Háskóli Íslands er skóli allra landsmanna og því er aldarafmæli skólans fagnað víða um land. Þar verður í fararbroddi svokölluð Háskólalest sem ferðast um landið með fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa – viðburði og vísindi, fjör og fræði.
Laugardaginn 16. apríl lauk einkar vel heppnuðu námskeiði í leiðsögn á Kötlu jarðvangi.
Gestastofan á Þorvaldseyri verður opnuð almenningi laugardaginn 16. apríl. Þar verður sýnd stutt kvikmynd um eldgosið í Eyjafjallajökli og lífið á bænum, ljósmyndir og aðrar áhugaverðar upplýsingar.
Í lok nóvember sl. var skilað inn formlegri umsókn með ítarlegri greinargerð um aðild Katla Geopark (Katla jarðvangur) að evrópsku samtökunum European Geoparks Network.
Næstkomandi laugardag, þann 16. apríl frá kl. 10-18, verður opið hús hjá garðyrkjubrautum LbhÍ á Reykjum í Ölfusi (gamla Garðyrkjuskóla ríkisins). Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá allan daginn (sjá neðar) og má með sanni segja að öll fjölskyldan geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Fyrir börnin verður boðið upp á andlitsmálun og þau geta fengið að fara á hestbak auk þess sem umhverfið í bananahúsinu er töfraveröld sem börnin kunna vel að meta. Fyrir fullorðna fólkið má nefna fræðsluerindi um ræktun aldintrjáa kl. 13 og fræðslu um ræktun kryddjurta kl. 15:30.