310. fundur 09. febrúar 2023 kl. 12:00 - 13:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson aðalmaður
  • Sigurður Þór Þórhallsson varamaður
    Aðalmaður: Rafn Bergsson
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir aðalmaður
  • Árný Hrund Svavarsdóttir aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
  • Árný Lára Karvelsdóttir yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Tómas Birgir Magnússon dddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð.

Oddviti óskar eftir að bæta einu máli á dagsskrá, mál nr. 24 2301004F, 5. fundargerð fjölskyldunefndar.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Í fundarsalnum sitja Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri, Árný Hrund Svavarsdóttir, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Bjarki Oddsson, Guri Hilstad Ólason, Sigurður Þór Þórhallsson og oddviti Tómas Birgir Magnússon, Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi sem sér um útsendinguna og Margrét Jóna Ísólfsdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri sem ritar fundargerð.

1.Minnisblað sveitarstjóra; 9. febrúar 2023

2302019

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um helstu verkefni liðinna vikna.
Til máls tók: AKH
Lagt fram til kynningar.

2.Reglur um styrki til nema í hjúkrurnarfræði; ábending um endurskoðun

2210049

Á 303. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra var hjúkrunarforstjóra falið að leggja mat á reglurnar, greina kostnað við þær og koma með tillögur að breytingum ef þurfa þykir. Upplýsingar frá hjúkrunarforstjóra liggja nú fyrir og relgurnar því lagðar fram til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Til máls tóku: GHÓ, AKH.
Sveitarstjórn samþykkir reglur um styrki til nema í hjúkrunarfræði.
Samþykkt með sjö atkvæðum.

3.Gjaldskrá Íþróttamiðstöð 2023

2212020

Á 307. fundi var afgreiðslu gjaldskrár íþróttamiðstöðvar frestað. Heilsu-, íþrótta og æskulýðsnefnd hefur tekið gjaldskrána til umfjöllunar og er hún hér lögð fram til samþykktar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrá íþróttamiðstöðvar 2023.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

4.Upplýsingaöryggisstefna Rangárþings eystra

2301070

Samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga ber Rangárþingi eystra að tryggja viðunandi öryggi persónuupplýsinga. Upplýsingaöryggisstefna lýsir áherslum sveitarfélagsins á upplýsingaöryggi og öruggri meðferð gagna.
Lögð fram til samþykktar uppfærð upplýsingaöryggisstefna Rangárþings eystra.
Til máls tóku: GHÓ, AKH.
Sveitarstjórn samþykkir upplýsingaöryggisstefna Rangárþings eystra.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

5.Endurfjármögnun láns Byggðasafnsins á Skógum 2023

2302012

Lögð fram umsókn Byggðarsafnsin í Skógum um endurfjármögnun á láni sem upphaflega var tekið 2014.
Til máls tóku: BO, TBM, GHÓ og AKH.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Byggðasafnsins í Skógum hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 75.500.000, með lokagjalddaga þann 15. nóvember 2035, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.
Er lánið tekið til endurfjármögnunar á eldra láni sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Byggðasafnsins í Skógum til að breyta ekki ákvæði samþykkta Byggðasafnsins í Skógum sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Rangárþing eystra selji eignarhlut í Byggðasafninu í Skógum til annarra opinberra aðila, skuldbindur Rangárþing eystra sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Antoni Kára Halldórssyni sveitarstjóra, kt. 030583-3539, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings eystra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

6.Erindi Skaftárhrepps; Fjallskil á sýslumörkum

2301096

Lagt fram bréf Skaftárhrepps þar sem óskað er eftir samtali við sveitarfélög í Rangárvallasýslu vegna endurskoðunar á fyrirkomulagi fjallskila/smalana á sýslumörkum Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið og felur sveitarstjóra eiga samtal við sveitarfélög í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýlsu.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

7.Húsnæðisáætlun Rangárþings eystra 2023

2302003

Lögð fram til samþykktar endurskoðuð Húsnæðisáætlun Rangárþings eystra 2023.
Sveitarstjórn samþykkir Húsnæðisáætlun Rangárþings eystra 2023.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

