10. fundur 05. júní 2023 kl. 16:30 - 17:50 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Christiane L. Bahner formaður
  • Guðni Ragnarsson
  • Ágúst Jensson
    Aðalmaður: Guri Hilstad Ólason
  • Kristín Jóhannsdóttir
    Aðalmaður: Guðni Steinarr Guðjónsson
  • Stefán Friðrik Friðriksson
  • Magnús Benonýsson
    Aðalmaður: Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir
Starfsmenn
  • Árný Lára Karvelsdóttir
Fundargerð ritaði: Árný Lára Karvelsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá

1.Kjötsúpuhátíð 2023

2208048

Þrennar umsóknir bárust og gleðst Markaðs- og menningarnefnd yfir sýndum áhuga. Markaðs- og menningarnefnd ákveður að ganga til samninga við Viðburðastofu Suðurlands ehf. um framkvæmd hátíðarinnar 2023.

Samþykkt samhljóða.

2.Tillaga um möguleika á veitingu árlegra Samfélagsverðlauna Rangárþings eystra

2305109

Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að veita árlega Samfélagsverðlaun Rangárþings eystra. Nefndin felur Markaðs- og menningarfulltrúa að útfæra tillöguna í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

3.Ferðamálastefna Rangárþings eystra

1903081

Markaðs- og menningarnefnd frestar áframhaldandi vinnu við endurskoðun á ferðamálastefnunni til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 17:50.