25. fundur 06. júní 2023 kl. 10:00 - 12:00 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
 • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
 • Baldur Ólafsson aðalmaður
 • Bjarki Oddsson aðalmaður
 • Elvar Eyvindsson aðalmaður
 • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
 • Lea Birna Lárusdóttir varamaður
  Aðalmaður: Guri Hilstad Ólason
 • Sigurður Þór Þórhallsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
 • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Þóra Björg Ragnarsdóttir Fulltrúi skipulags- og byggingaembættis
Dagskrá

1.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Hundagerði Rangárþings eystra

2304080

Ábending barst til sveitarfélagsins vegna staðsetningu á fyrirhugaðri staðsetningu hundagerðis við Hvolsvöll.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar erindið en telur að truflandi áhrif séu hverfandi. Nefndin horfir á framkvæmdina sem tilraunaverkefni, hljótist ónæði af framkvæmdinni, verði ákvörðunin endurskoðuð. Nefndin telur að vísan til laga eigi ekki við um framkvæmdina.

2.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Fagrafell

2305114

Vegagerðin óskar eftir framkvæmdarleyfi vegna efnistöku úr Fagrafelli, sem er efnistöku- og efnislosunarsvæði E27 skv. gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra. Sótt er um leyfi fyrir 4.000 m3 af efni.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfi verði veitt, með fyrirvara um að samþykki landeigenda liggi fyrir.

3.Deiliskipulag - Brekkur

2305081

Skúli Guðbjörn Jóhannesson óskar eftir heimildar til deiliskipulagsgerðar ásamt aðalskipulagsbreytingum að Brekkum, L164160 skv. meðfylgjandi tillögu. Deiliskipulagið nær til 20 landbúnaðarlóða og um 9 ha. undir verslun og þjónustu.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslumálsins og felur skipulags- og byggingarembættinu að vinna málið áfram.

4.Umsókn um byggingaráform - Veiðihús veiðifélags Skógár

2304108

Rent Nordic ehf. óskar eftir heimild til byggingaráforma á veiðihúsi á lóð sem er í óskiptu landi Skarðshlíðarbæja, A-Eyjafjöllum, skv. meðfylgjandi gögnum.
Byggingaráformin voru grenndarkynnt fyrir aðliggjandi landeigendum að Skarðshlíð 1-3, Drangshlíð 1-2, Drangshlíðardal, Drangshlíðardal 2 og Drangshlíð land en engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis.

5.Landskipti - Óskipt land Skarðshlíðarbæjanna

2306006

Guðni Úlfar Ingólfsson óskar eftir landskiptum úr Drangshlíðardal L163652 úr óskiptu landi Skarðshlíðar bæanna skv.meðfylgjandi uppdrætti. Stærð hinnar nýju spildu er 1.000 m2 og fær staðfangið Litlafit.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang.

6.Gamli róló á Hvolsvelli

2306014

Áhugasamir foreldrar í Rangárþingi eystra leggja til að farið verði í betrum bætur á Gamla róló skv. meðfylgjandi tillögum.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar áhugasömum foreldrum fyrir erindið og felur garðyrkju- og umhverfisstjóra að vinna málið frekar í samvinnu við fjölskyldunefnd.

Fundi slitið - kl. 12:00.