340. fundur sveitarstjórnar verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, fimmtudaginn 11. september 2025 og hefst kl. 12:00
Markaðs- og menningarnefnd Rangárþings eystra hefur valið Gunnhildi Þórunni Jónsdóttur, listmálara, sem sveitarlistamann Rangárþings eystra árið 2025. Margar góðar tilnefningar bárust frá íbúum og þakkar nefndin fyrir frábæra þátttöku.
Í tilefni af Gulum september* ætla landssamtökin Geðhjálp öðru sinni að ferðast um landið og bjóða upp á samtal um geðrækt og geðheilsu í bland við tónlist og gleði. Geðlestin er heiti verkefnisins, sem byrjaði með áherslu á börn og ungmenni, en þróaðist á síðasta ári í verkefni þar sem við hittum sveitarstjórnir, félags- og skólamálayfirvöld og lögreglu annars vegar og almenning hins vegar.
Frá og með deginum í dag og í nokkra daga verður Öldubakki lokaður við gangbrautina milli Hvolstúns og Gilsbakka á meðan framkvæmdir eiga sér stað. Verkefnið snýst um þrengingu á götunni í stað hraðahindrunar til að auka öryggi gangandi vegfarenda.
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.