226. fundur 02. febrúar 2023 kl. 08:15 - 09:22 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá

1.Málefni félagsheimila 2023

2301066

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur félagsheimila Rangárþings eystra og minnisblað um eignarhald og rekstrarform félagsheimila.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að boða íbúafundi í félagsheimilum í sveitarfélaginu í febrúar/mars þar sem meðal annars verði rædd málefni félagsheimila í sveitarfélaginu.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

2.KFR; Beiðni um lóð undir LED skilti

2301068

Lögð er fram beiðni KFR um lóð undir skilti á Hvolsvelli sem yrði fjáröflun fyrir félagið í samstarfi við Billboard ehf.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ræða við KFR og afla frekari gagna.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

3.Tónsmiðja Suðurlands; Ósk um greiðslu námsgjalda vegna tónlistarnáms

2301071

Lagt fram erindi Tónsmiðjunnar vegna niðurgreiðslu námsgjalda vegna tónlistarnáms.
Byggðarráð samþykkir niðurgreiðslu námsgjalda.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

4.Suðurlandsdeildin; Ósk um styrk

2301097

Stjórn Suðurlandsdeildarinnar óskar eftir styrk að upphæð 55.000 kr. vegna Suðurlandsdeildarinnar í hestaíþróttum 2023.
Byggðarráð hafnar erindinu en bendir umsækjendum á að senda inn umsókn í menningarsjóð Rangárþings eystra.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

5.Umsögn; Brú lóð, Southcoast, rekstrarleyfi

2301058

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna umsóknar Southcoast Adventure ehf. Sótt er um leyfi til reksturs veitinga í flokki II-A veitingahús Brú lóð, L219-1642.
Málið hefur þegar hlotið afgreiðslu á 225. fundi byggðarráðs.

6.SASS; 591. fundur stjórnar

2301076

Lögð fram til kynningar og umræðu fundargerð 591. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

7.224. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

2301081

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 224. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

8.Samband íslenskra sveitarfélaga; 917. fundur stjórnar

2301072

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 917. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

9.Völlur 1; Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála

2301054

Lagður fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna kæru á ákvörðun byggðarráðs Rangárþings eystra frá 7.
júlí 2022 um að veita framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vega í nýrri frístundabyggð á
jörðinni Velli 1.
Úrskurðarorð nefndarinnar:
Hafnað er kröfu um ógildingu ákvörðunar byggðarráðs Rangárþings eystra frá 7. júlí 2022 um að veita framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vega í nýrri frístundabyggð á jörðinni Velli 1.
Lagt fram til kynningar.

10.Boðun á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

2301095

Lagt fram til kynningar boðun Sambands íslenskra sveitarfélaga á 38. landsþing sambandsins.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:22.