Foreldrafélag Holsskóla býður til fyrirlesturs um mikilvægi heimalesturs, miðvikudaginn 8. október kl. 17:00 í litla salnum í Hvolnum. Hlín Magnúsdóttir mun koma og fræða okkur um mikilvægi heimalesturs barna. Hlín starfar sem deildarstjóri stoðþjónustu í Helgafellsskóla og hefur víðtæka þekkingu og reynslu á kennsluaðferðum, málþroska og læsi. Fyrirlesturinn er öllum opinn.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í haustúthlutun Uppbyggingarsjóð Suðurlands 2025. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileika atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið að verkefni efli menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi.
Rangárþing eystra og tengdir aðilar óska eftir tilboðum í vátryggingar fyrir tímabilið 2026-2028
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga óska eftir tilnefningum til samfélags- og hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi. Um er að ræða samfélagslega viðurkenningu sem SASS mun veita formlega á ársþingi sínu í október 2025.
Lífsgæðadagurinn í Rangárþingi verður haldinn í íþróttahúsinu á Hellu 21. september næstkomandi á milli 11 og 13.