Átak, fjarlægjum númerslausa bifreiðar.
Stærsta blakmót ársins, Öldungur, fór fram í Kópavogi dagana 1.-3. maí þar sem mikill fjöldi blakiðkenda safnaðist saman en þátttökulið voru yfir 160. Í fyrsta sinn sendi Dímon/Hekla þrjú kvennalið til leiks eða 22 konur alls.
Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auglýsir eftir verktaka til að sinna hlutverki verkefnastjóra til að stýra innleiðingu á lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi verkefni.
Framkvæmdir hefjast í Stóragerð föstudaginn 2. maí n.k. Lokað verður frá gatnamótum við Vallarbraut að innkeyrslu skólalóðar og aðkoma verður frá Nýbýlavegi/Stóragerði. Hjáleið verður við leikskólalóðina og aðkoma verður frá Nýbýlavegi inn stóragerði.
Opið er fyrir unglinga fædda 2009 - 2012 til skráningar í vinnuskóla Rangárþings eystra fyrir sumarið 2025 til 23. maí