233. fundur 01. júní 2023 kl. 08:15 - 09:20 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Formaður byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð.

1.Hvolsskóli; ósk um breytingu á opnunartíma Skólaskjóls

2305047

Á 9. fundi Fjölskyldunefndar var erindið tekið fyrir og eftirfarandi bókun samþykkt:
Fjölskyldunefnd samþykkir ósk um breytingu á opnunartíma Skólaskjóls. Skjólið verði því lokað kl. 16:15 mánudaga - fimmtudaga og áfram klukkan 16:00 á föstudögum.
Fjölskyldunefnd leggur áherslu á að þessi breyting muni samt sem áður ekki skerða möguleika barna á að nýta sér það samfellustarf sem í boði er hverju sinni.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð tekur undir bókun Fjölskyldunefndar og samþykkir breytingu á opnunartíma Skólaskjóls. Skjólið verði því lokað kl. 16:15 mánudaga - fimmtudaga og áfram klukkan 16:00 á föstudögum. Byggðarráð leggur áherslu á að þessi breyting muni samt sem áður ekki skerða möguleika barna á að nýta sér það samfellustarf sem í boði er hverju sinni.

2.Hvolsskóli; ósk um að Skólaskjól opni fyrr að hausti 2023

2305049

Á 9. fundi Fjölskyldunefndar var erindið tekið fyrir og eftirfarandi bókun samþykkt:
Fjölskyldunefnd samþykkir ósk um að Skólaskjólið opni fyrr í ágúst fyrir nemendur í 1. - 4. bekk.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð tekur undir bókun Fjölskyldunefndar og samþykkir að opna Skólaskjól fyrr í ágúst.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

3.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2023

2305116

Lagður fram til umræðu og samþykktar viðauki 1 við fjárhagsáælun 2023. Viðaukinn er til hækkunar á fjárfestingum vegna kaupa á traktór fyrir áhaldahús, breytingum í miðbæ vegna komu Afrekshugs og innkaupum á innanstokksmunum og leikföngum í nýjan leikskóla.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leiti viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2023 og leggur til við sveitarstjórn að hann verði samþykktur. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

4.Bergrisinn; Kjörbréf v. aukaaðalfundar 15.06.23

2305092

Boðaða er til aukaaðalfundar Bergrisans þann 15. júní 2023. Bergrisinn óskar eftir tilnefningum Rangárþing eystra á fundinn en sveitarfélagið á fjóra kjörmenn á fundinum.
Byggðarráð tilnefnir Sigríði Karólínu Viðarsdóttur, Rafn Bergsson, Guri Hilstad Ólason og Tómas Birgir Magnússon sem fulltrúa á aukaaðalfund Bergrisans þann 15. júní. Til vara tilnefnir byggðarráð Árný Hrund Svavarsdóttir, Christiane L. Bahner, Bjarka Oddson og Anton Kára Halldórsson.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

5.Tilnefning í starshóp um mat á fýsileika jarðganga milli lands og eyja

2305093

Lagt fram erindin Innviðaráðuneytisins þar sem óskað er eftir tilnefningu Rangárþings eystra í starshóp um mat á fýsileika jarðganga milli lands og eyja.
Byggðarráð tilnefnir Antona Kára Halldórsson sveitarstjóra sem fulltrúa Rangárþings eystra í starfshópnum.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

6.Háskólafélag Suðurlands; Aðalfundarboð 2023

2305110

Boðað er til aðalfundar Háskólafélags Suðurlands miðvikudaginn 7. júní 2023 kl. 11:00.
Byggðarráð tilnefnir Anton Kára Halldórsson sveitarstjóra sem fulltrúa sveitarfélagsins á aðalfundinum.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

7.Veiðifélag Eystri Rangár; Aðalfundarboð 2023

2305113

Boðað er til aðalfundar Veiðifélags Eystri Rangár fimmtudaginn 15. júní kl 17:00.
Byggðarráð tilnefnir Anton Kára Halldórsson sveitarstjóra sem fulltrúa sveitarfélagsins á aðalfundinum.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

8.Stofnfundur veiðifélags á efra svæði Eystri Rangár

2305111

Boðað er til stofnfundar veiðifélags veiðirétthafa á efra svæði Eystri Rangár.
Byggðarráð tilnefnir Anton Kára Halldórsson sveitarstjóra sem fulltrúa sveitarfélagsins á stofnfundinn.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

9.Beiðni um tónlistarnám í sveitarfélagi utan lögheimilis 2023-2024

2305115

Byggðarráð samþykkir beiðni um tónlistarnám utan lögheimilis 2023-2024.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

10.Umsókn um lóð - Höfðavegur 1-6

2211046

Festi hf óskar eftir 6 mánaða framlengingu á áðurveittu vilyrði fyrir úthlutun lóðanna Höfðavegur 1 til 6 á Hvolsvelli.
Byggðarráð samþytkkir að veita 6 mánaðaframlenginu á áðurveittu vilyrði og gildir það nú til 30. október 2023.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

11.73. fundur stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur - Skaftafellssýslu

2305099

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 73. fundur stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur - Skaftafellssýslu.
Fundargerð staðfest í heild.

12.Tónlistarskóli Rangæinga; 30. stjórnarfundur 23.maí 2023

2305100

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 30. fundur stjórnar Tónlistarskóla Rangæinga.
Fundargerð staðfest í heild.
Fylgiskjöl:

13.Héraðsnefnd Rangæinga; 3. fundur 24.5.2023

2305108

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 3. fundar Héraðsnefndar Rangæinga.
Fundargerð staðfest í heild.

14.Bergrisinn; 55. fundur stjórnar 18.04.2023

2305069

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 55. fundar stjórnar Bergrisans.
Fundargerð lög fram til kynningar.

15.FOSS; Boðun verkfalls félagsfólks

2305102

Lagt fram til kynningar bréf FOSS þar sem tilkynnt er um tímabundna vinnustöðvun í leikskóla og ótímabundna vinnustöðvun í íþróttamiðstöð frá mánudeginum 5. júní nk.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð harmar þá stöðu sem komin er upp í vinnudeilu BSRB og Sambandsins.
Byggðarráð hvetur deilendur til að leysa deiluna sem fyrst og minnir á að samningsumboð sveitarfélagana liggur hjá sambandinu en ekki einstaka sveitarfélögum.

16.Heilbrigðiseftirlit Suðurlands; nýja verklagsreglu um álímingar á einstaka númerslaus bílflök og aðra lausamuni á einkalóðum.

2305121

Lagt fram til kynningar.

17.Heilbrigðiseftirlit Suðurlands; ársskýrlsa 2022

2305120

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:20.