8.Aðalskipulag - Dílaflöt, breyting

2301089

Fh. Megate ehf. óskar Verkfræðistofan EFLA eftir breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2020-2032 varðandi spilduna Dílaflöt L234644. Breytingin felst í því að 10-15 ha svæði verði skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði (VÞ). Samhliða er óskað eftir heimild til deiliskipulagsgerðar fyrir umrætt svæði. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinna verði hafin við gerð breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2020-2032 í samræmi við ósk landeigenda Dílaflatar. Nefndin samþykkir einnig að heimila gerð deiliskipulags varðandi umrætt svæði.
Sveitarstjórn samþykkir að vinna við breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2020-2032 fari af stað auk þess að heimila deiliskipulagsgerð fyrir umrætt svæði.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

9.Landskipti - Eystra Seljaland L163760

2301087

Óli Kristinn Ottósson óskar eftir því að stofna lóð úr Eystra-Seljalandi L163760. Hin nýja lóð fær nafnið Seljakot og mun vera 50.000 m2 að stærð. Landskipta uppdráttur er unninn af Eflu verkfræðistofu, dags. 25.01.2023. Skiplags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

10.Aðalskipulag - Stóra Mörk 1, breyting

2301083

Fh. Merkurbúsins ehf. óskar Verkfræðistofan EFLA eftir breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2020-2032 varðandi jörðina Stóra-Mörk 1 L163808. Breytingin felst í því að 22,8 ha svæði verði skráð sem afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF), að um 27 ha svæði verði breytt í skógræktar- og landgræðslusvæði (SL) og að Stóra-Mörk 3B L224421 verði breytt í svæði undir verslun- og þjónustu (VÞ). Einnig er óskað eftir heimild til deiliskipulagsgerðar fyrir umrædd svæði. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinna verði hafin við gerð breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2020-2032 í samræmi við ósk landeigenda Stóru-Merkur 1 L163808. Nefndin samþykkir einnig að heimila gerð deiliskipulags varðandi umrætt svæði.
Sveitarstjórn samþykkir að vinna við breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2020-2032 fari af stað auk þess að heimila deiliskipulagsgerð fyrir umrætt svæði.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

11.Landskipti - Steinmóðarbær

2301055

Lilja Sigurðardóttir óskar eftir því að skipta 32,3 ha. landi út úr Steinmóðarbæ L163806 skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Landnot efh, dags. 15.desember 2022. Hin nýja spilda fær nafnið Hólmalækur. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

12.Deiliskipulag - Rimakot

2210096

Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir tengivirki á lóðinni Rimakot L163918 í Austur Landeyjum. Gert er ráð fyrir viðbyggingu við núverandi spennistöð og er heildarbyggingarmagn lóðarinnar allt að 600 m2. Hæð bygginga er allt að 8,0m m.v. gólfkóta. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Tillagan var auglýst frá 30. nóvember sl. með athugasemdarfresti til og með 11. janúar sl. Í umsögn Minjastofnunar Íslands kemur fram að áður en að framkvæmdir geti hafist á lóðinni, þá þurfi að grafa könnunarskurði í allar þústir sem mögulega eru taldar geta geymt mannvirki eða mannvistarlög innan lóðar og á mörkum hennar. Niðurstaða slíkrar könnunar kann að leiða til þess að ráðast þurfi í frekari rannsóknir fornleifa á svæðinu áður en framkvæmdir geti hafist. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að búið er að bregðast við umsögn Minjastofnunar með því að færa inn á uppdrátt allar fornleifar sem eru innan lóðar og við lóðarmörk ásamt því að gera grein fyrir þeim í greinargerð tillögunnar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn vill taka fram að enginn má raska fornleifum nema með leyfi Minjastofnunar, sbr. 21. gr. laga um menningarminjar og að uppfylla þarf skilyrði sem stofnunin kann að setja fyrir slíku leyfi. Að öðru leyti staðfestir sveitarstjórn bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna ásamt því að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

