Þann 15.janúar var opnað fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna. Ráðherra velferðarmála veitir styrkina, sem veittir hafa verið ár hvert síðan 1991, en umsjón með styrkveitingum hefur ráðgjafi Vinnumálastofnunar á Sauðárkróki.
Við náttúruhamfarir, eins og eldgosið í Eyjafjallajökli, er öllum venjulegum verkum ýtt til hliðar og í forgang sett mál sem skipta öllu. Hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands varð það forgangsverkefni að svara spurningunni ,,Er neysluvatnið drykkjarhæft?“
Síðan í september hefur svifryksmælir Umhverfisstofnunar verið staðsettur á Hvolsvelli. Ástæða þess að mælirinn var þar er m.a. að Hvolsvöllur er það svæði á helsta áhrifasvæði eldgossins þar sem flestir íbúar eru og þar eru bæði leikskóli og grunnskóli.
Samtök um sögutengda ferðaþjónustu halda sinn árlega félagafund á Hvolsvelli 13. - 15. janúar. Í tilefni af því verður efnt til málþings um söguslóðir í Rangárþingi þann 14. janúar og undirritaður samningur milli iðnaðarráðherra og samtakanna um efligu söguferðaþjónustu á laugardag.
Ert þú með góða hugmynd? Viltu aðstoð við að hrinda henni í framkvæmd?