Samfélagsviðurkenning sveitarfélagsins er tiltölulega ný af nálinni en hún er nú veitt í þriðja sinn. Viðurkenningin er veitt þeim einstaklingi, fyrirtæki , stofnun eða félagasamtökum í Rangárþingi eystra sem þykja standa sig afburða vel í að efla samfélagið eða hafa með gjörðum sínum eða framgöngu látið gott af sér leiða og verið öðrum fyrirmynd.
Íþróttamaður Rangárþings eystra að þessu sinni var Ívar Ylur Birkisson frá Íþróttafélaginu Dímon. Ívar Ylur hefur átt gríðarlega góðu gengi að fagna í frjálsum íþróttum og ber þar hæst glæstur árangur hans í grindarhlaupum, spretthlaupum og hástökki.
Ákveðið hefur verið að efna til samkeppni um forsíðumynd Goðasteins í ár. Myndefnið er alveg frjálst en æskilegt er að myndin sé úr héraði. Myndin má vera í landscape og ná þá yfir forsíðu og baksíðu en einnig kemur til greina að velja tvær samhverfar myndir. Myndirnar má senda á godasteinnrit@gmail.com fyrir 20. september næstkomandi.
340. fundur sveitarstjórnar verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, fimmtudaginn 11. september 2025 og hefst kl. 12:00
Markaðs- og menningarnefnd Rangárþings eystra hefur valið Gunnhildi Þórunni Jónsdóttur, listmálara, sem sveitarlistamann Rangárþings eystra árið 2025. Margar góðar tilnefningar bárust frá íbúum og þakkar nefndin fyrir frábæra þátttöku.