24. fundur 23. maí 2023 kl. 10:00 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Baldur Ólafsson aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Elvar Eyvindsson aðalmaður
  • Konráð Helgi Haraldsson varamaður
    Aðalmaður: Guri Hilstad Ólason
  • Sigurður Þór Þórhallsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Þóra Björg Ragnarsdóttir Fulltrúi skipulags- og byggingaembættis
Dagskrá

1.Deiliskipulag - Dímonarflöt 1-7

2305074

Guðjón Baldvinsson óskar eftir heimild til þess að deiliskipuleggja Dímonarflöt 1-7, sem frístundabyggð sem er 51,6 ha. að stærð skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna með fyrirvara um breytingu á aðalskipulagi, að hún verði auglýst og kynnt almenningi og hagsmunaaðilum í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða leggur skipulags- og umhverfisnefnd til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra.

2.Deiliskipulag - Brú

2305071

Brú guesthouse ehf. óskar eftir heimild til að fara í deiliskipulag að Brú, L163848 skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila deiliskipulagsgerð. Einnig leggur nefndin til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins.

3.Heylækur 8 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

2305029

Guðmundur Óli Gunnarsson óskar eftir byggingarheimild fyrir 40,7 m2 gestahúsi að Heylæk 8, L234629. Guðmundur Gunnarsson skilar inn aðaluppdráttum dags. 9.maí 2023.
Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar umsókninni þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að landeigendur að Heylæk 5-7 fari í deiliskipulagsgerð á svæðinu í heild, skv. skipulagslögum 123/2010.
EE víkur af fundi við afgreiðslu þessa máls.

4.Deiliskipulag - Snotruholt

2304086

Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi á ca 3,3 ha svæði úr landi Snotru L163897. Gert er ráð fyrir allt að fimm gestahúsum til útleigu fyrir ferðamenn. Hvert hús er allt að 70 m2 að stærð með mænishæð allt að 6,0m frá botnplötu.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytta tillögu og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
EE kemur aftur á fund.

5.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Tumastaðir skógrækt

2304085

Skógrækt ríkisins óskar eftir framkvæmdarleyfi fyrir nýskógrækt að Tumastöðum í Fljótshlíð, L164072. Sótt er um leyfi fyrir 28 ha. skógræktarsvæði skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að fresta umsókninni og vísar í 2.4.2 í aðalskipulagi sveitarfélagsins en þar kemur fram að skilgreina skal skógræktarsvæði í aðalskipulagi, sé um að ræða ræktun stærri en 3. ha. samfellt svæði.

6.Landskipti - Múlakot 1

2304081

Múlakot 1, Fljótshlíð ehf. óskar eftir að stofna nýja lóð úr landi Múlakots 1, L164048.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang.

7.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Réttarmói 3 - Flokkur 1,

2303009

Elías Víðisson óskar eftir byggingarheimild fyrir 66,4 m2 bílskúr við Réttarmóa 3 í samræmi við uppdrætti unna af Ívari Haukssyni, dags. 27.janúar 2023.
Gögn vegna fyrirhugaðrar byggingar voru grenndarkynnt frá og með 11.apríl 2023. EKki komu fram athugasemdir innan gefins athugunarfrests. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir veitingu byggingarleyfis fyrir bílskúrum við Réttarmóa 3. skv. meðfylgjandi gögnum.

8.Samþykkt um staðvísa og önnur skilti í Rangárþingi eystra

2210012

Til kynningar eru drög að samþykkt um staðvísa og önnur skilti í Rangárþingi eystra.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drög að samþykkt um staðvísa og önnu skilti í Rangárþingi eystra.

9.Aðalskipulags breyting - Rauðuskriður L164057

2305076

Hallshólmi ehf. óskar eftir heimild fyrir breytingu á aðalskipulagi fyrir Rauðuskriður L164057 samhliða deiliskipulagsgerð. Aðalskipulagsbreytingin felur í sér að minnka frístundabyggðina F21 úr 2,9 ha. í 1,8 ha.
Rauðuskriður er skv. gildandi aðalskipulagi sem L1 úrvals landbúnaðarland.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Deiliskipulag - Rauðuskriður L164057

2305075

Hallshólmi ehf. óskar eftir heimild til að fara í deiliskipulagsgerð fyrir Rauðuskriður L164057. Tillaga er að minnka frístundarbyggð F21 ÚR 2,9 ha. í 1,8 ha. og fækka lóðunum úr fimm í fjóra ásamt íbúðalóð og lóðum fyrir allt að 25 gestahúsum.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð.

11.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 92

2305005F

Fundargerð tilkynningar
Fundargerð tilkynningar
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 92 Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 92 Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 92 Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 92 Framkvæmdin er í umfangsflokki 2. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 92 Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 92 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athguasemd við veitingu rekstrarleyfis.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 92 Framkvæmdin er í umfangsflokki 2. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 92 Málinu er vísað til Skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 92 Framkvæmdin er í umfangsflokki 2. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og eldvarnareftirlits. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

Fundi slitið.