- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir

Á morgun, gamlárskvöld, höldum við í góðar hefðir hér í sveitarfélaginu og kveðjum gamla árið saman.
Áramótabrenna
Klukkan 18:00 verður kveikt í áramótabrennunni. Hún er staðsett norðan við Hallgerðartún, á svipuðum slóðum og í fyrra. Við hvetjum íbúa og gesti til að klæða sig eftir veðri, mæta tímanlega og eiga notalega stund við eldinn.
Flugeldasýningin við Hvolsfjall
Flugeldasýningin hefst klukkan 18:15 og verður skotið upp við Hvolsfjall. Þetta er kjörinn tími fyrir fjölskyldur til að koma saman og njóta sýningarinnar áður en haldið er í matinn.
Gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir það gamla!