Í tilefni af opnun Sagnagarðs Langræðslunnar, sem er fræðslu- og kynningarsetur um landgræðslu, verður opið hús fyrir héraðsbúa fimmtudaginn 19. maí n.k. kl. 16-19. Allir eru hjartanlega velkomnir!
Glöggir vegfarendur á Hvolsvelli hafa eflaust rekið augun í skilaboð frá leikskólabörnum víða um þorpið. Okkur til áminningar um umhverfið. Hópur barna af leikskólanum Örk á Hvolsvelli fór nú á dögunum í göngutúr um bæinn. Markmið með ferðinni var að tína alls kyns rusl og búa svo til úr því listaverk! Ekki var hópurinn búinn að tína lengi þegar börnin höfðu orð á því hvað væri mikið af sígarettustubbum bókstaflega út um allt. Greinilegt var að margir hentu stubbunum frá sér þegar þeir væru búnir að reykja og börnin voru hneyksluð yfir umgengninni.
Lúðrasveit Vestmannaeyja ásamt nemendum úr Tónskóla Rangæinga halda tvenna tónleika í Rangárþingi á morgun þriðjudag 3. maí.
* Kastað til bata er verkefni á vegum Krabbameinsfélags Íslands, Samhjálpar kvenna og styrktaraðila þar sem konum er boðið til veiðiferðar. * Kastað til bata er fyrir konur sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini. * Umsóknarfrestur til 4. maí.
Í tilefni af 5 ára afmæli samtakanna verða haldnir stórir viðburðir á vegum samtakanna í samvinnu við Norræna húsið dagana 29. og 30. apríl n.k.