Úthlutun lóða á þjóðlendum í Þórsmörk, Goðalandi og Emstrum
Rangárþing eystra auglýsir eftir leigutökum til að nýta lóðir innan þjóðlendumarka í Þórsmörk, Goðalandi og við Emstrur(Botnar). Leyfi Rangárþings eystra þarf til að nýta land og landsréttindi á svæðinu, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlenda og afrétta. Jafnframt þarf samþykki forsætisráðuneytisins þar sem umrædd nýting á að vara lengur en til eins árs, sbr. 2. mgr. 3. Gr. sömu laga.
12.05.2025
Fréttir