf. óskar eftir heimild fyrir breytingu á aðalskipulagi fyrir Rauðuskriður L164057 samhliða deiliskipulagsgerð. Aðalskipulagsbreytingin felur í sér að minnka frístundabyggðina F21 úr 2,9 ha. í 1,8 ha.
Rauðuskriður er skv. gildandi aðalskipulagi sem L1 úrvals landbúnaðarland.
Sveitarstjórn samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og að hún verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1.gr. 30.gr. skipulagslaga 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

15.Deiliskipulag - Rauðuskriður L164057

2305075

Hallshólmi ehf. óskar eftir heimild til að fara í deiliskipulagsgerð fyrir Rauðuskriður L164057. Tillaga er að minnka frístundarbyggð F21 ÚR 2,9 ha. í 1,8 ha. og fækka lóðunum úr fimm í fjóra ásamt íbúðalóð og lóðum fyrir allt að 25 gestahúsum.
Sveitarstjórn samþykkir framkomna lýsingu verkefnisins og að hún verði auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga ásamt því að vera send á umsagnaraðila.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

16.Deiliskipulag - Snotruholt

2304086

Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi á ca 3,3 ha svæði úr landi Snotru L163897. Gert er ráð fyrir allt að fimm gestahúsum til útleigu fyrir ferðamenn. Hvert hús er allt að 70 m2 að stærð með mænishæð allt að 6,0m frá botnplötu.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

17.Deiliskipulag - Brú

2305071

Brú guesthouse ehf. óskar eftir heimild til að fara í deiliskipulag að Brú, L163848 skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykktir heimild til deiliskipulagsgerðar skv. meðfylgjandi tillögu. Ennfremur samþykkir sveitarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins í samræmi við 1.mgr. 36. gr skipulagslaga 123/2010.

18.Deiliskipulag - Dímonarflöt 1-7

2305074

Guðjón Baldvinsson óskar eftir heimild til þess að deiliskipuleggja Dímonarflöt 1-7, sem frístundabyggð sem er 51,6 ha. að stærð skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykktir heimild til deiliskipulagsgerðar skv. meðfylgjandi tillögu. Ennfremur samþykkir sveitarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins í samræmi við 1.mgr. 36. gr skipulagslaga 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

19.Landskipti - Múlakot 1

2304081

Múlakot 1, Fljótshlíð ehf. óskar eftir að stofna nýja lóð úr landi Múlakots 1, L164048. Hin nýja spilda fær staðfangið Flugtún 5.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

20.Landskipti - Óskipt land Skarðshlíðarbæjanna

2306006

Guðni Úlfar Ingólfsson óskar eftir landskiptum úr Drangshlíðardal L163652 úr óskiptu
landi Skarðshlíðar bæanna skv.meðfylgjandi uppdrætti. Stærð hinnar nýju spildu er 1.000 m2 og fær staðfangið Litlafit.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

21.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Tumastaðir skógrækt

2304085

Skógrækt ríkisins óskar eftir framkvæmdarleyfi fyrir nýskógrækt að Tumastöðum í Fljótshlíð, L164072. Sótt er um leyfi fyrir 28 ha. skógræktarsvæði skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að fresta umsókninni og vísar í grein 2.4.2 í aðalskipulagi sveitarfélagsins en þar kemur fram að skilgreina skal skógræktarsvæði í aðalskipulagi, sé um að ræða ræktun stærri en 3. ha. samfellt svæði.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og frestar afgreiðslu málsins.

22.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Fagrafell

2305114

Vegagerðin óskar eftir framkvæmdarleyfi vegna efnistöku úr Fagrafelli, sem er efnistöku- og efnislosunarsvæði E27 skv. gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra. Sótt er um leyfi fyrir 4.000 m3 af efni.
Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum veitingu framkvæmdaleyfis.

23.Umsögn vegna rekstrarleyfis - Lambafell lóð 8

2306005

Sýslumaður Suðurlands óskar eftir umsögn vegna umsóknar frá Welcome Iceland ehf að Lambafelli lóð 8, F219-1287 fyrir leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-D gistiskáli.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og frestar afgreiðslu erindisins.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

24.Umsögn vegna rekstrarleyfis - Miðskáli 2

2305082

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna umsóknar Guðmundar Tómassonar, fyrir rekstrarleyfi fyrir gististaðar í flokki II-C, minna gistiheimili að Miðskála 2.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

25.Umsögn vegna rekstrarleyfis - Borgarskálinn ehf.