13.Deiliskipulag - Miðeyjarhólmur

2202040

Um er að ræða lýsingu að skipulagsverkefni á jörðinni Miðeyjarhólmur. Helstu markmið skipulagsins eru að afmarka byggingarreiti fyrir íbúðarhús og landbúnaðarbyggingar ásamt heimreiðum að bæjarhúsunum frá Hólmabæjarvegi og Þjóðvegi 1. Skipulags- og umhverfissnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Lýsing deiliskipulagsins var auglýst frá 9. janúar sl. með athugasemdarfresti til og með 18. janúar sl. Í umsögn Vegagerðarinnar kemur fram að ekki verði veitt heimild fyrir nýrri vegtengingu við Hringveg (1-b9) og óskar jafnframt eftir því að fá skipulagið til umsagnar á öllum stigum skipulagsferils. Vegagerðin bendir einnig á að halda skuli fjölda tenginga við þjóðveg í lágmarki og að vanda skuli útfærslur þeirra í samræmi við gildandi veghönnunarreglur. Í umsögn Minjastofnunar Íslands kemur fram að skrá þurfi fornleifar á jörðinni, færa þurfi inn á uppdrátt staðsetningur og útlínur fornleifa ásamt því að fjalla um áhrif skipulags á fornleifar í greinargerð. Varðandi athugasemd eigenda Bjarkarlands þá vill skipulags- og umhverfisnefnd koma því á framfæri að sveitarfélagið tekur ekki afstöðu til landamerkja einkaaðila þar sem sá ágreiningur er einkaréttarlegs eðlis. Jafnframt hvetur nefndin til þess að landeigendur leysi ágreining varðandi landamerki jarðanna.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

14.Deiliskipulag - Kirkjulækjarkot lóð 2

2108016

Jana Flieglová óskar eftir að deiliskipuleggja ca 1,5 ha svæði í landi Kirkjulækjarkots lóð 2 L190740. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsi, bílskúr og gestahúsi. Heildarbyggingarmagn er ca 250 m2. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 213/2010.
Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

15.Efnistaka í sjó við Landeyjahöfn - Matsáætlun

2301033

Óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna matsáælunar á efnisvinnslu í sjó við Landeyjahöfn.
Til máls tóku: BO, AKH.
Sveitarstjórn samþykkir umsögn Rangárþings eystra vegna matsáætlunar um efnisvinnslu í sjó við Landeyjahöfn.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

16.Umsögn um tækifærisleyfi - Þorrablót Njálsbúð

2302010

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Kvenfélagsins Bergþóru, um tækifærisleyfi fyrir þorrablóti þann 11. febrúar 2023 í félagsheimilinu Njálsbúð.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

17.Félagsmálanefnd Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu. 4.fundur

2301075

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 4. fundar Félagsmálanefndar Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu.
Einnig lögð fram drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerð 4. fundar Félagsmálanefndar Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu einnig samþykkir sveitarstjórn fyrir sitt leiti drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

18.Byggðarráð - 225

2301005F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 225. fundar byggðarráðs.
Til máls tóku: GHÓ, AKH.
Fundargerð staðest í heild.
  • Byggðarráð - 225 Byggðarráð samþykkir að auglýsa rekstur tjaldsvæðisins á Hvolsvelli laust til umsóknar.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 225 Sveitarstjóra falið að vinna að auglýsingu fyrir lausar lóðir í miðbæ Hvolsvallar og leggja drög að auglýsingu fyrir byggðarráð. Byggðarráð leggur til að lóðirnar verði auglýstar sem ein heild.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 225 Byggðarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í hjálögðu minnisblaði. Byggðarráð tilnefnir Anton Kára Halldórsson og Tómas B Magnússon sem fulltrúa Rangárþings eystra í vinnuhóp til þess að vinna áfram að málinu.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 225 Byggðarráð telur forsendur fyrir áframhaldandi starfsemi Kötlu jarðvangs brostnar í ljósi þess að fyrirséð er að einu tekjur hans verði aukin framlög aðildarsveitarfélaga. Byggðarráð telur að ef ekki komi til aðrar tekjur á yfirstandandi ári sé því óhjákvæmilegt að huga að slitum jarðvangsins. Sveitarstjóra og oddvita er falið að funda með fulltrúum aðildarsveitarfélaganna til að ræða framhaldið. Mikilvægt er að hugað verði að því með hvaða móti megi varðveita það starf sem unnið hefur verið og kortlagt hvernig viðhalda megi ákveðnum verkefnum sem nú þegar eru yfirstandandi.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • Byggðarráð - 225 Byggðarráð tilnefnir Sigríði Karólínu Viðarsdóttur, Rafn Bergsson, Guri Hilstad Ólason og Tómas Birgir Magnússon sem fulltrúa á aukaaðalfund Bergrisans þann 20. febrúar nk. Til vara tilnefnir sveitarstjórn Árný Hrund Svavarsdóttir, Christiane L. Bahner, Bjarka Oddson og Anton Kára Halldórsson. Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 225 Sveitarstjóra falið að vinna að framlengingu samnings og leggja drög fyrir byggðarráð.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 225 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn. Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 225 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn. Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 225 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
    Samþykkt með þremur sammhjóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 225 Fundargerð lögð fram.
  • Byggðarráð - 225 Fundargerð lögð fram.
  • Byggðarráð - 225 Fundargerð lögð fram.
  • Byggðarráð - 225 Fundargerð lögð fram.
  • Byggðarráð - 225 Lagt fram til kynningar.

