5. fundur 11. janúar 2023 kl. 13:00 - 15:00 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
 • Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir
 • Sigríður Karólína Viðarsdóttir formaður
 • Rafn Bergsson
 • Lea Birna Lárusdóttir
 • Heiðbrá Ólafsdóttir
 • Ásta Brynjólfsdóttir
 • Sandra Sif Úlfarsdóttir
  Aðalmaður: Ágúst Leó Sigurðsson
 • Þórunn Óskarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
 • Árný Lára Karvelsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra
Starfsmenn
 • Birna Sigurðardóttir skólastjóri
 • Sólbjört Sigríður Gestsdóttir leikskólastjóri
Fundargerð ritaði: Árný Lára Karvelsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá

1.Erindisbréf nefnda 2022

2207015

Erindisbréf Fjölskyldunefndar kynnt fyrir nefndinni.

2.Leikskólinn Örk; beiðni um færslu á starfsdegi

2301021

Leikskólastjóri óskar eftir að starfsdagurinn 13. febrúar verði færður til 15. febrúar. Samþykkt samhljóða.

3.Málefni leikskólans Arkar

2103017

Sólbjört Sigríður Gestsdóttir, leikskólastjóri, fer yfir málefni leikskólans nú í byrjun árs.
Fjölskyldunefnd þakkar Sólbjörtu fyrir yfirferðina um málefni leikskólans en þar ber helst að nú á nýju ári verður flutt í nýjan leikskóla sem er gleðilegt.

4.Málefni Hvolsskóla

2103019

Birna Sigurðardóttir, skólastjóri Hvolsskóla, fer yfir málefni Hvolsskóla.
Fjölskyldunefnd þakkar Birnu fyrir yfirferðina á málefnum Hvolsskóla.

5.Sérdeild Suðurlands; uppsögn

2301018

Fjölskyldunefnd felur formanni nefndarinnar að afla frekari upplýsinga um málið.
Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 15:00.