2304101

Sýslumaður Suðurlands óskar eftir umsögn vegna umsóknar frá Borgarskálinn ehf. að Stóru-Borg lóð, F2322209, fyrir leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-H frístundahús.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

26.Byggðarráð - 232

2305006F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 232. fundar byggðarráðs.
Til máls tóku: BO.
Fundargerð staðfest í heild.

27.Byggðarráð - 233

2305011F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 233. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild.

28.Skipulags- og umhverfisnefnd - 24

2305008F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 24. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 24 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna með fyrirvara um breytingu á aðalskipulagi, að hún verði auglýst og kynnt almenningi og hagsmunaaðilum í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða leggur skipulags- og umhverfisnefnd til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra.

  • 28.2 2305071 Deiliskipulag - Brú
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 24 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila deiliskipulagsgerð. Einnig leggur nefndin til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 24 Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar umsókninni þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að landeigendur að Heylæk 5-7 fari í deiliskipulagsgerð á svæðinu í heild, skv. skipulagslögum 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 24 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytta tillögu og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 24 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að fresta umsókninni og vísar í 2.4.2 í aðalskipulagi sveitarfélagsins en þar kemur fram að skilgreina skal skógræktarsvæði í aðalskipulagi, sé um að ræða ræktun stærri en 3. ha. samfellt svæði.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 24 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 24 Gögn vegna fyrirhugaðrar byggingar voru grenndarkynnt frá og með 11.apríl 2023. EKki komu fram athugasemdir innan gefins athugunarfrests. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir veitingu byggingarleyfis fyrir bílskúrum við Réttarmóa 3. skv. meðfylgjandi gögnum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 24 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drög að samþykkt um staðvísa og önnu skilti í Rangárþingi eystra.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 24 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 24 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 24 Fundargerð tilkynningar

29.Skipulags- og umhverfisnefnd - 25

2306001F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 25. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 25 Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar erindið en telur að truflandi áhrif séu hverfandi. Nefndin horfir á framkvæmdina sem tilraunaverkefni, hljótist ónæði af framkvæmdinni, verði ákvörðunin endurskoðuð. Nefndin telur að vísan til laga eigi ekki við um framkvæmdina.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 25 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfi verði veitt, með fyrirvara um að samþykki landeigenda liggi fyrir.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 25 Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslumálsins og felur skipulags- og byggingarembættinu að vinna málið áfram.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 25 Byggingaráformin voru grenndarkynnt fyrir aðliggjandi landeigendum að Skarðshlíð 1-3, Drangshlíð 1-2, Drangshlíðardal, Drangshlíðardal 2 og Drangshlíð land en engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 25 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 25 Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar áhugasömum foreldrum fyrir erindið og felur garðyrkju- og umhverfisstjóra að vinna málið frekar í samvinnu við fjölskyldunefnd.

30.Markaðs- og menningarnefnd - 10

2305009F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 10. fundar Markaðs- og menningarnefnd.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 10 Þrennar umsóknir bárust og gleðst Markaðs- og menningarnefnd yfir sýndum áhuga. Markaðs- og menningarnefnd ákveður að ganga til samninga við Viðburðastofu Suðurlands ehf. um framkvæmd hátíðarinnar 2023.

    Samþykkt samhljóða.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 10 Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að veita árlega Samfélagsverðlaun Rangárþings eystra. Nefndin felur Markaðs- og menningarfulltrúa að útfæra tillöguna í samræmi við umræður á fundinum.

    Samþykkt samhljóða.

  • Markaðs- og menningarnefnd - 10 Markaðs- og menningarnefnd frestar áframhaldandi vinnu við endurskoðun á ferðamálastefnunni til næsta fundar.

    Samþykkt samhljóða.

31.Fjölskyldunefnd - 9

2305007F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 9. fundar Fjölskyldunefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Fjölskyldunefnd - 9 Fjölskyldunefnd þakkar Gyðu Björgvinsdóttur kærlega fyrir kynninguna.
  • Fjölskyldunefnd - 9 Fjölskyldunefnd samþykkir að gengið verði til samninga um prufuáskrift hjá Getu til áramóta. Ákvörðun um framhaldið verður svo tekin þegar reynsla verður komin á samstarfið fyrir árslok.

    Samþykkt samhljóða.

  • Fjölskyldunefnd - 9 Fjölskyldunefnd samþykkir ósk um breytingu á opnunartíma Skólaskjóls. Skjólið verði því lokað kl. 16:15 mánudaga - fimmtudaga og áfram klukkan 16:00 á föstudögum.
    Fjölskyldunefnd leggur áherslu á að þessi breyting muni samt sem áður ekki skerða möguleika barna á að nýta sér það samfellustarf sem í boði er hverju sinni.
    Samþykkt samhljóða.
  • Fjölskyldunefnd - 9 Fjölskyldunefnd samþykkir ósk um að Skólaskjólið opni fyrr í ágúst fyrir nemendur í 1. - 4. bekk.