19.Byggðarráð - 226

2301010F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 226. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðest í heild.

20.Skipulags- og umhverfisnefnd - 13

2301006F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 13. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð staðest í heild.

21.Skipulags- og umhverfisnefnd - 14

2301009F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 14. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð staðest í heild.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 14
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 14 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna tillögu að viðbyggingu við Litlagerði 6 og að hún verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Litlagerðis 4, 8 og Öldugerði 9, 11 og 13.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 14 Lýsing deiliskipulagsins var auglýst frá 9. janúar sl. með athugasemdarfresti til og með 18. janúar sl. Í umsögn Vegagerðarinnar kemur fram að ekki verði veitt heimild fyrir nýrri vegtengingu við Hringveg (1-b9) og óskar jafnframt eftir því að fá skipulagið til umsagnar á öllum stigum skipulagsferils. Vegagerðin bendir einnig á að halda skuli fjölda tenginga við þjóðveg í lágmarki og að vanda skuli útfærslur þeirra í samræmi við gildandi veghönnunarreglur. Í umsögn Minjastofnunar Íslands kemur fram að skrá þurfi fornleifar á jörðinni, færa þurfi inn á uppdrátt staðsetningur og útlínur fornleifa ásamt því að fjalla um áhrif skipulags á fornleifar í greinargerð. Varðandi athugasemd eigenda Bjarkarlands þá vill skipulags- og umhverfisnefnd koma því á framfæri að sveitarfélagið tekur ekki afstöðu til landamerkja einkaaðila þar sem sá ágreiningur er einkaréttarlegs eðlis. Jafnframt hvetur nefndin til þess að landeigendur leysi ágreining varðandi landamerki jarðanna.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 14 Tillagan var auglýst frá 30. nóvember sl. með athugasemdarfresti til og með 11. janúar sl. Í umsögn Minjastofnunar Íslands kemur fram að áður en að framkvæmdir geti hafist á lóðinni, þá þurfi að grafa könnunarskurði í allar þústir sem mögulega eru taldar geta geymt mannvirki eða mannvistarlög innan lóðar og á mörkum hennar. Niðurstaða slíkrar könnunar kann að leiða til þess að ráðast þurfi í frekari rannsóknir fornleifa á svæðinu áður en framkvæmdir geti hafist. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að búið er að bregðast við umsögn Minjastofnunar með því að færa inn á uppdrátt allar fornleifar sem eru innan lóðar og við lóðarmörk ásamt því að gera grein fyrir þeim í greinargerð tillögunnar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 14 Umsókn um landskipti hefur verið dregin til baka.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 14
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 14 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 14 Afgreiðslu málsins er frestað þar sem verið er að vinna í málinu.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 14 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinna verði hafin við gerð breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2020-2032 í samræmi við ósk landeigenda Stóru-Merkur 1 L163808. Nefndin samþykkir einnig að heimila gerð deiliskipulags varðandi umrætt svæði.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 14 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og leiðréttingu á stærð lóðarinnar L190290.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 14 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 14 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinna verði hafin við gerð breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2020-2032 í samræmi við ósk landeigenda Dílaflatar. Nefndin samþykkir einnig að heimila gerð deiliskipulags varðandi umrætt svæði.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 14 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 213/2010.

