Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. óskar eftir að ráða einstaklinga til starfa með sorphirðubíl. Starfið felst í losun íláta í sorpbíl og að skila þeim til notenda á ný. Unnið er 4–5 daga í mánuði á Hellu og Hvolsvelli. Leitað er eftir einstaklingum sem eru líkamlega hressir, samviskusamir, liprir í samskiptum, duglegir og áræðnir. Starfið getur hentað fólki í vaktavinnu.
Í vor var efnt til samkeppnis um nýtt logo Kjötsúpuhátíðar og var auglýst eftir tillögum. Alls bárust 7 tillögur og þökkum við öllum sem sendu inn kærlega fyrir þær.
284. fundur Byggðarráðs verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, fimmtudaginn 7. ágúst 2025 og hefst kl. 08:15
Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust þann 13.08.25 frá klukkan 09:00 til klukkan 19:00.
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra boðar til opinna íbúafunda í ágúst í öllum landshlutum til að eiga samráð um málaflokka ráðuneytisins. Tilgangur fundanna er að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins – samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði.