225. fundur 19. janúar 2023 kl. 08:15 - 09:27 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Formaður byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð ef einhverjar eru.

1.Útboð - Tjaldsvæði Hvolsvallar

2204045

Á 221. fundi byggðarráðs var sveitarstjóra falið að ljúka við drög að auglýsignu og útboðsgögnum fyrir rekstur tjaldsvæðisins á Hvolsvelli. Lagt fram til umræðu auglýsing um útboð reksturs tjaldsvæðisins á Hvolsvelli.
Byggðarráð samþykkir að auglýsa rekstur tjaldsvæðisins á Hvolsvelli laust til umsóknar.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

2.Lóðarúthlutanir; Miðbær Hvolsvallar

2301053

Gatnagerð í miðbæ Hvolsvallar stendur nú yfir og brátt verða lóðir lausar til úthlutunar.Lögð fram til umræðu tillaga að ásýnd uppbyggingar í miðbæ Hvolsvallar.
Sveitarstjóra falið að vinna að auglýsingu fyrir lausar lóðir í miðbæ Hvolsvallar og leggja drög að auglýsingu fyrir byggðarráð. Byggðarráð leggur til að lóðirnar verði auglýstar sem ein heild.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

3.Byggðaþróunarfulltrúi í Rangárvallasýslu; Minnsiblað fundar 09.01.23

2301039

Lagt fram minnisblað af fundi sveitarfélaga í Rangárvallasýslu um byggðarþróunarfulltrúa.
Byggðarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í hjálögðu minnisblaði. Byggðarráð tilnefnir Anton Kára Halldórsson og Tómas B Magnússon sem fulltrúa Rangárþings eystra í vinnuhóp til þess að vinna áfram að málinu.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

4.Katla Jarðvangur; staða jarðvangsins framtíðarsýn

2301048

Byggðarráð telur forsendur fyrir áframhaldandi starfsemi Kötlu jarðvangs brostnar í ljósi þess að fyrirséð er að einu tekjur hans verði aukin framlög aðildarsveitarfélaga. Byggðarráð telur að ef ekki komi til aðrar tekjur á yfirstandandi ári sé því óhjákvæmilegt að huga að slitum jarðvangsins. Sveitarstjóra og oddvita er falið að funda með fulltrúum aðildarsveitarfélaganna til að ræða framhaldið. Mikilvægt er að hugað verði að því með hvaða móti megi varðveita það starf sem unnið hefur verið og kortlagt hvernig viðhalda megi ákveðnum verkefnum sem nú þegar eru yfirstandandi.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

5.Bergrisinn; ósk um tilnefningu fulltrúa á aukaaðalfund þann 20. febrúar nk.

2301046

Aukaaðalfundur Bergrisans verður haldinn 20. febrúar 2023 á Selfossi. Bergrisinn óskar eftir tilnefningum Rangárþing eystra á fundinn en sveitarfélagið á fjóra kjörmenn á fundinum.
Byggðarráð tilnefnir Sigríði Karólínu Viðarsdóttur, Rafn Bergsson, Guri Hilstad Ólason og Tómas Birgir Magnússon sem fulltrúa á aukaaðalfund Bergrisans þann 20. febrúar nk. Til vara tilnefnir sveitarstjórn Árný Hrund Svavarsdóttir, Christiane L. Bahner, Bjarka Oddson og Anton Kára Halldórsson. Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

6.Stórólfsvöllur; Leigusamningur

1812038

Lagt fram erindi Óskars Eyjólfssonar f.h. Toppgras ehf. þar sem óskað er eftir að framlengja leigusamningi Toppgras við sveitarfélagið.
Sveitarstjóra falið að vinna að framlengingu samnings og leggja drög fyrir byggðarráð.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

7.Umsögn um tækifærisleyfi - Þorrablót Goðalandi

2301050

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Búnaðarfélags Fljótshlíðinga um tækifærisleyfi fyrir þorrablóti þann 4. febrúar 2023 í félagsheimilinu Goðalandi.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn. Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

8.Umsögn um tækifærisleyfi - Þorrablót Heimalandi

2301052

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Búnaðarfélags Vestur-Eyfellinga um tækifærisleyfi fyrir þorrablóti þann 18. febrúar 2023 í félagsheimilinu Heimalandi.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn. Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

9.Umsögn um rekstrarleyfi - Brú lóð

2301051

Sýslumaður Suðurlands óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi í flokki II-A veitingarhús fyrir Southcoast Adventure ehf að Brú.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með þremur sammhjóða atkvæðum.

10.Fundargerð félagafundar SOS 04.01.2023

2301038

Lögð fram til til umræðu og kynningar fundargerð félagsfundar SOS, 4. janúar 2023.
Fundargerð lögð fram.

11.1. fundur stjórnar Arnardrangs hses; 19.12.2022

2301043

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 1. fundar stjórnar Arnardrangs hses.
Fundargerð lögð fram.

12.Bergrisinn; 47. fundur stjórnar; 30. nóvember 2022

2301044

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 47. fundar Bergrisans bs.
Fundargerð lögð fram.

13.Bergrisinn; 48. fundur stjórnar; 19. desember 2022

2301045

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 48. fundar Bergrisans bs.
Fundargerð lögð fram.

14.Ráðningarbréf endurskoðanda

2301037

Lagt fram til kynningar ráðningarbréf endurskoðenda um reikningsskilaþjónustu PwC til Rangárþings eystra.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:27.