22.Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 55

2301007F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 55. fundar Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Fundargerð staðest í heild.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 55 Nefndarmenn fóru yfir gjaldskrá, ræddu og leggja tillögur sínar fram til sveitarstjórnar.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 55 Nefndarmenn gerðu engar athugasemdir við erindsbréfið.

23.Markaðs- og menningarnefnd - 6

2301004F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 6. fundar Markaðs- og menningarnefndar.
Fundargerð staðest í heild.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 6 Markaðs- og menningarnefnd þakkar Þórði Frey kærlega fyrir greinargóða kynningu á aðkomu SASS að stefnugerð sem þessari.
    Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að ganga til samstarfs við SASS um gerð Atvinnustefnu fyrir Rangárþing eystra.

    Næsta skref er að halda vinnufund og útbúa tímalínu fyrir verkefnið.

    Samþykkt samhljóða.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 6 Markaðs- og menningarnefnd beinir því til bréfritara að sækja um í vorúthlutun Menningarsjóðs sveitarfélagsins.
    Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að leiðbeina bréfritara um umsóknarferlið.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 6 Markaðs- og menningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni yfir að erindisbréf nefndarinnar sé komið.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 6
  • Markaðs- og menningarnefnd - 6

24.Fjölskyldunefnd - 5

2301002F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 5. fundar Fjölskyldunefndar.
Fundargerð staðest í heild.
  • Fjölskyldunefnd - 5 Erindisbréf Fjölskyldunefndar kynnt fyrir nefndinni.
  • Fjölskyldunefnd - 5 Leikskólastjóri óskar eftir að starfsdagurinn 13. febrúar verði færður til 15. febrúar. Samþykkt samhljóða.
  • Fjölskyldunefnd - 5 Fjölskyldunefnd þakkar Sólbjörtu fyrir yfirferðina um málefni leikskólans en þar ber helst að nú á nýju ári verður flutt í nýjan leikskóla sem er gleðilegt.
  • 24.4 2103019 Málefni Hvolsskóla
    Fjölskyldunefnd - 5 Fjölskyldunefnd þakkar Birnu fyrir yfirferðina á málefnum Hvolsskóla.
  • Fjölskyldunefnd - 5 Fjölskyldunefnd felur formanni nefndarinnar að afla frekari upplýsinga um málið.
    Samþykkt samhljóða.

25.1. fundur stjórnar Skógasafns 21. október 2022

2302023

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 1. fundar stjórnar Skógasafns.
Fundargerð lögð fram.

26.2. fundur stjórnar Skógasafns 28. nóvember 2022

2302024

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 2. fundar stjórnar Skógasafns.
Fundargerð lögð fram.

27.3. fundur stjórnar Skógasafns 1. febrúar 2023

2302021

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 3. fundar stjórnar Skógasafns.
Til máls tóku: BO, TBM og AKH.
Fundargerð lögð fram. Varðandi lið 1. í fundargerð, samþykkir sveitarstjórn að safnstjóri haldi áfram með verkefnið og kanni fjármögnunarmöguleika. Safnstjóra verði boðið heimsókn til sveitarstjórnar til að kynna safnið og áform um framtíðar uppbyggingu þess.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

28.Brunavarnir Rangárvallasýslu; Minnisblað; Fundur með Landsvirkjun

2302016

Lagt fram minnisblað af fundi Brunavarna Rangárvallasýslu og Landsvirkjunar.
Fundargerð lögð fram.

29.Samband íslenskra sveitarfélaga; 918. fundur stjórnar

2302011

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 918. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram.

30.Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið

1907006

Lögð fram til umræðu tillaga að svæðisskipulagi suðurhálendis.
Lagt fram til kynningar.

31.Samband íslenskra sveitarfélaga; Ágangur búfjár; minnisblað

2302025

Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna álits Umboðsmanns Alþingis 11. október 2022
(11167/2021) og úrskurðar Dómsmálaráðuneytisins 11. janúar 2023 (DMR21080053).
Markmið minnisblaðsins er að varpa ljósi á réttarstöðu sveitarfélaga þegar beiðnir
um smölun berast sveitarfélögum vegna ágangs búfjár milli landareigna og
jafnframt frá afrétti.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:00.