9. fundur 17. maí 2023 kl. 13:00 - 15:00 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir
  • Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir
    Aðalmaður: Sigríður Karólína Viðarsdóttir
  • Rafn Bergsson
  • Lea Birna Lárusdóttir
  • Heiðbrá Ólafsdóttir
  • Ásta Brynjólfsdóttir
  • Ágúst Leó Sigurðsson
  • Þórður Freyr Sigurðsson áheyrnarfulltrúi foreldra
    Aðalmaður: Ólafur Þórisson
  • Árný Lára Karvelsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra
  • Árný Jóna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi kennara
Starfsmenn
  • Birna Sigurðardóttir skólastjóri
  • Sólbjört Sigríður Gestsdóttir leikskólastjóri
Fundargerð ritaði: Árný Lára Karvelsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá

1.Kynning á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

2305056

Gyða Björgvinsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnvænu samfélagi, kemur til fundar og sýnir kynningarmyndband frá UNICEF um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Fjölskyldunefnd þakkar Gyðu Björgvinsdóttur kærlega fyrir kynninguna.

2.Innleiðing menntastefnu Rangárþings eystra

2301092

Fjölskyldunefnd samþykkir að gengið verði til samninga um prufuáskrift hjá Getu til áramóta. Ákvörðun um framhaldið verður svo tekin þegar reynsla verður komin á samstarfið fyrir árslok.

Samþykkt samhljóða.

3.Hvolsskóli; ósk um breytingu á opnunartíma Skólaskjóls

2305047

Fjölskyldunefnd samþykkir ósk um breytingu á opnunartíma Skólaskjóls. Skjólið verði því lokað kl. 16:15 mánudaga - fimmtudaga og áfram klukkan 16:00 á föstudögum.
Fjölskyldunefnd leggur áherslu á að þessi breyting muni samt sem áður ekki skerða möguleika barna á að nýta sér það samfellustarf sem í boði er hverju sinni.
Samþykkt samhljóða.

4.Hvolsskóli; ósk um að Skólaskjól opni fyrr að hausti 2023

2305049

Fjölskyldunefnd samþykkir ósk um að Skólaskjólið opni fyrr í ágúst fyrir nemendur í 1. - 4. bekk.

Samþykkt samhljóða.

5.Skóladagatal Hvolsskóla 2023-2024

2305048

Birna Sigurðardóttir, skólastjóri, fer yfir skóladagatalið fyrir skólaárið 2023-2024.
Skoðanakönnun var gerð eins og ár hvert og 52,5% foreldra og 74,7% starfsmanna, af þeim sem þátt tóku í könnuninni, voru hlynnt því að vera með 170 daga skóladagatal veturinn 2023-2024. 99 foreldrar og 43 starfsmenn tóku þátt í könnuninni.

Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm greiddum atkvæðum ÁB, AFV, HGK, RB og LBL á móti 2 atkvæðum HÓ og ÁLS framlagt 170 daga skóladagatal veturinn 2023-2024

Bókun Heiðbrár Ólafsdóttur, fulltrúa N-lista.
Í sívaxandi fjölskyldusamfélagi er mikilvægt að sveitarfélagið leggi metnað í að mæta þörfum fjölskyldunnar með tilliti til betri áherslu á menntun barna og foreldra á vinnumarkaði. Stytting skólaársins ýtir undir svokallaða sumargleymsku þar sem löng frí eru talin hafa slæm áhrif á námsárangur barna. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar er Hvolsskóli eini grunnskólinn á landsvísu með 170 daga skólaár. Í ljósi þess að þær krefjandi aðstæður til hagræðingar í sveitarfélaginu sem voru forsendur þess að tekin var sú ákvörðun að stytta skólaárið 2011/2012 eru ekki lengur til staðar hvet ég sveitarstjórn eindregið til þess að gefa menntun ekki neinn afslátt heldur þess í stað gera henni hærra undir höfði með hagsmuni barnanna að leiðarljósi.

6.Leikskólinn Örk; skóladagatal 2023-2024

2305053

Sólbjört Sigríður Gestsdóttir, leikskólastjóri, kynnir skóladagatal leikskólans 2023-2024
Fjölskyldunefnd samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti leikskóladagatali 2023-2024.

7.Tillaga frá B-lista um endurskoðun á móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna

2305050

Fjölskyldunefnd felur formanni Fjölskyldunefndar að bjóða Hugrúnu Sigurðardóttur, verkefnastjóri Fjölmenningar hjá Kötlusetri, á fund nefndarinnar til að ræða um málefni fjölmenningar.

Samþykkt samhljóða.

8.Tillaga D og N lista um þakklætisvott til leikskólastarfsmanna við opnun nýs leik

2305062

Fjölskyldunefnd vísar tillögunni til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

9.Menntastefna og innleiðingaráætlun Rangárþings eystra 2022-2032; Samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða

2305055

Verkefni Önnu Kristínar Guðjónsdóttur í Hagnýtri jafnréttisfræðslu í HÍ.
Fjölskyldunefnd þakkar fyrir gott innlegg á verkefni Önnu Kristínar Guðjónsdóttur og hvetur til að niðurstöður verkefnisins verði nýttar við innleiðingu Menntastefnu Rangárþings eystra.

Fundi slitið - kl. 15:00.