14. fundur 31. janúar 2023 kl. 10:00 - 11:05 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Baldur Ólafsson aðalmaður
  • Elvar Eyvindsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Sigurður Þór Þórhallsson aðalmaður
  • Konráð Helgi Haraldsson varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason embættismaður
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að bæta máli nr. 13 á dagskrá fundarins.

1.Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið

1907006

Tillaga að svæðisskipulag suðurhálendis.

2.Viðbygging við Litlagerði 6 - Grenndarkynning

2201076

Halldór Hrannar Hafsteinsson óskar eftir byggingarheimild fyrir 39,9 m2 viðbyggingunu við einbýlishúsið Litlagerði 6, 860 Hvolsvelli.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna tillögu að viðbyggingu við Litlagerði 6 og að hún verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Litlagerðis 4, 8 og Öldugerði 9, 11 og 13.

3.Deiliskipulag - Miðeyjarhólmur

2202040

Um er að ræða lýsingu að skipulagsverkefni á jörðinni Miðeyjarhólmur. Helstu markmið skipulagsins eru að afmarka byggingarreiti fyrir íbúðarhús og landbúnaðarbyggingar ásamt heimreiðum að bæjarhúsunum frá Hólmabæjarvegi og Þjóðvegi 1.
Lýsing deiliskipulagsins var auglýst frá 9. janúar sl. með athugasemdarfresti til og með 18. janúar sl. Í umsögn Vegagerðarinnar kemur fram að ekki verði veitt heimild fyrir nýrri vegtengingu við Hringveg (1-b9) og óskar jafnframt eftir því að fá skipulagið til umsagnar á öllum stigum skipulagsferils. Vegagerðin bendir einnig á að halda skuli fjölda tenginga við þjóðveg í lágmarki og að vanda skuli útfærslur þeirra í samræmi við gildandi veghönnunarreglur. Í umsögn Minjastofnunar Íslands kemur fram að skrá þurfi fornleifar á jörðinni, færa þurfi inn á uppdrátt staðsetningur og útlínur fornleifa ásamt því að fjalla um áhrif skipulags á fornleifar í greinargerð. Varðandi athugasemd eigenda Bjarkarlands þá vill skipulags- og umhverfisnefnd koma því á framfæri að sveitarfélagið tekur ekki afstöðu til landamerkja einkaaðila þar sem sá ágreiningur er einkaréttarlegs eðlis. Jafnframt hvetur nefndin til þess að landeigendur leysi ágreining varðandi landamerki jarðanna.

4.Deiliskipulag - Rimakot

2210096

Landsnet hf. sendir inn uppfærða gögn vegna deiliskipulags fyrir Rimakot.
Tillagan var auglýst frá 30. nóvember sl. með athugasemdarfresti til og með 11. janúar sl. Í umsögn Minjastofnunar Íslands kemur fram að áður en að framkvæmdir geti hafist á lóðinni, þá þurfi að grafa könnunarskurði í allar þústir sem mögulega eru taldar geta geymt mannvirki eða mannvistarlög innan lóðar og á mörkum hennar. Niðurstaða slíkrar könnunar kann að leiða til þess að ráðast þurfi í frekari rannsóknir fornleifa á svæðinu áður en framkvæmdir geti hafist. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að búið er að bregðast við umsögn Minjastofnunar með því að færa inn á uppdrátt allar fornleifar sem eru innan lóðar og við lóðarmörk ásamt því að gera grein fyrir þeim í greinargerð tillögunnar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Landskipti - Eystra Seljaland

2211067

Landeigandi óskar eftir því að skipta ca 7,0 ha spildu út úr Eystra-Seljalandi L163760 skv. uppdrætti unnum af Verkfræðistofunni EFLA, dags. 10.11.2022. Hin nýstofnaða lóð mun fá staðfangið Seljakot.
Umsókn um landskipti hefur verið dregin til baka.

6.Völlur 1; Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála

2301054

7.Landskipti - Steinmóðarbær

2301055

Lilja Sigurðardóttir óskar eftir því að skipta 32,3 ha. landi út úr Steinmóðarbæ L163806 skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Landnot efh, dags. 15.desember 2022. Hin nýja spilda fær nafnið Hólmalækur.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.

8.Landskipti - Miðkriki land

2301069

Óskað er eftir því að stofna 5,25 ha. út úr landi Miðkrika Land, L203048 fyrir tjaldsvæði á Hvolsvelli og 4,8 ha. land við hesthúsahverfi Hvolsvallar.
Í gildi er deiliskipulag fyrir hesthúsahverfi Miðkrika, dags 10.ágúst 2006.
Gert er ráð fyrir tjaldsvæði í nýju aðalskipulagi en bent er á minniháttar tilfærslu á landinu.
Uppdrátturinn er unnin af Þóru Björg Ragnarsdóttur, dags 20.janúar 2023.
Afgreiðslu málsins er frestað þar sem verið er að vinna í málinu.

9.Aðalskipulag - Stóra Mörk 1, breyting

2301083

Fh. Merkurbúsins ehf. óskar Verkfræðistofan EFLA eftir breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2020-2032 varðandi jörðina Stóra-Mörk 1 L163808. Breytingin felst í því að 22,8 ha svæði verði skráð sem afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF), að um 27 ha svæði verði breytt í skógræktar- og landgræðslusvæði (SL) og að Stóra-Mörk 3B L224421 verði breytt í svæði undir verslun- og þjónustu (VÞ). Einnig er óskað eftir heimild til deiliskipulagsgerðar fyrir umrædd svæði.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinna verði hafin við gerð breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2020-2032 í samræmi við ósk landeigenda Stóru-Merkur 1 L163808. Nefndin samþykkir einnig að heimila gerð deiliskipulags varðandi umrætt svæði.

10.Landskipti - Eystra seljaland L190290

2301086

Óli Kristinn Ottósson óskar eftir því að leiðrétta stærð lóðarinnar Eystra-Seljaland lóð, L190290. Lóðin var skráð 2.316 m2 en verður nú 2.485,7 m2 skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og leiðréttingu á stærð lóðarinnar L190290.

11.Landskipti - Eystra Seljaland L163760

2301087

Óli Kristinn Ottósson óskar eftir því að stofna lóð úr Eystra-Seljalandi L163760. Hin nýja lóð fær nafnið Seljakot og mun vera 50.000 m2 að stærð. Landskipta uppdráttur er unninn af Eflu verkfræðistofu, dags. 25.01.2023.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.

12.Aðalskipulag - Dílaflöt, breyting

2301089

Fh. Megate ehf. óskar Verkfræðistofan EFLA eftir breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2020-2032 varðandi spilduna Dílaflöt L234644. Breytingin felst í því að 10-15 ha svæði verði skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði (VÞ). Samhliða er óskað eftir heimild til deiliskipulagsgerðar fyrir umrætt svæði.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinna verði hafin við gerð breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2020-2032 í samræmi við ósk landeigenda Dílaflatar. Nefndin samþykkir einnig að heimila gerð deiliskipulags varðandi umrætt svæði.

13.Deiliskipulag - Kirkjulækjarkot lóð 2

2108016

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 213/2010.

Fundi slitið - kl. 11:05.