Skólaár tónlistarskólans er að ljúka og verða því skólaslit miðvikudaginn 25. maí kl. 20:00 í Hvolnum. Þar taka nemendur skólans á móti vetrareinkunnarskjölum og þeim nemendum er luku prófi á skólaárinu verða veitt prófskírteini. Flutt verða nokkur tónlistaratriði.
Rangárþing eystra hefur stofnað til vinarbæjartengsla við Levanger kommune í Noregi. Um síðustu mánaðarmót heimsóttu nokkrir blaðamenn frá Levanger sveitarfélagið. Farið var með þá í ferð um svæðið og þeim kynnt öll starfsemi og þjónusta sem í boði er á svæðinu. Afrakstur þessarar ferðar var síðan birt í bæjarblöðum í Levanger.
Tilkynning til íbúa í Rangáþingi eystra
Íbúar og ferðaþjónustuaðilar í Rangárþingi eystra hugsa um þessar mundir til kollega sinna á Suðausturlandi. Ekki er nema ár liðið frá því að það gaus í Eyjafjallajökli og muna menn vel hvernig ástandið var á þeim tíma og vonandi mun þessu ástandi ljúka fljótt. Nú er hefur hins vegar mest allt svæðið undir jöklinum náð góðu jafnvægi. Bændur hafa sett út búfénað og stefnir á gott sumar í ferðaþjónustunni. Það verður hvergi áhugaverðara að ferðast í sumar en um Suðurlandið.
Þjóðskáldið Tómas Guðmundsson yrkir um sumarið þegar hann segir: „Í nótt hefur vorið verið á ferli og vorið er ekki af baki dottið því áður en fólk kom á fætur í morgun var fyrsta grasið úr moldinni sprottið“. Vorið og sumarið birtist okkur í ýmsum myndum eftir því hvað við erum að gera hverju sinni. Þannig er vorið í ár blíðara en vorið í fyrra sem minnti okkur á hve maðurinn má sín lítils þegar náttúruhamfarir eiga sér stað.