    Samþykkt samhljóða.
  • Fjölskyldunefnd - 9 Skoðanakönnun var gerð eins og ár hvert og 52,5% foreldra og 74,7% starfsmanna, af þeim sem þátt tóku í könnuninni, voru hlynnt því að vera með 170 daga skóladagatal veturinn 2023-2024. 99 foreldrar og 43 starfsmenn tóku þátt í könnuninni.

    Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm greiddum atkvæðum ÁB, AFV, HGK, RB og LBL á móti 2 atkvæðum HÓ og ÁLS framlagt 170 daga skóladagatal veturinn 2023-2024

    Bókun Heiðbrár Ólafsdóttur, fulltrúa N-lista.
    Í sívaxandi fjölskyldusamfélagi er mikilvægt að sveitarfélagið leggi metnað í að mæta þörfum fjölskyldunnar með tilliti til betri áherslu á menntun barna og foreldra á vinnumarkaði. Stytting skólaársins ýtir undir svokallaða sumargleymsku þar sem löng frí eru talin hafa slæm áhrif á námsárangur barna. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar er Hvolsskóli eini grunnskólinn á landsvísu með 170 daga skólaár. Í ljósi þess að þær krefjandi aðstæður til hagræðingar í sveitarfélaginu sem voru forsendur þess að tekin var sú ákvörðun að stytta skólaárið 2011/2012 eru ekki lengur til staðar hvet ég sveitarstjórn eindregið til þess að gefa menntun ekki neinn afslátt heldur þess í stað gera henni hærra undir höfði með hagsmuni barnanna að leiðarljósi.
  • Fjölskyldunefnd - 9 Fjölskyldunefnd samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti leikskóladagatali 2023-2024.
  • Fjölskyldunefnd - 9 Fjölskyldunefnd felur formanni Fjölskyldunefndar að bjóða Hugrúnu Sigurðardóttur, verkefnastjóri Fjölmenningar hjá Kötlusetri, á fund nefndarinnar til að ræða um málefni fjölmenningar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Fjölskyldunefnd - 9 Fjölskyldunefnd vísar tillögunni til sveitarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Fjölskyldunefnd - 9 Fjölskyldunefnd þakkar fyrir gott innlegg á verkefni Önnu Kristínar Guðjónsdóttur og hvetur til að niðurstöður verkefnisins verði nýttar við innleiðingu Menntastefnu Rangárþings eystra.

32.Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 57

2304010F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 57. fundar Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 57 Drög að samningi voru kynnt. Nokkrar athugasemdir voru gerðar og var íþrótta- og æskulýðsfulltrúi beðinn um að kynna samning fyrir forsvarsmönnum skotfélagisns Skyttur og fá athugasemdir frá þeim.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 57 Drög að samningi voru kynnt fyrir nefndinni. Nokkrar athugasemdir voru gerðar og var og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi beðinn um að kynna samning fyrir forsvarsmönnum GHR og fá athugasemdir frá þeim.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 57 HÍÆ nefnd fór yfir auglýsinguna, gerði smávægilegar athugasemdir og var svo íþrótta- og æskulýðsfulltrúi beðinn um að birta hana.
  • 32.4 2211058 Önnur mál.
    Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 57

33.Samband íslenskra sveitarfélaga; 926. fundur stjórnar

2305098

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 926. fundar stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

34.Samband íslenskra sveitarfélaga; 927. fundur stjórnar

2306003

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 927. fundar stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

35.Bergrisinn; 56. fundur stjórnar 15.05.23

2306007

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 56. fundar Bergrisans.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

36.Bergrisinn; 57. fundur stjórnar; 19.05.23

2306008

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 57. fundar Bergrisans.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

37.Samband íslenskra sveitarfélaga; 928. fundur stjórnar

2306016

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 928. fundar stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

38.Betra Ísland - og grænna

2305097

Lagt fram til kynningar erindi Skógræktarfélags Íslands þar sem Skógræktarfélagið vill koma á framfæri upplýsingum um rangfærslur sem nýlega voru sendar sveitarfélögum um skógrækt.
Lagt fram til kynningar.

39.Orlof húsmæðra; Skýrsla og ársreikningur 2022

2305103

Lögð fram til kynningar ársskýrsla og ársreikningur 2022 Orlofsnefndar húsmæðra.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:07.